föstudagur, 31. október 2008

Queen Raquela


Ég fór á myndina The Amazing Truth About Queen Raquela í bíó um daginn.

Þetta var alveg ágætis mynd en mér fannst hún ekkert spes. Þegar ég fór á myndina hélt ég að ég væri að fara á heimildarmynd. En þegar fór að draga á myndina voru þarna nokkur atriði sem manni fannst alveg örugglega vera leikin.

Þessi mynd er um stelpu-strák en stelpu-strákar eru "strákar" sem eru með sál kvenmanns. Þannig að þetta eru stelpur í stráka líkama en þau eiga ekki efni á aðgerð og lifa því lífi sínu alla tíð með tólin hangandi. Þessar "stelpur" lifa yfirleitt ekki lengi vegna þess að þær eru ekki kvenlegar mikið eftir 26-28 ára og því reyna þær að sofa hjá sem flestum mönnum. Afleiðingin er sú að þær/þeir deyja yfirleitt úr kynsjúkdómum eða ofneyslu eiturlyfja.

Raquela er söguhetja myndarinnar og er hún stelpu-strákur frá Filipseyjum. Það er draumur hvers stelpu-stráks að ríkur Evrópubúi komi og bjargi þeim úr fátæktinni. Þetta kemur samt aldrei fyrir. Raquela ratar í klámiðnaðinn eins og svo margar stelpu-strákar. Hún fer að fá pening og kynnist manni sem rekur klám fyrirtækið. Hann ræður hana til starfa. Hún kynnist Íslenskri stelpu í gegnum netið og fær að koma til Íslands eftir nokkurra pappírsvinnu. Ameríkaninn sem á klám fyrirtækið borgaði fyrir ferðina til og frá Íslandi. Þar hittir hún Valerie og fær vinnu í frystihúsi. Henni líkaði vel við sig á íslandi en fékk bara landvistarleyfi til þriggja mánaða og þurfti því að fara aftur til baka. Það næsta sem hún geri er að fara til París með Kananum og er hann alveg óþolandi. Þar skilja leiðir þeirra og nýtur hún sér vel í París. Hún endar aftur á Filipseyjum og fer aftur á götuna.

Ég var ekkert að fíla þessa mynd neitt mikið og fannst hún frekar langdreginn. Það ruglaði mig mikið að vita ekki hvort þetta var heimildarmynd eða ekki.

Myndin var tekin upp með venjulegri DV vél og var Ólafur Jóhannesson yfirleitt aðeins með tvo aðstoðarmenn með sér og hann sá þá alfarið um upptökurnar. Hann gerði þetta í öllum löndunum sem hann tók upp þ.e. Ameríku, Filipseyjum, Frakklandi og Íslandi. Honum fannst þetta mjög gott því þá kynnist hann fólki og sker niður kostnað við gerð myndarinnar.

Ólafur Jóhannesson kom í heimsókn til okkar. Hann talaði við okkur um myndina og það sem hann hefur planað að gera á næstunni. Hann kynnti fyrir okkur góða leið til að byggja upp heimildarmynd. Munurinn á heimsókn hans miðað við heimsóknir þeirra sem eru búnir að koma var að hann beið eftir spurningum en talaði ekki mikið út fyrir efnið. Mér fannst betra þegar það var talað út í eitt því þá kemur yfirleitt eitthvað gagnlegt fram sem engum hefði dottið í hug að spyrja um.

Ég leit mynda öðrum augum eftir að hafa hlustað á það sem Ólafur hafði að segja um gerð myndarinnar.

Þetta var áhugaveð mynd en ég mundi ekki leigja hana eða kaupa.

Hér er trailerinn fyrir myndina.



þriðjudagur, 28. október 2008

Reykjavík - Rotterdam


Ég fór að sjá Reykjavík - Rotterdam um daginn og ætla ég að segja frá henni og heimsókn Óskars Jónassyni hér.

Þessi mynd er leikstýrð af Óskari Jónassyni. Þetta er íslensk spennumynd á heimsmælikvarða. Enda skrifaði Arnaldur Indriðason með Óskari handritið að myndinni. Þegar tveir snillingar koma saman þá er ekkert annað en meistaraverk sem getur komið út.

