laugardagur, 31. janúar 2009

Taken - Spoiler


Taken er spennumynd sem Pierre Morel leikstýrir. Hún fjallar um mann, sem er fyrrum njósnari, fer að leita af dóttur sinni eftir að henni var rænt í París. Liam Neeson fer á kostum með aðalhlutnverk myndarinnar.


Myndin byrjar á að sýna frá fjölskyldulífi Bryan Mills. Fyrrverandi eiginkona hans hafði farið frá honum með 16 ára stelpuna þeirra vegna þess að hann hafði ekki gert mikið sem fjölskyldufaðir þegar hann starfaði sem njósnari. Hann var að reyna að bæta upp fyrir mistök sín, hætti í vinnunni og reyndi að eyða sem mestum tíma með dóttur sinni, Kim , eins og móðir hennar leyfði.

Bryan fer eitt kvöld að hjálpa félögum sínum úr CSI við gæslu. Þeir eru að gæta heimsfrægrar söngkonu þegar hún er flutt frá hótelinu í tónleikahöll þar sem hún var að fara að halda tónleika. Í búningsherberginu fyrir tónleikanna spyr Bryan söngkonuna hvert hann ætti að leita fyrir söngkennslu fyrir dóttir sína. Að tónleikum loknum er ráðist á söngkonuna. Bryan kemur henni til bjargar með miklum hetjudáðum. Hún þakkar honum fyrir persónulega og lætur hann fá nafnspjaldið sitt ef hann þyrfti að leita til hennar um söngkennsluna. Bryan er alltaf að leita leiða til að heilla dóttur sína og ná henni til baka. Hann gefur henni flottar græjur í afmælisgjöf en fyrrum eiginkona hans gefur henni hest til að toppa allt saman.


Eitt daginn bað dóttir hans um leyfi hvort hún mætti fara til Parísar með vinkonu sinni, Amanda, og fjölskyldu hennar til að skoða listasöfn. Fjölskylda vinkonunnar átti íbúð í París sem þau áttu að dvelja í. Eftir mikla umhugsun skrifaði hann undir leyfið og leyfði henni að fara með ákveðnum skilyrðum. Daginn sem þær áttu að fara komst hann að því að þær ætluðu að ferðast um Evrópu og elta U2. Hann var ekki mj0g sáttur við þetta, hafði miklar áhyggjur af henni, en móðir hennar sannfærði hann um að hún væri ung, vildi leika sér og allt myndi ganga vel. Hún fór í loftið með því skilyrði að hringja strax í hann við lendingu, með símanum sem hann gaf henni áður en hún fór.

Stelpurnar skemmtu sér konunglega í fluginu. Lentu í París og fóru strax í leigubílaröðina fyrir utan flugvöllinn. Þær komust á tal við franskan strák í röðinni og þær ákváðu að deila leigubíl með honum inn í miðborg París. Þegar þær komu að íbúðinni kvöddu þær strákinn, sem hafði boðið þeim í partý sama kvöld, og fóru upp í íbúðina. Þar komst Kim að því að foreldrar vinkonunnar voru ekki á staðnum og þær voru einar. Hún hafði auðvitað gleymt að hringja í pabba sinn við lendingu, og hann beið heima mjög áhyggjufullur. Stelpurnar hækkuðu í tónlistinni og nutu þess að vera einar og dönsuðu um íbúðina. Á meðan hringdi síminn í veskinu, Bryan var að reyna að ná í dóttur sína.

Kim fór á klósettið og tók símann með sér til þess að hringja í pabba sinn. Hún labbaði í hinn enda íbúðarinnar og hringdi í hann. Í þann mund var hún að horfa á vinkonu sína hinum megin. Akkúrat þá komu svartklæddir ræningjar og tóku vinkonuna. Þá hafði strákurinn í leigubílnum verið að vinna fyrir þá og sagði þeim frá stelpunum tveimur sem voru einar á ferð í þessari stórborg. Kim sagði pabba sínum allt saman. Hann ráðlagði henni að fela sig undir rúmi þangað til að þeir myndu finna hana. Þegar þeir myndu taka hana átti hún að skilja símann eftir undir rúminu og öskra allar lýsingar á ræningjunum sem hún tók eftir. Einn ræningjanna tók upp símann og Bryan sagði honum með skýrum skilaboðum hversu mikið þeir myndu sjá eftir því að ræna þessari stúlku því hann ætlaði að leita þá uppi. Ræninginn svaraði með orðunum; „good luck “. Henni var rænt og Bryan var eftir í losti heima hjá sér með fáeinar upplýsingar um útlit ræningjanna og öskur litu stúlkunnar sinnar.

Bryan fór rakleiðis á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og nýja manninum hennar og tilkynnti henni hvað hafði gerst. Nýi eiginmaðurinn pantaði strax flugmiða til Parísar því Bryan var ákveðinn að finna dóttir sína með þeirri tækni og þekkingu sem hann kunni frá spæjaranum.

