laugardagur, 28. febrúar 2009

The Terminator

Ég horfði á hina klassísku mynd The Terminator sem kom út 1984 með Arnold Schwarzenegger, Linda Hamilton og Michael Biehn í aðalhlutverkum. Hún er leikstýrð af James Cameron en hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við True Lies, Aliens og Titanic.

The Terminator fjallar um Sarah Connor (Linda Hamilton) sem heldur að hún sé bara ósköp venjuleg kona en það er hún ekki hún mun eignast dreng sem mun verða í broddi fylkingar í baráttunni gegn vélunum í framtíðinni. En 29. águst 1997 eiga vélarnar að taka yfir varnarkerfi bandaríkjanna og senda kjarnorkusprengjur á Rússland og svo munu Rússar senda á Bandaríkin og eitt leiðir af öðru og mannkynið deyr nánast út. Sonur Sarah Connor, John Connor, mun leiða andspyrnuna gegn vélunum og halda mannkyninu lifandi. Í framtíðinni er búið að finna upp vél sem getur sent fólk og vélar aftur í tíman. Vélarnar senda Tortímandann (Arnold Schwarzenegger) aftur í tíman til að drepa Sarah Connor áður en hún eignast John svo að mennirnir munu ekki hafa neinn leiðtoga í framtíðinni. John Connor framtíðarinnar sendir einn af sínum mönnum aftur í tíman til að bjarga móður sinni og þar í leiðinni sér sjálfum. Tortímandinn fer og byrjar að drepa eina og eina Sarah Connor í sömu röð og þær voru skráðar í símaskránni. Sem betur fer var okkar Sarah neðst á listanum. Kyle Reese (Michael Biehn), sem var hermaðurinn úr framtíðinni, nær að góma Sarah áður en Tortímandinn nær henni. Þau enda með því að eiga yndislega nótt saman þar sem John Connor kemur undir beltið. Sem sagt þá sendir John pabba sinn aftur í tíman að bjarga móður sinni. Reese og Sarah ná að "drepa" Tortímandann en Reese deyr í þeim slag. Myndin endar þar sem Sarah er ólétt í Mexico að spá hvað hún eigi að gera í sambandi við framtíðina.

Þessi mynd er hreint út sagt frábær og finnst mér hún hafa verið alla mína tíð í skugga framhaldsmyndarinnar Terminator 2: Judgment Day en hún kom út 1991. En nóg um það við ætlum að ræða fyrstu myndina.
Þarna eru tækibrellur að stíga sín fyrstu skref og er margt mjög töff í henni allavega miðað við þennan tíma. það eru nokkur atriði sem ég bíst við að hafi verið alger lega stórkostleg þegar myndin kom út á sínum tíma en er í dag litið sem hálf gervilegt og bara kjánalegt. Persónulega þá finnst mér það ekki mér finnst töff hvernig menn náðu að vinna úr vandamálum sínum með svo takmarkaða tækni sér við hönd. En eins og ég sagði áðan þá eru nokkur atriði sem fólki finnst svolítið kjánaleg. Til dæmis er það atriðið þegar Arnold hefur skaddast á auga og þarf að skera það úr sér. Því næst sést framan í hann og maður sér að annað augað er auga Tortímandans og hitt er manns auga. Þetta er mjög flott en í dag alla veganna er það vel augljóst að þarna er verið að nota vél stýrða gínu eða módel þar sem andlit Arnolds hefur verið mótað á. Hann setur svo upp sólgleraugu og þá sést greinilega að hinn alvöru Arnold er kominn. Þetta atriði er mjög flott fyrir sinn tíma en frekar úrelt miðað við nútíma staðla. Einnig langar mig að minnast á Tortímandann þegar hann hefur ekki neina húð utan á sér. Þarna hefur efalaust verið frumstig tölvutækni verið notuð en samt sem áður tókst það mjög vel. Enn og aftur þá var þetta mjög flott á sínum tíma en í dag telst það úrelt.