Reykjavík - Rotterdam fjallar um Kristófer, sem er leikin af Baltasár Kormáki, og er hann á skilorði og vinnur hjá Öryggismiðstöðinni. Kristófer fór á skilorð fyrir að vera tekin fyrir smygl á áfengi. Kristófer og kona hans Íris, sem Lilja Nótt Þórarinsdóttir leikur, eiga mjög erfitt að koma höndum saman fjárhagslega og fá mikið af notuðum hlutum gefins frá Steingrími, sem Ingvar E. Sigurðsson leikur. En Íris og Steingrímur voru saman einhvern tíman í fortíðinni. Steingrímur vil hjálpa Kristófer og ætlar að senda hann í annan "túr". En það var Steingrímur sem bar ábirgð á áfenginu sem Kristófer var böstaður fyrir áður en hann þagði um hans hluta í málinu. Í fyrstu heldur maður að Steingrímur sé að gera þetta til að hjálpa Kristófer en svo er ekki. Hann vil fá Írisi aftur og sendir menn til að hræða hana og brjóta allt og bramla heima hjá henni þegar hún er ný komin heim. þeir gera margt til að hræða hana og fær Steingrímur Írisi loks að flytja til sín tímabundið meðan Kristófer er á skipinu. Íris veit auðvitað ekki að Kristófer er að fara til að smygla áfengi hún heldur að hann sé hættur því. Þegar Þeir koma loks til Rotterdam þá lenda þeir í ýmsum vandamálum til dæmis þá stelur einn af mönnum Kristófers öllum peningunum sem átti að fara í kaupin og kaupir dóp. Einnig var sá maður sem hann var vanur að stunda viðskipti við hættur störfum svo þeir þurfa að snúa sér að öðrum manni sem er vægast sagt klikkaður. Síðan þegar þeir ætla að borga grípa þeir í tómt. Vegna þessa þá biður hann þá um að hjálpa sér í ráni og gera þeir það. Þessir Hollensku krimmar ætla að ræna bíl fullan af verðmætum listaverkum þeir ná að grípa nokkrar en lögreglan kemur og allt fer í fokk. Kristófer og félagi hans grípa eitthvað sem þeir halda að sé bara verðlaus málningar strigi sem er búið að sletta á og nota sem ábreiðu yfir áfengið. Þetta er samt sem áður, að ég held, listaverk eftir Jackson Pollock frægan Bandarískan listamann og er verk uppá stóra peninga. En þeir komast rétt í tæka tíð til áður en skipið siglir úr höf og aftur til Íslands. Nú er allt í fokki á íslandi því Steingrímur er að komast að því að Íris er ekki að falla fyrir honum og hann lætur lögregluna vita um smyglið. Þetta flækir hluti alveg all svakalega. Steingrímur rotar Írisi óvart og vefur hanni í teppi. Hann ætlar að losa sig við hana. Hann kemur henni, meðvitundarlausri, fyrir í undirstöðum af byggingu sem hann er að vinna að og á að setja steypu í daginn eftir. Kristófer er nú brjálaður út í Steingrím fyrir að hafa sagt frá málinu og losar sig við allt draslið. Hann nær að komast til Steingríms og reynir þá að hringja í Írisi og þá finnst hún aðeins fáeinum sekúndum áður en steypunni er hellt, brjálæðislega spennandi. Nú hefur Steingrímu verið skellt bak við lás og slá og þau lifa æðislegu lífi málandi veggi húss síns með verk eftir Jackson Pollock sem vörn að mállingin fari ekki á golfið. Já áfengið kom sér svo til þeirra aftur Kristófer hafði bara sett það á mjög sniðugan hátt út í sjó.

Mér fannst þessi mynd alveg meiriháttar og ein besta íslenska spennumynd sem ég hef séð. Þetta er allaveganna besta íslenska mynd sem ég hef séð frá því mýrin kom út.

Það var margt flott í þessari mynd og mikið um tæknibrellur allaveganna á íslenskum mælikvarða. Það sem mér fannst flottast var sprengingin í Rotterdam og þegar Íris skellur með hausinn í ofninn. Mér fannst töff hvað það var raunvörulegt enda var notast við brúðu. Það var notuð búða í einu öðru atriði en það var þegar Jörundur Ragnarson datt niður þverhníptan klett og fannst mér það líka frekar töff.