Í París hafði hann samband við Jean-Claude, fyrrverandi njósnara fyrir frönsku leyniþjónustuna en nú vinnur hann við skrifstofu störf. Síðan fór hann í íbúðina sem stelpurnar voru í. Hann fann símann sem dóttir hans faldi undir rúminu og sá hvað hafði gert með öllum rústunum sem ræningjarnir höfðu skilið eftir sig. Hann fann nokkrar myndir á símkortinu af stelpunum í fluginu og fyrir utan flugvöllinn. Þar sá hann spegilmynd af stráknum úr leigubílnum, því hann hafði tekið mynd af þeim saman í leigubílaröðinni. Hann leitaði strákinn uppi á flugvellinum. Hann vildi ekkert segja og flúði. Það var þvílíkur eltingaleikur þeirra á milli og strákurinn endaði látinn á stórri umferðagötu.

Á upptökunni sem hann tók við rán dótturunnar heyrði hann 3 menn tala saman á erlendu tungumáli. Með hjálp vinar síns úr spæjaranum greindi hann hvaða tungumál þeir voru að tala og hvað þeir voru að segja. Með þessum upplýsingum fann hann út að þetta voru innflytjendur sem sáu um að selja ungar stúlkur sem hórur í Frakklandi.Hann hafði aðeins 94 klukkustundir til að bjarga dóttur sinni. Bryan fór á aðal götuna sem hórurnar héldu sér á kvöldin. Hann var með túlk með sér, sem vissi ekki hvað sitt erindi var að vera þarna. Bryan tók eftir að við enda götunnar var bíll þar sem menn voru í að gæta stúlknanna. Hann fór út úr bílnum og komst á tal við eina unga stúlku sem var að sinna starfinu sínu. Hann espaði hana aðeins upp, gerði hana pirraða og einn mannanna úr bílnum kom og varaði hann við hvað hann væri að gera. Bryan kom fyrir hlerunarbúnaði í vasa mannsins. Með hjálp túlksins komst hann að því að þeir voru með hóruhús í litlum gámi á vinnusvæði þarna í borginni.

Bryan fór þangað, beið í röð ásamt ótal mönnum og borgaði sig inn. Í gámnum voru básar sem voru aflokaðir með efnisbútum og þar voru stelpurnar uppdópaðar meðan mennirnir gerðu það sem þeir vildu gera. Bryan leit í alla básanna og kom ekki auga á Kim. Nema hann kom auga á gallajakka stelpunnar sinnar hjá annarri stelpu. Hann tók stelpuna með sig og flúði á bílnum. Svaka bílaeltingaleikur hófst en hann komst heill á húfu burt með stelpuna með sér. Hann fékk sér hótelherbergi og setti upp búnað til að ná öllum eiturlyfjunum úr blóði stelpunnar sem svaf í rúminu.

Þegar stelpan vaknaði sagði hún Bryan að hann hafi hitt dóttir hans. Kim hafði gefið sér jakkann því henni var svo kalt. Hún vissi samt ekkert hvað hafði orðið um hana. Stelpan var Bryan svo þakklát því þetta var hræðileg upplifun. Hún segir honum hvert ræningjarnir höfðu tekið sig í upphafi. Bryan fór þangað og fann mannræningjana. Hann komst inn í húsið með því að fara í dulargerfi Jean-Claude. Hann komst að því hver þeirra hafði sagt „good luck“ í símann því hann hafði skrifað það á blað með móðurmáli þeirra og bað þá um að þýða þessa setningu fyrir sig. Sá sem sagði þetta hét Marco. Hann fór inní öll herbergin í húsinu að leita að Kim en fann hana ekki. Hann kom samt auga á Amanda þar sem hún var handjárnuð við rúm. Hún var hinsvegar látin af völdum of stórs heroín skammts. Hann drap alla mannræningjana nema Marco og píndi hann að segja sér hvað hafði orðið um Kim. Hún hafði verið selt til manns að nafni Saint Clair (Olivier Rabourdin).

Bryan fer í heimsókn til Jean-Claude því honum grunar að hann sé í tengslum við mannræningjana. Jean er brjálað út í Bryan fyrir það sem hann hefur gert í París, öll lætin sem hann hefur ollið. Jean beinir byssu að Bryan þegar hann er sakaður um að hafa komið nálægt þessu máli. Bryan hafði þá nú þegar tæmt byssuna g hann skítur í handlegg eiginkonu Jean til að ögra honum. Þá fattar Bryan tengslin milli Saint Clair og Jean.