Mér fannst söguþráðurinn góður og myndin vel skrifuð til dæmis þá veit maður ekki fyrir víst að Arnold sé vélmenni fyrr en seint í myndinni okkur er haldið þeim upplýsingum huldum. Þó að örugglega allir sem hafi séð hana hafi vitað það þá er þetta samt skemmtilegt. Hins vegar eru allar myndir sem fjalla að einhverju leiti um tíma flakk frekar ruglingslegar. Eins og það að ef vélarnar hefðu ákveðið að senda ekki vélmenni á eftir Sarah þá hefði John ekki sent mann til að bjarga henni og hann hefði aldrei fæðst. Þannig hefði vandamálið verið úr sögunni fyrir vælarnar. En það er elt annar handleggur og ég ætla ekki að fara rökræða tímaflakk hér.

Enn og aftur segi ég að þessi mynd er frábær og ef þú hefur ekki séð hana þá mæli ég eindregið með henni. Hún fær 8,1 á IMDB.com og er í 183. sæti yfir bestu myndirnar þar sem getur ekki talist slæmt.

Hér er trailerinn fyrir myndina og nokkrar klippur.

Trailer


Atriðið með auganu.


og að lokum hið klassíska I'll be back

Terminator 2: Judgment Day



Ég horfði á framhaldið af The Terminator, Terminator 2: Judgment Day, um daginn en eins og í fyrri myndinni þá leika Arnold Schwarzenegger og Linda Hamilton í þessari en í hana bætast við Edward Furlong og Robert Patrick. Þessi frábæri hópur leikara leika aðalhlutverkin í myndinni. Eins og með fyrri myndina þá leikstýrir James Cameron henni.

Myndin fjallar um flótta Sarah (Linda Hamilton) og John Connor (Edward Furlong), með aðstoð Tortímandans (Arnold Schwarzenegger), frá vélmenni gert úr fljótandi málm sem er að reyna að drepa John Connor. Í þetta sinn senda vélarnar ekki Tortímanda til að drepa John Connor heldur T-1000 (Robert Patrick) sem er vélmenni gert úr fljótandi málm og getur breitt sér í hvaða form sem er svo sem hnífa eða í aðrar manneskjur. Svo lengi sem þau eru að svipaðri stærð og hann. Þeir fara báðir að leita að John en hann býr hjá stjúp foreldrum núna vegna þess að mamma hans var lögð inna geðveikrahæli fyrir að trúa því að Dómsdagur væri í nánd auk þess sem hún sprengdi eitthvað upp. Tortímandinn nær rétt svo að bjarga John frá því að lenda í klóm T-1000. Þeir fara svo saman og bjarga Sarah af geðveikrahælinu. En T-1000 er einnig þar til þess að drepa hana og líkja eftir henni til að ná í John. Þau rétt sleppa óslösuð. Á leið suður segir Tortímandinn Þeim frá Miles Dyson (Joe Morton) sem ber ábirgð á að Skynet, sem er forritið sem tekur yfir öllu, verði svo háþróað. Sarah fer að drepa hann en John og Tortímandinn koma og stöðva hana. Tortímandinn sýnir Dyson hvað hann og segir honum hvað mun gerast. Saman fara þau fjögur í skynet og ætla að eyðileggja öll gögn sem eru kominn um gerð forritsins og fleira. Þeim tekst það en það kemur mikið lögreglulið sem á að ná þeim en þau komast öll í burtu nema Dyson sem deyr. T-1000 er á svæðinu og fer að elta þau á þyrlu. Eltingaleikurinn endar í stál framleiðslustað en þar ná þau að drepa T-1000 og Tortímandinn lætur þau drepa sig svo að það sé ekki nein ummerki um véarnar. Þarna vona þau að þau hafi komið í veg fyrir Dómsdaginn.