Klipping og myndartaka var til fyrir myndar í þessari mynd og fannst mér spennan vera byggð verulega upp með réttum aðferðum. Myndin var mjög vel leikin og var ekkert gervilegt eða eins og það ætti ekki heima þarna. Ekki eins og í myndinni Köld slóð þar sem ekkert var gott hvorki leikurinn né handritið. Ég skemmti mér konunglega á þessari mynd og mun efalaust kaupa hana þegar hún kemur á DVD.

Óskar Jónasson.









Eftir að við vorum búin að fara á myndina þá kom Óskar til okkar og ræddi við okkur. Mér fannst allt það sem hann sagði gagnlegt og gæti nýst mér í framtíðinni. Hann sagði okkur frá nokkrum LYKILreglum sem Siggi Palli var reyndar búin að minnast á. Svo sagði hann okkur að brjóta þær. Það er gott að vita af reglunum svo maður geti brotið þær og séð hver útkoman er. Hann er ekki leikstjóri sem veit allt og er bestur og enginn er betri en hann. Óskar er maður sem fær fólk til að láta ljós sitt skína og leyfir því að vinna vinnuna sína án þess að vera að stjórna öllu því einn maður getur ekki stjórnað öllu. Hann væri drauma leikstjóri Valdísar því hún vill svolítið hafa frjálsar hendur eins og hún sagði þegar hún kom til okkar.

Ég hlakka til að sjá meira eftir Óskar því ég býst við því að hann sé langt frá því að vera búinn.


Hér er trailer úr myndinni

RIFF - grafiti

Ég fór á pallborðsumræðu um grafíti.

Þessi umræða var vegna myndarinnar Bomb it en hún fjallar um grafíti sem list en ekki svo mikið sem skemmdarverk. Ég fór samt sem áður ekki að sjá þá mynd vegna tímaleysis.

Það var mjög áhugavert að hlusta á fólkið ræða um hin ýmsu málefni veggjakrots þar á meðal var orðið veggjaKROT tekið fyrir og það var tekið fram hvað það teiknar neikvæða mynd af málefninu. Því veggjakrot er ekki alltaf krot.

Jakob Fríman far sá sem fór fyrir umræðunni en frá útgáfu myndarinnar voru bæði leikstjórinn og einn framleiðendanna. Þarna voru einnig einhverjir íslendingar sem áttu að koma með sína sín á málefninu.

Það kom mikið áhugavert fram í þessari umræðu eða það fannst mér. Það var voðalega lítið talað um myndina sjálfa en miklu meira um stefnu Reykjavíkurborgar gagnvart veggjakroti og til dæmis þegar það var málað yfir listaverk eftir fólk sem hafði lagt mikla vinnu í þau. Þarna hafði Jakob lítið að segja. Hann sagði að fólk þyrfti að sækja um leifi fyrir verkunum ef það var fyrir augum almennings. Ef verkið var þegar til staðar átti bara að sækja um leyfi og fá verkið samþykkt. Jakob sagði að þetta væri nánast alltaf samþykkt og að fólk þyrfti bara að lýsa verkinu og það fengi það samþykkt. Þarna er samt sem áður svolítið sem var ekki alveg rétt. Þeir sem vildu fá verkið samþykkt þurfa að koma með nákvæma lýsingu og skets af verkinu sem þeir ætla að gera en þeir sem eru mikið í veggjakroti gera ekki verk eftir fyrir fram teiknaðri mynd. þeir fá hugmynd og vinna út frá henni. Þarna var maður sem vildi fá leyfi Reykjavíkurborgar hann hafði leyfi fyrir tækis til að gera verk. Þessi maður sendi fyrri verk og að þetta væri það sem hann gerð yfirleit og myndi gera eitthvað í þessum stíl. Honum var neitað og sagt að þau þyrftu teikningu af því sem hann ætlaði að gera.