Bryan fer til Saint Clair þar sem hann er að halda stórt koktail boð. Hann fer þangað sem “Lögreglumaður” í dulargerfi. Í kjallaranum á byggingunni er verið að selja ungar stúlkur til hórdóms. Þar eru básar utanum salinn þar sem bjóðendur sitja í klefunum og bjóða í stúlkurnar. Einni af einni koma þær fram. Enginn sér hver er í hverjum bás. Bryan fer í dulargerfi þjóns og fer inn í einn klefann og þjónar manni kampavín. Þá er tilkynnt að síðasta stelpan í uppboðinu er næst á dagskrá. Hún er sögð vera verðmætust því hún er hrein mey. Á stjá kemur Kim, dóttir Bryan, í efnislitlum nærfötum. Bryan beinir byssu að bjóðandanum sem hann var að þjóna og biður hann um að bjóða hæst í hana. Það gengur eftir en þegar hann fer á ganginn til að sækja Kim þá koma menn Saint Clair og taka Bryan. Saint Clair skipar þeim að drepa Bryan. Bryan berst við þá og sleppur laus. Hann finnur Saint Clair, sem segir honum að dóttir hans var seld til Ararba sem er milljarðamæringur, áður en hann drepur hann. Hann sér bílinn sem Kim er flutt í og eltir hana. Hún er keyrð í bát sem fer í gegnum Parísborg. Báturinn var í eigu Arabans. Bryan stekkur fram af brú í bátinn og berst við gæslumennina. Í lokinn drepur hann hórueigandann. Hann tekur utanum Kim, sem er uppdópuð af lyfjun. Hún er yfirsig feigin yfir að hafa verið bjargað, hún hafði misst alla von.

Bryan tekur dóttir sína aftur heim og hún lofar honum að gera aldrei neitt þessu líkt aftur. Eiginkona hans er honum afar þakklát og fyrirgefur honum það sem hann hafði gert í fortíðinni. Bryan fer með dóttir sína í lok myndarinnar til söngkonunnar í söngkennslu. Hún var yfirsig ánægð. Hann var búin að öðlast traust þeirra mæðgna aftur.

Myndin var ofboðslega spennandi.Það var samt frekar óraunhæft hvað hann kom vel út úr öllum slagsmálunum sem hann lenti í. Það kom aldrei skráma á hann en hann var samt sem áður pínu haltur í lokin, sem gaf til kynna að hann var ekki súpermann. Myndin hafði góðan söguþráð og lék Liam Neeson mjög vel.

Hér er trailer myndarinnar:

föstudagur, 30. janúar 2009

Role Models - Spoiler




Danny Donahue (Paul Rudd) og Wheeler (Seann William Scott) starfa saman í fyrirtæki, Minitor, sem fer milli framhaldsskóla í Bandaríkjunum og tala við unglinga um eiturlyf, til að hindra notkun þeirra og drekka frekar orkudrykkinn Minitor.. Danny á kærustu til 7 ára sem starfar sem lögfræðingur. Danny er búin að vinna hjá fyrirtækinu í 10 ár og er komin með hundleið. Honum finnst þetta ekki hvetjandi vinna þar sem meðalaldur starfsmanna er 22 og hann er sjálfur orðinn 30. Hann vill gera eitthvað hvetjandi. Kærasta hans, Beth (Elizabeth Banks) er komin með hundleið á tautinu og neikvæðninni í honum. Hún segir honum upp þegar hann biður hana um að giftast sér.

Danny verður ofboðslega sár. Hann á eftir að fara í einn skóla í viðbót eftir þetta atvik. Í stað þess að rakka niður fíkniefni eins og hann á að gera þá segir hann hvað þau eru góð og strunsar svo út af sviðinu. Hann kemur út úr skólanum og það er verið að fjarlægja vinnubílinn, sem er pikkupp sem er búið að gera nautslegan. því hann var lagður ólöglega. Hann sturlast. Hann fer upp í bílinn ásamt Wheeler og gefur í. Hann dregur dráttarbílinn á eftir sér með miklum erfiðum þar til keðjan gefur sig og hann endar með að keyra yfir lögregluþjón og uppá stóra styttu fyrir utan bygginguna.

Þeir vinirnir eru kærðir fyrir verknaðinn. Fyrrverandi kærasta Danny hjálpar þeim við lögfræðihlið málsins. Henni tekst að semja við dómarann að þeir klári 150 klukkustunda samfélagsþjónustu hver. Samfélagsþjónustan felst í því að passa barn og vera þeirra ímynd í lífinu, þaðan kemur nafn myndarinnar; Role Models. Danny er paraður með unglingsdreng, Augie, sem er algjör lúði. Hann lifir fyrir ímyndunar-ævintýra leiki og berst við saklausa loftið sjálf með sverðum. Hann er klæddur í skikkju hvern einasta dag. Wheeler er paraður með ungum svörtum dreng, Ronnie, sem blótar ótrúlega mikið, eins og hann fái borgað fyrir það. Vinunum lýst ekkert á blikuna fyrst. Danny vill mun heldur dvelja í 30 daga í fangelsi. Wheeler sannfæri vin sinn að samfélagsþjónustan sé mun betri kostur og þeir ætla að takast á við þetta verkefni í samaneiningu.

Danny sækir Augie (Christopher Mintz-Plasse) heim til hans. Hann kemst í kynni við mömmu hans og kærasta hennar. Þau tvö hafa enga trú á Augie sjálfum og biðja Danny um að fá þessa ævintýra vitleysu úr hausnum á honum.