Þessi mynd er ekkert síðri fyrstu myndinni og ef eitthvað er þá er hún betri. Í Terminator 2: Judgment Day er tölvutækni í tæknibrellum að koma fyrst fram á þann hátt að það sé að miklu leiti raunverulegt. Það er svolítið verið að reyna að nota það sem mest og fer T-1000 vel með það. Þegar hann skiptir um útlit til að líta út eins og einhver annar eða þegar hann fletur sig út gerir sig að gólfi. Þetta er allt mjög flott og má segja að þarna hafi ný viðmið verið sett í tölvutækni. Það er einnig mög flott þegar T-1000 breytir höndum sínum í hnífa eða eitthvað álíka.
Eitt af flottari atriðum myndarinnar gerist í stálverksmiðjunni. Það er þegar fljótandi Nitur flýtur yfir allt og þar á meðal T-1000 og hann hægt og rólega frýs. Með hverju skrefi sem hann tekur brýtur hann af sér fæturna og loks eina höndina. Þar sem hann er málmur þá frýs hann eins og annar málmur. Því næst kemur Tortímandinn og skítur hann í mörg þúsund bita eftir að hafa sagt hina háflegnu línu "hasta la vista, baby". Það sem kemur á eftir er einnig mjög töff en það er þegar bitarnir sem eru frosnir bráðna og koma saman aftur til að mynda heilan T-1000 aftur. Einnig Hefur mér alltaf fundist atriðið þegar þau drepa T-1000 vera eitt af flottari atriðum myndarinnar. Það er þegar honum er hent í fljótandi málminn og tekur á sig mynd allra þeirra sem hann hefur tekið á sér mynd áður. Satt best að segja þá eru öll atriðin þar sem T-1000 kemur fram mjög flott sérstaklega þar sem hann og Tortímandinn eru að berjast.

Eins og fyrri myndin þá er að mínu mati handritið mjög gott. Til dæmis þá á maður að halda að Tortímandinn sé vondi kallinn og það er allt látið líta þannig út. Þar er verið að spila með fyrri reynslu okkar á honum og tekst það mjög vel. Það er ekki fyrr en þegar Tortímandinn T-1000 og John Connor hittast allir saman í fyrsta skipti sem það kemur í rauninni í ljós að Tortímandinn er í raun góði kallinn. Þó að ég haldi að það hafi ekki verið neitt leyndarmál þegar myndin kom út að hann væri góði kallinn. Ég held að það hafi verið nokkuð alvitað. En ef maður veit ekki neitt um þessar myndir og horfir á þær tvær saman í röð þá er þetta frekar vel skrifað saman.

Mér finnst þessi mynd frábær og hef séð hana oftar en einu sinni og mun án efa sjá hana aftur. Ég mæli vel með henni fyrir alla þá sem hafa ekki séð hana og þeir sem hafa séð hana eiga að horfa á hana aftur. Hún fær 8,5 á IMDB.com og er í 62. sæti yfir bestu myndirnar þar.

Hér er trailerinn fyrir myndina og nokkrar aðrar klippur sem mér fannst töff.

Trailer


Bar atriðið


Hasta la vista

Terminator 3: Rise of the Machines


Ég horfði þriðju myndina í Terminator seríunni sem kallast Terminator 3: Rise of the Machines. Í þessari mynd er það aðeins Arnold Schwarzenegger sem hefur reynslu af því að leika í Terminator mynd og er restin af aðalleikurunum ferskir en það eru Nick Stahl, Claire Danes og Kristanna Loken. Þessari mynd leikstýrði Jonathan Mostow ólíkt fyrri myndum en James Cameron hafði leikstýrt þeim báðum. Jonathan Mostow hefur ekki leikstýrt mörgum myndum ein þeirra er U-571 frá árinu 2000.

Myndin fjallar um tilraun vélmennisins T-X (Kristanna Loken) að drepa John Connor (Nick Stahl) og Kate Brewster (Claire Danes) en Tortímandinn (Arnold Schwarzenegger) kemur þeim til hjálpar. þau reina að koma í veg fyrir að Skynet nái að koma sér á fót. T-X kemur til fortíðar til að drepa hershöfðingja John Connor úr framtíðinni því vélarnar gátu ekki gert sér til um hvar John var staðsettur í heiminum. Hann hafði gjörsamlega aftengt sig umheiminum og notar ekki síma eða kort. Kate er ein af Hershöfðingjunum en hún er einnig framtíðar eiginkona John. John og Kate hittast fyrir tilviljun sama dag og T-X ætlar að drepa Kate. þau rétt sleppa en Tortímandinn kemur og nær að bjarga þeim. T-X er miklu háþróaðri en aðrir Tortímendur sem hafa komið áður. Hún er með háþróuð vopn í höndunum á sér og getur hakkað sig inní tölvukerfi bíla og annarra tækja og látið þau gera það sem hún vil. Hún getur einnig tekið á sig mynd hvaða manneskju sem hún kemur í snertingu við. John, Kate og Tortímandinn ákveða að fara og reyna að stöðva uppkomu Skynet. En Pabbi Kate er hershöfðingi sem stjórnar Skynet. Þeim tekst ekki að stöðva dómsdag og Skynet er sett á fót. Það var víst ekki hægt að stöðva dómsdag aðeins fresta honum.