Það var einnig talað um veggi sem væru "frjálsir" veggir þar sem menn gætu graffað án truflunar. Þar komu menn með ýmsar hugmyndir. Það kom eldri maður með einn punkt þar sem hann hafði unnið að svoleiðis verkefni fyrir mörgum árum og hann sagði að þar hefðu þau boðið litlaputta en öll höndin tekin og málið farið úr böndunum.

Ég þurfti Því miður að fara fyrr og sá því hvernig þetta endaði.

hér er trailerinn fyrir bomb it

föstudagur, 17. október 2008

RIFF – Squeezebox



Squeezebox er heimildarmynd um skemmtistað í New York frá 1994 til ársins 2001. Þetta var venjulegur skemmtistaður í New York sem vildi breyta um hefðir og gera eitthvað nýtt. Eigandi staðarins réð sér skemmtanarstjóra sem skipulagði “gay night” öll föstudagskvöld. En þetta voru ekki nein venjuleg föstudagskvöld. Þarna komu saman hommar, lessur, klæðskiptingar, rokkarar og þegar miklum vinsældum var náð sást til fræga fólksins inn á þessum skemmtistað. Þetta var staður fyrir fólkið sem var komið með nóg af diskó og pop tónlist því þarna inni var einungis spilað Rokk. Allir klæddust sem litríkustu fötunum eða bara alls engu. Hljómsveitir spiluðu alltaf “live” uppá sviði og margar hljómsveitir byrjuðu þarna og öðluðust síðan heimsfrægðar. Má nefna hljómsveitina The Toilet Boys.

The Toilet Boys – The future is now


Í þessari heimildarmynd var tekið viðtal við eiganda staðarins, skemmtanarstjórann, hljómsveitir, einstaklinga sem sungu þarna reglulega, starfsfólk staðarins og fastagesti staðarins. Þessir einstaklingar lýstu fyrir áhorfendunum stemmingunni sem myndaðist þarna inni á meðal fólksins. Tónlistin var alltaf í botni, dansgólfið troðið og sveitt, nakið fólks dansandi á barborðinu, fólk ríðandi útí horni og takandi dóp í hinu horninu. Þetta var eitthvað nýtt sem alls kyns fólk heillaðist af, og hver sem er var velkominn svo lengi sem hann var ekki með nein leiðindi.
Hér singur “Karen Black” uppá sviði skemmtistaðarins.



Þessi skemmtun var fyrirlitin af borgarstjóra New York borgar á þessum tíma og var skemmtistaðurinn mjög umdeildur. Þetta tók enda árið 2001 og lokahátíðin var haldin 18. maí það ár. Stjórnendur og skipuleggjendur staðarins sáu ekki fram á að þetta gætið haldið endalaust smooth áfram. Þetta varð einhvern tíman að taka enda. Á þessu lokakvöldi mættu allir helstu tónlistaflytjendur staðarins frá líftíma staðarins. Þetta lokakvöld var víst eitt villtasta kvöld í sögu staðarins

Þessi mynd kom mér svolítið í opna skjöldu. Ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast miðað við lýsinguna í bæklingnum. Þessi mynd var samt sem áður mjög áhugaverð og með áhugaverðari heimildarmyndum sem ég hef séð. Það að það skuli hafa verið til staður sem umbar alla þessa vitleysu sem fram fór á Squeezebox er hreint út sagt ótrúlegt en á sama tíma æðislegt. Það að fólk sem er útskúfað annarsstaðar skuli vera tekið opnum örmum á Squeezebox er frábært. Mér fannst myndin skemmtileg en hún er ekki fyrir alla.