Fyrsta daginn þeirra saman fóru þeir á ákveðið svæði þar sem fólk, sem hefur áhuga á þessum ævintýraleikjum, hittist. Þau eru öll í sínum búningum, tala fornt mál og skiptast í hópa eftir frá hvaða „löndum“ þeir koma frá. Allir eru með vopn og með sín merki eftir því frá hvaða löndum þeir eru. Allt í einu krjúpa allir í kringum Danny. Augie öskrar á Danny og skipar honum að krjúpa fyrir kónginum. Kóngurinn var asískur maður með kórónu og fylgdarliðið í kringum sig. Danny hristir hausinn yfir þessari vitleysu og fær illt augnaráð frá kónginum sjálfum. Allir í leiknum eru að undirbúa sig fyrir bardaga sem átti að vera næsta laugardag.

Ronnie litla (Bobb'e J. Thompson) líkar ekki vel við Wheeler. Hann dissar eins mikið og hann getur, segir honum hreint og beint hversu ömurlegur hann er. Wheeler tekur hann með sér heim þar sem Ronnie kemur auga á kúluspilakassa sem er skreyttur eftir hljómsveitinni KISS. Wheeler kynnir honum fyrir hljómsveitinni KISS og Ronnie heillast af vitund hans. Hann heillast einnig af vitund hans um brjóst og skvízur. Þeim kemur vel saman eftir það.

Samfélagsþjónustan ákvað að fara saman í útileigu. Hún endar ekki mjög vel. Wheeler tælir eina konuna með sér í tjaldið, overdozar af svefntöflum og endar með að rotast nakinn úti ekki langt frá varðeldinum sjálfum. Danny og Augie tengjast betur og vita báðir að þeir vilja hvorugur vera þarna. Þeir ákveða að gera það besta úr þessu. Augie býr til búning fyrir Danny fyrir slaginn á laugardeginum.

Slagurinn hefst tímalega með miklum látum og Danny reynir að styðja Augie og berst með honum, án nokkurs áhuga. Augie kemur auga á kónginn og ætlunarverk hans er að drepa hann. Þeir tveir slást um líf og dauða bakvið stein og enginn er vitni af atburðinum. Augie vill meina að hann hafi drepið kónginn. Kóngurinn heldur samt annað. Allir hópast í kringum þá tvo til að fylgjast með látunum. Danny tekur orð Augie og segir að hann hafi drepið kónginn, Augie reynir að stoppa hann og segir að þetta skipti engu máli.. Danny endar með að ráðast á kónginn. Kóngurinn tekur þá völdin og rekur Augie úr þessum leik, ásamt Danny auðvitað. Hann verður mjög sár, brjálast út í Danny. Þegar þetta átti sér stað átti Danny aðeins 12 klst eftir af samfélagsþjónustunn, foreldrar Augie og forstjóri samfélagsþjónustunnar neitar að skrifa undir fyrir þessa tíma. . Það sama gerist fyrir Wheeler. Hann fer í partý, tekur Ronnie með sér. Ronnie er að spila tölvuleik á móti einum partýgestanna. Wheeler ákveður að skreppa eldsnökkt á klósettið. Hann er tældur inní herbergi af stelpu og auðvitað getur hann ekki neitað eftirspurn hennar. Þegar hann snýr til bara af „klósettinu“ er Ronnie horfinn. Hann hafði farið heim og auðvitað neitaði móðir hans að skrifa undir tímanna hans þegar frétti hvar barnið sitt hafði verið.

Beth hjálpar vinunum sem áttu að mæta undir dóm örfáum dögum eftir að þetta gerðist. Þeir eru báðir með þvílíkt samviskubit útaf því sem gerðist með Augie og Ronnie, Danny kemur þá með hugmynd. Hann fer að hitta konung ævintýraheimsins og biður hann fyrirgefningar. Konungurinn fyrirgefur honum og leyfir Augie að snúa aftur. Danny fer heim til hans og hjálpar Augie við undirbúninginn fyrir næsta slag. Augie er þá tilkynnt af vinum sínum að það er búið að henda honum úr liðinu. Augie, Danny, Ronnie og Wheeler stofna þá annað lið og fá hugmyndina af ímynd sinni frá KISS. Þeir mæta sterkir til leiks, en á sama tíma áttu Danny og Wheeler að vera í dómshúsinu. Beth mætir á staðinn ásamt foreldrum Ronnie og Augie. Einnig var forstöðumaður samfélagsþjónustunnar þarna. Þau öll urðu vitni af svakalegum bardaga, þar sem Augie tókst að sigra kónginn hetjulega. Eftir sigurinn og mikill fögnuð birtast stelpa, handan trjána, og drap Augie. Hún sigraði þá leikinn. En Augie var alveg sama þar sem hann var ofsalega skotinn í þessari stelpu. Beth tók eftir persónubreytingum Danny, og honum tókst að vinna hjarta hennar aftur.