Þessi mynd er án efa sú lakasta í seríunni og nær ekki tánum þar sem hinar myndirnar hafa hælanna. Ég tel að það sé vegna þess að þessi mynd hefur ekki James cameron en hann var bæði leikstjóri og handritshöfundur af fyrri tveimur myndunum. I þessari mynd er hinsvegar komin annar leikstjóri og aðrir handritshöfundar. Þeir menn sem tóku við af James eru greinilega ekki jafn hæfileikaríkir og hann.
Eins og í fyrri Terminator myndum er mikið um tæknibrellur. Mér fannst T-X mjög töff persóna og hafði marga skemmtilega fídusa. Mér fannst sammt mörg af atriðunum sem voru sett í myndina aðeins vera sett þar til þess að sína hversu góðir þeir voru að nota tæknibrellur. Þetta er að sjálfsögðu líka málið í Terminator 2 en þar eru þeir að uppgötva nýja tækni. Í þessari mynd er ekkert sem maður hefur ekki séð í einhverri annarri mynd. Ég verð sammt sem áður að segja að það er nú sammt alltaf gaman að sjá Arnold Schwarzenegger í hlutverki Tortímandans. Það voru mörg flott atriði í þessari mynd en að mínu mati var ekkert eitt sem stóð algerlega uppúr sem það besta. Nema kannski þegar T-X er föst við rafalinn og "húðin" á henni fer að leka af það var nokkuð flott. En fyrir utan það þá var þessi mynd ekki með marga hápunkta. Ekki eins og fyrri myndirnar. Eitt finnst mér þó skemmtilegt það er að Dr. Peter Silberman sem er leikinn af Earl Boen skuli hafa verið í öllum þrem myndunum.

Eins og ég sagði áðan þá er þessi mynd ekki nærrum því eins vel skrifuð og þær fyrri. Það er ekkert sem á að koma manni á óvart og ekkert svona hasta la vista atriði eins og í fyrri myndinni. Myndin endar líka þannig að það er verið að bjóða uppá framhald. Það er nánast sagt að það verði ein mynd í viðbót. Að mínu mati þá var það ekki svoleiðis í myndunum á undan. Þegar þær voru búnar þá fannst manni ekkert þurfa framhald til þess að skýra málin betur. En þessi mynd bara öskrar á framhald. Enda er eitt á leiðinni það er Terminator Salvation þar sem Christian Bale fer með hlutverk John Connor. Ég er að vona að sú mynd setji nýtt bragð á myndirnar í anda þeirra gömlu. Ég persónulega hlakka mikið til að sjá hana.

Þessi mynd var allt í lagi ekkert meistaraverk. Hún er ágætis skemmtun en ekkert meira en það. Ég mæli ekkert sérstaklega með henni en eins og ég sagði þá er þetta ágætis skemmtun. myndin fær 6,7 á IMDB.com og nær ekki inna topp 250 myndirnar eins og hinar tvær. Ég vona bara að nýja myndin rífi upp fyrrum metnað fyrri myndanna.