hér er frá frumsýningu myndarinnar á Tribeca kvikmynda hátíðinni

mánudagur, 6. október 2008

RIFF - Afterschool


Afterschool fjallar um unglingspilt, Robert, sem er í heimavistarskóla í Bandaríkjunum. Hann er í herbergi með félaga sínum Dave sem stundar það að smygla inn dópi og áfengi. Hann seldi samnemendum sínum það svo til gróða. Rob segir auðvitað ekki til hans og lætur eins og ekkert gangi á. Hann er skotinn í jafnaldra sínum Amy.
Einn daginn tilkynnir skólastjórinn að allir nemendur skólans þurfa að stunda einhverskonar athæfi næstkomandi skólaviku. Rob skráir sig í kvikmyndagerða klúbb ásamt Amy, sem hann er ákaflega ánægður með. Þau eru sett saman í hóp til þess að taka upp ganga og skólastofur skólans, einnig krakka að leika sér, til þess að nota sem "milliskotaefni" sem verður notað í heimildarmynd um skólann.
Rob og Amy gerðu vinnuna skynsamlega saman og ræddu um tilfinningar til hvors annars. Þau byrja að falla fyrir hvort öðru.
Svo gerist það að þegar Rob er að taka upp skólaganginn kemur upp neyðarlegt atvik. Hann verður vitni af því að tvíburasystur, sem eru ofurvinsælar í skólanum, koma út úr herbergi við ganginn. Önnur er öskrandi og dregur hina, sem er meðvitundarlaus, á eftir sér. Sú öskrandi missir hina óheppilega á stigahandrið sem veldur dauða hennar. Hún sjálf dettur niður öskrandi úr sársauka. Rob labbar rólega upp að þeim og reynir að hjálpa þeirri sem er í stöðugum sársauka. Við sjáum allt sem gerist frá sjónarhorni upptökuvélarinnar. Stuttu síðar verða kennarar varir við þetta og það er hringt á sjúkrabíl. Tvíburarnir deyja af völdum illa blandaða eiturlyfja við eiturefni.
Stúlknanna tveggja er minnst í sorglegri athöfn þar sem allir fá að tjá tilfinningar sínar við missirinn. Þetta tekur vel á Rob. Hann er fenginn til að tala við sálfræðing, starfsmann skólans, til að taka á sínum málum eftir slíkt hrottalegt atvik. Rob lætur hins vegar ekkert uppúr sér. Amy og Rob voru fengin til að útbúa minningarmyndband tileinkað tvíburunum. Tilfinningarnar milli þeirra aukast og þau sofa saman. Við gerð myndarinnar tekur Rob hins vegar eftir því að Amy er farin að umgangast Dave óeðlilega mikið. Það fer mikið fyrir brjóstið á Rob.
Dave heldur áfram að smygla efnunum inn í skólann þrátt fyrir mun strangari gæslu eftir dauða stúlknanna. Hann fer líka að sýna tilfinningar sínar aðeins þegar Rob sér til. Manni fer að gruna að hann tileinki sér dauða stelpnanna vegna þeirra efna sem hann útvegaði þeim. Samband Rob og Dave fer einnig versnandi. Þeir enda í hörkuslagsmálum á göngum skólans þar sem Rob ásakar Dave um dauða stúlknanna. Þeir eru teknir í viðtal og Rob kennt um allt. Dave sýnir sakleysi sýna gagnvart starfsmönnum skólann og Rob þegar áfram yfir leyndarmálunum.
Við fyrstu skoðun minningarmyndarinnar undir fyrirsjá Rob og skólastjórans bregst skólastjórinn illa við. Þetta var hræðileg mynd sem sýndi enga samúð gagnvart stelpunum látnu. Hann skipar öðrum nemendum til þess að klippa myndina saman á ný.
Myndin endar á því að við sjáum dauða stelpnanna frá öðru sjónarhorni. Við sjáum að eftir að Rob nálgast þær og situr yfir kveljandi stelpunni kæfir hann hana með höndunum sínum.

Kvikmyndin var rosalega hæg, ekkert spennandi og mjög furðuleg. Maður hálfpartinn gat ekki beðið eftir að hún kláraðist. Leikstjórinn var mjög mikið að leika sér með fókusinn. Hann var mikið að láta fólk vera í og úr fókus þótt það væri að tala. Sjónarhornin voru mjög furðuleg, stundum sástu ekki hausinn á fólkinu sem vara að tala heldur aðra líkamsparta, oft var gríðarlega mikið autt pláss fyrir ofan höfuðið á fólkinu og stundum voru heilu atriðin bara af fótum fólks sem labbaði um ganga skólans. Þetta gat verið flott en yfirleitt var þetta bara hálf kjánalegt. Einnig var mjög furðulegt að kvikmyndin var textuð á frönsku.

Mynd af aðalleikurum myndarinnar (Rob, Amy og Dave):