Myndin var drepfyndin! Hún var fyndin í gegnum alla myndina og sumir brandararnir voru rosalegir! Þegar ég sá trailerinn hélt ég kannski að allir brandararnir höfðu birst þar, en svo var ekki. Þetta var sígild vitleysu mynd sem maður getur horft á aftur og aftur. Ég mæli með henni.

Trailer.

fimmtudagur, 29. janúar 2009

Changeling - Spoiler


Changelin fjallar um þegar sonur einstæðrar móður hverfur. Hún tilkynnir hvarfið til lögreglunar og hún hefur leit að syni konunnar. Þegar sonur kemst upp í leitirnar og snýr aftur heim þá vill móðirin meina að þetta sé ekki sonur hennar.

Clint Eastwood leikstýrir myndinni og Angelina Jolie fer með aðalhlutverkið sem móðir drengsins, Christine Collins. Myndin byggist á sannri sögu og gerist á tímabilinu 1928-1933 í Bandaríkjunum. Christine er „superviser“ á stóru skiptiborði í Los angeles . Hún stendur sig vel í vinnunni. Einn laugardaginn sem hún fékk frí með syni sínum planar hún bíóferð en er kölluð í vinnu vegna veikinda samstarfsaðila síns. Hún mætir í vinnunni og lofar syni sínum,sem átti að vera einn heima þennan dag, að koma heim seinni partinn. Í vinnunni gengur allt vel fyrir sig og yfirmaðurinn hennar vill gefa henni hærri stöðu í fyrirtækinu. Hún er hæst ánægð og snýr aftur heim með strætó. Þegar hún kemur heim finnur hún hvergi son sinn Walter (Gattlin Griffith). Hún hringir í lögregluna til að tilkynna hvarfið en hennar var tilkynnt að ekki er hægt að tilkynna hvarf fyrr en barnið er búið að vera týnt í 24klst. Hún fer að leita af honum í hverfinu en finnur hann hvergi. 24 klst síðar kemur lögreglan og tekur skýrslu. Christine er niðurbrotinn og grætur alla daga. Hún snýr aftur í vinnunna nokkrum vikum eftir hvarfið til að reyna að halda lífi sínu áfram.

Nokkrum mánuðum síðar hefur lögreglan samband við Christine að sonur hennar hafi fundist á kaffihúsi langt frá heimabæ sínum. Þar hafði hann verið skilin eftir af manni sem ætlaði að snúa aftur til að borga reikninginn, þar sem hann gleymdi veskinu sínu heima. Maðurinn kom aldrei aftur og kaffihúsa eigandinn hringdi í lögregluna til að hirða unga drenginn. Christine var yfirsig ánægð og beið eftir syni sínum á lestarstöðinni ásamt lögreglunni og ótal blaðamönnum. Lestin kom og hún hljóp til stráksins, sem hún vildi meina að væri ekki sonur hennar. Lögreglan segir við hana að henni hafi skjátlast. Hann vill meina að strákurinn hafi grennst og horast yfir þann tíma sem hann væri í burtu. Hann sannfærði hana að taka hann með sér heim og sjá um hann. Hún ákvað að taka hann með sér.

Heima tók hún eftir mörgum atriðum sem voru öðruvísi en sonur sinn. Strákurinn sem nú bjó með henni og var staðráðinn í að þetta væri móðir hans reyndist vera styttri en Walter og var umskorinn, sem Walter var ekki. Læknir var sendur heim af lögreglunni til að skoða drenginn. Hann vildi meina að strákurinn hafi styst vegna þess að hryggsúlan hafi legið illa yfir langan tíma og að hann hafi verið umskorinn á þessum tíma sem hann var týndur. Christine fór oft upp á lögreglustöðuna að talaviðlögregluna sem sá um rannsóknina á hvarfi drengsins og heimtaði að það yrði haldið áfram að leita af hinum eina rétta Walter Collins. Lögreglan taldi konuna vera orðin vitlausa.

Presturinn í hverfinu, Rev. Gustav Briegleb (John Malkovich), komst á tal við Christine og vildi hjálpa henni. Hann talaði um hvarf drengsins í predikuni í kirkjunni sinni. Hann trúði henni og var sannfærður að það væri mikil spilling innan lögreglunar. Hann vissi að það væri verið að fela eitthvað. Christine kom fram í blaðamannaviðtali og talaði um að sonur hennar væri enn týndur. Þetta olli mikillar reiði hjá lögreglunni. Þeir fundu hana og báðu hana um að hætta þessari vitleysi. Hún neitaði því og sagðist ætla ekki ætla að hætta fyrr en hún fyndi son sinn. Lögreglan sendi hana á geðdeild fyrir konur.

