Ég fór á myndina The Amazing Truth About Queen Raquela í bíó um daginn.
Þetta var alveg ágætis mynd en mér fannst hún ekkert spes. Þegar ég fór á myndina hélt ég að ég væri að fara á heimildarmynd. En þegar fór að draga á myndina voru þarna nokkur atriði sem manni fannst alveg örugglega vera leikin.
Þessi mynd er um stelpu-strák en stelpu-strákar eru "strákar" sem eru með sál kvenmanns. Þannig að þetta eru stelpur í stráka líkama en þau eiga ekki efni á aðgerð og lifa því lífi sínu alla tíð með tólin hangandi. Þessar "stelpur" lifa yfirleitt ekki lengi vegna þess að þær eru ekki kvenlegar mikið eftir 26-28 ára og því reyna þær að sofa hjá sem flestum mönnum. Afleiðingin er sú að þær/þeir deyja yfirleitt úr kynsjúkdómum eða ofneyslu eiturlyfja.
Raquela er söguhetja myndarinnar og er hún stelpu-strákur frá Filipseyjum. Það er draumur hvers stelpu-stráks að ríkur Evrópubúi komi og bjargi þeim úr fátæktinni. Þetta kemur samt aldrei fyrir. Raquela ratar í klámiðnaðinn eins og svo margar stelpu-strákar. Hún fer að fá pening og kynnist manni sem rekur klám fyrirtækið. Hann ræður hana til starfa. Hún kynnist Íslenskri stelpu í gegnum netið og fær að koma til Íslands eftir nokkurra pappírsvinnu. Ameríkaninn sem á klám fyrirtækið borgaði fyrir ferðina til og frá Íslandi. Þar hittir hún Valerie og fær vinnu í frystihúsi. Henni líkaði vel við sig á íslandi en fékk bara landvistarleyfi til þriggja mánaða og þurfti því að fara aftur til baka. Það næsta sem hún geri er að fara til París með Kananum og er hann alveg óþolandi. Þar skilja leiðir þeirra og nýtur hún sér vel í París. Hún endar aftur á Filipseyjum og fer aftur á götuna.
Ég var ekkert að fíla þessa mynd neitt mikið og fannst hún frekar langdreginn. Það ruglaði mig mikið að vita ekki hvort þetta var heimildarmynd eða ekki.
Myndin var tekin upp með venjulegri DV vél og var Ólafur Jóhannesson yfirleitt aðeins með tvo aðstoðarmenn með sér og hann sá þá alfarið um upptökurnar. Hann gerði þetta í öllum löndunum sem hann tók upp þ.e. Ameríku, Filipseyjum, Frakklandi og Íslandi. Honum fannst þetta mjög gott því þá kynnist hann fólki og sker niður kostnað við gerð myndarinnar.
Ólafur Jóhannesson kom í heimsókn til okkar. Hann talaði við okkur um myndina og það sem hann hefur planað að gera á næstunni. Hann kynnti fyrir okkur góða leið til að byggja upp heimildarmynd. Munurinn á heimsókn hans miðað við heimsóknir þeirra sem eru búnir að koma var að hann beið eftir spurningum en talaði ekki mikið út fyrir efnið. Mér fannst betra þegar það var talað út í eitt því þá kemur yfirleitt eitthvað gagnlegt fram sem engum hefði dottið í hug að spyrja um.
Ég leit mynda öðrum augum eftir að hafa hlustað á það sem Ólafur hafði að segja um gerð myndarinnar.
Þetta var áhugaveð mynd en ég mundi ekki leigja hana eða kaupa.
Hér er trailerinn fyrir myndina.