Hér er trailerinn fyrir myndina og eitt atriði úr henni

Trailer


hér sést arnold og T-X berjast

fimmtudagur, 26. febrúar 2009

Bangkok Dangerus





Þessi mynd fjallar um leigumorðingja að nafni Joe(Nicolas Cage), ég veit frekar sleeze, sem fer til Bangkok í mánuð til þess að drepa fjóra manns. Þetta á að vera síðasta verkið hans og svo ætlar hann að hætta í þessum bransa og fara í frí eitthvert langt í burtu með allan peninginn sinn. Joe finnur sér alltaf aðstoðar mann í hverju verkefni svo þegar hann er búinn að myrða þá sem hann þarf að myrða drepur hann aðstoðarmanninn en lætur það líta út sem að hann hafi tekið of stóran skammt af heróíni. Joe þarf nefnilega að losa sig við öll tengsl við firra verkefni. Hann gerir það sama í Bangkok hann finnur sér ungan mann sem honum finnst fórnarlegur. Það er að honum verði ekki saknað þegar Joe drepur hann undir lokinn. Joe fær aðstoðarmanninn sinn Kong (Shahkrit Yamnarm) að sækja öll gögn frá vinnuveitanda sínum. Í fyrsta morðinu slasar hann sig og fer á apótek. Þar kynnist hann ungri konu, Fon (Charlie Yeung), sem er heyrnalaus. Hann verður yfir sig ástfangin af henni. Joe fer að tengjast Kong sterkum böndum því honum finnst hann sjá sig í honum. Hann þjálfar hann í sjálfsvörn og hinum ýmsu listum sem tengjast starfi hans. Joe þarf að drepa tvo menn sem ráðast á hann á meðan hann er á stefnumóti með Fon eftir það vil hún ekki hitta hann. Eftir það fer allt að ganga á aftur fótunum Kong og kærustu hans er rænt af vinnuveitanda Joe sem vil sjá að Joe deyi. það voru hinsvegar stór mistök því Joe kemur og drepur þá alla og bjargar þannig Kong.

Þessi Mynd var mjög fyrirsjáanleg og klisjukennd. Maður gat nánast alltaf sagt hvað kæmi næst og það kom manni ekkert á óvart í þessari mynd nema kannski endirinn en hann var samt ekkert mjög frumlegur.
Það eru nokkur atriði sem eru ekki alveg í samræmi við það að hann eigi að vera þessi svakalega reyndi leigumorðingi sem hann er settur út að vera. Til dæmis er eitt atriði þar sem hann er með sniper riffil að gera sig tilbúin að skjóta mjög frægan mann sem var með mikla öryggisgæslu. Hann var með hálft hlaupið út um gluggann en vanur skot maður er yfirleitt með riffilinn 1-2 metra fyrir innan gluggann til þess að vera öruggur á því að sjást ekki.
Myndin var vel skotin og frekar hröð. Hún var samt mjög kjánaleg og mér finnst Joe ekki vera mikið leigumorðingja nafn.

Þessi mynd er endurgerð af samnefndri mynd frá árinu 1999 en hún er frá Tælandi. í þeirri útgáfu er það Jo leigumorðinginn sem er heyrnalaus og verður ástfangin af stúlku sem heyrir. Samkvæmt spjallþráðum á netinu á sú fyrri að vera miklu betri og það kemur mér ekkert á óvart. Ég skoðaði trailerin fyrir þá mynd og hún virðist mjög svipuð Hollywood gerðinni sem þýðir að þeir hafa ekki breitt miklu. Þá spyr ég af hverju að gera endurgerð? Ég hef persónulega aldrei skilið endurgerðir og vil helst að séu ekki gerðar. Nýjasta endurgerðin sem ég veit um er Friday the 13th og ég ætla ekki að sjá hana allavegana ekki í bíó ég mun ekki gefa þessum mönnum minn pening. Sú mynd er í raun endurgerð á fyrstu þrem myndunum en mér finnst þetta alger sóun.

Nicolas Cage leikur aðalhlutverkið í þessari mynd og verð ég að segja að kvikmyndaferill hans er á hraðri niðurleið ef hann ætlar að leika í fleiri myndum á borð við þessa. Myndir eins og Next og Ghost Rider eru engin meistara verk og klárlega alger lægð hjá leikaranum. Hann lék nú samt í National Treasure: Book of Secrets sem var ágætis skemmtun þrátt fyrir það að manni fannst maður vera að horfa á fyrstu myndina aftur aðeins með öðrum hlut sem hann þurfti að ná í. Aftur ekki mjög frumlegt. Ég vil fá að sjá hann aftur í myndum eins og Face-off og Lord Of War. Samkvæmt IMDB.com þá hefur hann mikið á sinni könnu og er með 10 myndir í bígerð. Maður þarf bara að vona að einhver af þeim komi honum aftur á rétta braut.