Þegar Christine kom á geðdeildina voru fötin tekin af henni, það var sprautað á hana vatni og leitað á henni. Hún var sett í herbergi með geðveikri konu sem var ekki ánægð með nýja herbergisfélagann sinn. Í matsalnum var boðinn fram ógeðslegur matur en kona (Dale Dickey) sem hafði verið lögð inn fyrir löngu komst á tal við hana og ráðlagði henni að borða matinn. Eina leiðin til þess að komast út var að líta sem best úr, þ.e.a.s. ekki horuð. Hún sagði líka að flestar konunnar sem væru lokaðar þarna inni höfðu verið lagðarinn vegna þess að þær höfðu mótmælt lögreglunni, þar á meðal hún sjálf. Christine talaði við yfirlæknirinn og sagði honum söguna. Hann trúði henni ekki og gaf henni bara sterkari lyf og fleiri meðferðir. Hann bað hana um að skrifa undir samning sem fólst í því að hún myndi aldrei tala um þetta aftur og þá fengi hún að fara útaf spítalanum. Hún ætlaði sko ekki að gera það.
Einhverju síðar talaði hún aftur við hann og hann bauð henni aftur að skrifa undir samningin.Hún neitaði og þá varhún send í rafmagnið, þar sem rafmagn var leitt í gegnum heilan til steikja hann algjörlega.

Presturinn skildi ekki hvað hafði orðið af Christine. Hann fór að leita að henni. Hann talaði við lögreglunni og loks komst að því að hún væri á geðsjúkrahúsinu. Hann kom Christine til bjargar rétt áður en rafmagnið fór af stað. Var með undirritað skjal að henni yrði hleypt lausri.

Stuttu síðar tókst Christine að leysa allar hina vistmennina af geðsjúkrahúsinu lausa eftir að hafa fengið besta lögfræðinginn með hjálp prestsins. Lögfræðingurinn fékk mál hennar á dómstól gegn lögreglunni. Málið var dæmt henni í hag þar sem lögreglumaðurinn sem sá um rannsóknina var vikið af störðum ásamt lögreglustjóranum. Strákurinn sem sagðist vera Walter Collins viðurkenndi að svo væri ekki, hann var sendur aftur heim til fjölskyldu sinnar.

Upp kom mál annars staðar á landinu þar sem unglingsstrákur fannst á eyðibýli og sagði sögu sína. Maður hafði rænt honum og fékk hann til að vinna fyrir sig með hótunum um að drepa hann. Maðurinn stundaði það að ræna ungum og drap þá svo á eyðibýlinu. Unglingsdrengurinn var með nagandi samviskubit yfir þessu en þetta gerði hann til þess að vera ekki drepinn sjálfur. Hann benti lögreglunni á hvar líkin voru grafin og greindi krakkana frá myndum af krökkum sem höfðu verið týndir í langan tíma. Þar á meðal mynd af Walter Collins. Morðinginn var eftirlýstur og var handtekinn á heimili systur sinnar sem lét lögregluna vita af ferðum hans.

Morðinginn var rosalega geðveikur og viðurkenndi ekki glæp sinn. Hann var dæmdur í nokkurrar mánaða fangelsi og svo dauðadóm með hengingu. Stuttu fyrir henginguna sendi hann Christine bréf og vildi fá að tala við hana um Walter. Hún mætti degi fyrir henginguna. Honum brá og átti ekki von á henni. Hann vildi þá ekkert segja viðhana, hafði skipt um skoðun. Christine öskraði á hann og reyndi að fá eitthvað upp úr honum en ekkert gekk. Hann var hengdur daginn eftir.

Christine hélt lífi sínu áfram og vann mikið. Hún var vinsæl í vinnunni og það var alltaf verið að bjóða henni í skemmtanir. Einn daginn var hringt í hana, kona sem hafði týnt syni sínum einnig á eyðibílinu. Sonur hennar var fundinn. Tekið var viðtal við hann og hann sagði að þeir höfðu verið 3-4 strákar sem höfðu flúið af eyðibýlinu. Hann mundi eftir Walter, því hann hjálpaði honum þegar þeir voru að flýja. Hann hafði nefnilega fests í girðingunni en Walter snéri til baka og losaði hann. Síðan hlupu þeir út í myrkrið í sitthvora áttina í burt frá morðingjanum. Strákurinn hafði ekki látið í sig heyra fyrr en nú því hann var hræddur við að láta vita af sér.Hann vissi ekki hvað hafði orðið um morðingjann. Hann saknaði foreldra sinna svo mikið að hann gat ekki beðið lengur og gaf sig fram. Þessi saga gaf Christine meiri von um að finna Walter. Hún var staðráðin í því að hann væri á lífi, hvort sem hann gæfi sig fram eða ekki. Hann fannst samt aldrei.

Myndin var rosalega góð. Þótt hún hafi verið heilar 141 mínúta þá var hún alls ekki leiðinleg og ekki langdregin. Held að lengd myndarinnar hafi líka hjálpað áhorfandanum að upplifa biðina sem Christine upplifði á hverjum einasta degi eftir hvarf sonar síns. Myndin er tilnefnd til 3 óskarsverðlauna, þar á meðal Angelina Jolie sem besta leikkona í aðalhlutverki.

Trailer

miðvikudagur, 21. janúar 2009

Myndir 2008

Eftirminnilegustu myndir 2008:

· The Dark Knight

o Batman mynd númer 6 í röðinni. Christian Bale fer með aðalhlutverkið og Heath Leadger fer á kostum og er talið að hinn látni verði tilhnenfdur til Óskarsverlauna þetta árið.


· Forgetting Sarah Marchall

o Grínmynd ársins að mínu mati. Sprenghlægileg flækja sem svíkur engan.


· Wanted

o Spennumynd þar sem James McAvoy, Angelina Jolie og Morgan Freeman fara með stór hlutverk.


· Iron Man

o Mynd um mann sem smíðar utan um sig búning sem gerir honum kleipt að fljúga og berjast við óvini. Robert Downey Jr. fer með aðalhlutverkið.


· 21

o Háskólafólk er þjálfað af kennara sínum til þess að spila og svindla á Black Jack leiknum í Vegas.


· Wall-E

o Yndislega skemmtileg teiknimynd sem ég hvet að allir sjái.


· James Bond; Quantum of Solace

o Nýjasta James Bond myndin þar sem Daniel Craig fer með hlutverk leynilögreglu mannsins.


· Reykjavík Rotterdam

o Frábær Íslensk kvikmynd sem er um fíkniefnasmyglmál til landsins.


· Mr. Big (riff)

o Eftirminnilegasta myndin sem ég sá á RIFF hátíðinni 2008. Fjallar um spilling Kanadísku lögreglunnar.


· No Country for Old Men

o Dramatísk spennumynd um leigumorðingja í Bandaríkjunum


· Mamma Mia

o Söngvamynd ársins þar sem Pierce Brosnan fer á kostum.


· In Bruges

o Bresk grin/spennumynd sem gerist í Bruges þar sem að tveir leigumorðingjar eru í felum.


· Burn After Reading

o Frábær mynd eftir Cohen-bræður þar sem George Clooney og Brad Pitt fara með aðalhlutverkin. Kom skemmtilega á óvart.


Þetta eru allt mjög góðar myndir, allar á sinn hátt. Ég gæti vel hugsað mér að sjá þær aftur og jafnvel að kaupa þær.

Sólskinsdrengur


Sólskinsdrengur var frumsýnd föstudaginn 9. Janúar síðastliðinn. Myndin er leikstírð af Friðriki Þór Friðrikssyni. Heimildarmyndin fjallar um sjúkdóminn einhverfu og áhrif hans á sjúklinga og aðstandendur þeirra.

Einhverfa er genatengdur sjúkdómur af eitthverju leiti. Hann kemur fram í einstaklingum á ungum aldri en þó ekki alltaf frá fyrsta degi eftir fæðingu. Stundum líða nokkur ár þangað til einkennin koma fram. Sjúkdómurinn kemur fram í einstaklingum á þremur mismunandi stigum. Þau eru flokkuð eftir hversu sviði einhverfan birtist. Hún getur birst sem sjónrænt, heyrænt og forðast snertingar við annað fólk. Allir þessir einstaklingar eru félagslega heftir og flestir halda að þau séu með heila á við 2 ára barn, sem er alls ekki rétt eins og síðar kemur fram í myndinni. Sjúkdómurinn er mun algengari í strákum en stúlkum, hlutfallið er 4 strákar á móti 1 stelpu.

Myndin segir frá stráknum Kela. Hann er tíu ára og var greindur einhverfur á unga aldri. Hann er yngstur af þremur bræðrum og myndin fjallar í raun um ferðalag fjölskyldunnar til Ameríku til að fræðast meira um sjúkdóminn. Móðir hans, Margrét Dagmar, ferðast fyrst eins síns liðs til Ameríku og talar við ýmsa sérfræðinga í þessari sjúkdóms og fjölskyldur sem eru að ganga í gegnum það sama og hún.

[Ég notast við Fjölskylda 1, 2, 3 og 4 því ég man ekki nöfnin á öllum einstaklingunum sem birtust í myndinni.]

Fjölskylda 1: Foreldrar sem eiga fjögur börn, 3 stráka og eina stelpu, á aldrinum 1-6 ára. Allir strákarnir höfðu verið greindir einhverfir, samt sem áður á mismunandi stigi. Sá elsti var greindur á versta stigi sjúkdómsins. Þau sögðu frá hvernig venjulegur dagur í lífi þeirra fór fram og hvernig þau höfðu komist yfir öll þessi erfiði í gegnum ævina. Húsmóðirin var heimavinnandi og fékk mikla hjálp frá foreldrum sínum, sem bjuggu í næsta húsi, meðan eiginmaður hennar vann fyrir heimilið.