Þessi mynd var ágætis skemmtun en ef ég hefði borgað mig inná hana í bíó hefði ég orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hún er eins og ég sagði áðan mjög fyrirsjáanleg og ekki frumleg og þegar leið á myndina fór maður að missa áhugann. Samt sem áður þá var hún svo sem allt í lagi. Ég mæli ekkert sérstaklega með henni.

hér er svo trailerinn fyrir myndina.


PS Hvað er mállið með nafnið á myndinni, Bangkok Dangerus, hljómar eins og léleg klámmynd.

Notorious


Þetta er mynd með Cary Grant og Ingrid Bergman í aðalhlutverki. Þetta er ástar mynd í hæsta gæðaflokki.
Myndin er um Alicia Huberman(Ingrid Bergman sem er dóttir nasista sem hefur verið kærður fyrir svik gegn bandaríkjunum. T. R. Devilin fær hana í lið með sér til að koma sér fyrir í hóp Þjóðverja sem hafa komið sér upp bækistöðvum í Brasilíu eftir seinni heimsstyrjöldina. Alicia og Devilin verða ástfangin sem er ekki gott fyrir Devilin því hann þarf að setja starfið fram fyrir ástina. Hann biður Alicia að tæla Alexander Sebastian (Claude Rains) sem þekkir Alicia frá því að hann og pabbi hennar voru að vinna saman. Þetta finnst Alicia vera starf sem hentar henni ekki og spyr Devilin hvað hún á að gera en hann er svo kaldur við hana að hún ákveður að slá á þetta og gera starfið. Alicia hittir Alex og verða þau fljótt meira en vinir. Hún kemst að ýmislegu um starfsemi Þjóðverjanna. Alex er yfirsig ástfangin af Alicia og biður hana um að giftast sér eftir svolítinn umhugsunar tíma svarar hún játandi til að klekkja á Devilin. Einnig til að komast nær starfssemi þjóðveganna. Alex kemst að því hver hún er og ákveður með hjálp móður sinnar að eitra fyrir henni svo ekki komist upp um það að hann hafi gifst njósnara. Þetta gengur allt eins og í sögu hjá honum þangað til að Devilin kemur og bjargar Alicia og skilur Alex eftir hjá Þýsku vinunum sínum sem finnst mjög svo grunsamlegt að hann hafi ekki farið með.

Það er sagt að Alfred Hitchcock, sem einmitt leikstýrði Notorious, hafi fundist leikarar nánast óþarfir og ef hann mætti ráða væru þeir eins og nautgripir gerðu allt sem hann sagði og hefðu engan sjálfstæðan vilja. Þessu er ég algerlega ósammála því ég held að ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Ingrid Bergman og Cary Grant þá væri Notorious ekki sú mynd sem hún er í dag.
Ég verð að segja að mér fannst Ingrid Bergman leika einstaklega vel einnig fannst mér að í þessari mynd hafi verið látið leikarana tjá sig meira með tilfinningum sínum frekar en með orðum. Það sést til dæmis algerlega á svipbrigðum Alicia að hún vilji ekki giftast Alex og sú innri barátta sem fer fram er gífurleg. Þessi atriði eru voðalega lítið sagt með orðum heldur er látið leikarana tjá það með andlits hreyfingum og stórkostlegum leik.

Myndatakan í þessari mynd var algerlega óaðfinnanleg og má Hitchcock eiga það að hugsa hvert smáatrið í þaular borgar sig greinilega. Það hafa alveg örugglega ekki allir leikstjórar þennan eiginleika og þolinmæði en það er eitthvað sem hver og einn ætti að taka sér til fyrirmyndar.

Þetta var æðisleg mynd og mæli ég eindregið með henni fyrir alla kvikmynda unnendur. hún er í 114 sæti á IMDB.com með 8,3 í einkunn sem má teljast nokkuð gott.

Hér er svo trailerinn fyrir myndina.



Mér finnst þetta einn skondnasti trailer sem ég hef séð.