Fjölskylda 2: Foreldrar sem eiga 3 stráka og svo tvíbura stelpur, sem voru yngstar. Allir strákarnir þeirra voru einhverfir og sá elsti var sirka 14 ára gamall. Í myndinni er sýnt frá því þegar móðirin tekur á móti þeim öllum úr skólabílnum. Dagskráin þeirra var stífþétt dag eftir dag. Sálfræðingar og stuðningsfulltrúar heimsóttu hvern einasta strák nokkrum sinnum á dag alla daga vikunnar. Í myndinni er einnig sýnt frá ferð móðurinnar með börnin í matvöruverslunina. Hún sagði frá því þegar hún hafði eitt sinn verið gagnrýnd fyrir að leggja í fatlaðarstæði. En hún vildi ekki láta sér segjast og elti eftirfarandi manneskju upp í gegnum heila verslunarmiðstöð til að tjá sig um erfiði sem sjúkdómurinn lætur eftir sig. Þetta var rosaleg saga að sjá af þessari fjölskyldu. Þvílík skipulagning og regla sem á sér dag hvern einasta dag, þegar ísskápurinn er læstur með barnalæsingu og leysa þarf pinn-coda til þess að komast inn í matarbúrið.

Fjölskylda 3: Hjón sem eiga strák er á aldrinum 11-15 sem notast við þróaða tækni undanfarin ár og bæt þar með samskipti sín við fólk. Hann var með tölvu þar sem hann stafaði setningarnar inn og tölvan sagði það svo upphátt. Fólk hélt að hann kynni ekki stafina né tölur en hann þekkti þetta allt saman. Hann er nú í skóla, ásamt annarri einhverfri stelpu, og lærir það sama og samaldrar sínir með hjálp tölvunar. Eftir að hann hóf meðferðina með þessari tölvu hafði hann róast til muna, getur setið lengur kyrr, og er yfir sig ánægður í skólanum. Hann er mjög snjall drengur. Foreldrar hans sáu þvílíkan mun á honum, hann fjarlægðist allar líkamlegar snertingar áður en hann hóf þessa meðferð. Nú er hann mun meðfæralegri og á auðveldara með að tjá tilfinningar sínar.

Fjölskylda 4: Kona sem átti strák á unglingsaldri sem hafði gífurlegan áhuga á verðbréfum. Hann tók þátt í verðbréfa-keppni þar sem hann var í 4. Sæti yfir þá sem högnuðust mest. Hann hafði farið í gegnum meðferð hjá indverskri konu (fjallað betur um síðar) og notaðist við plastspjald sem voru með stöfunum á. Þar benti hann á stafina til að stafa orðinn sem hann vildi segja. Hann batnaði til muna í samskiptum eftir að hafa þróað þessa aðferð og hann las sig til um kaup á verðbréfum til skemmtunar.

ABC skólinn: Sýnt er frá skóla í Bandaríkjunum sem er fyrir einhverfa einstaklinga á aldrinum 1 – 16/18 ára. Þar eru allir einstaklingar með stuðningsfulltrúa hver fyrir sig og vinna líka mikið í hópum. Þau syngja saman og leika sér saman. Nota söngva til að læra stafrófið og fleira gagnlegt. Með því að vera í svona fjölmennum skóla hjálpar þeim með snertifælnina, hún batnar til muna. Í skólanum er umhverfið öruggt og þau geta verið þau sjálf. Þau þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að útilokast frá hópnum eins og á til að gerast í almenningsskólum. 40% af þeim einstaklingum sem hafa verið í þessum skólum eru tilbúnir að fá menntun í almennum skólum eftir vist þeirra þarna.

Soma Mukhopadhyay – Indversk kona sem þróaði tækni með stafaspjaldið eftir að henna var sagt að ekki væri hægt að hjálpa syni sínum, Tito. Hann var einhverfur og hún hóf tæknina sína first með tveimur valkostum á blaði. Þá spyr hún spurning upphátt og skrifar tvö mismunandi svör á sitthvort blaðið og lætur einhverfa einstaklinginn benda á rétta svarið. Síðan notar hún mikið stafaspjaldið svo einstaklingarnir geta tjáð sig sjálfir líka. Strákurinn hennar er nú um 20-30 ára og hefur gefið út nokkrar bækur. Hann skrifar sjálfur á blað og stimplar það svo inn í tölvu.
Soma kom til bandaríkjanna útaf fjölskyldu 4, til að hjálpa þeim því að allar aðrar stofnanir og skólar höfðu gefist upp á drengnum. Eftir að hún hafði þjálfað hann rétt kom í ljós að hann var mun greindari en allir héldu. Hann hefur náð svo langt eftir hennar hjálp og frekari þjálfunar.
Soma hefur dvalið nú í Bandaríkjunum síðustu ár ásamt syni sínum og stofnaði stofnun, Helo, sem hjálpar einhverfum einstaklingum.

Kona á hestabúgarði (man ekki nafnið) - hún greindist einhverf á yngri arum en tókst að vinna sig útur einhverfunni. Hún telur sig samt frekar vilja halda sig baka heldur en að blanda geði við folk. Hún er afskaplega klár kona sem hefur tilkynnt sér sjúkdóminn frá A til Ö. Hún er manneskja sem er bara snjöll á öllum sviðum og veit endalaust mikið.

Einnig voru tekin viðtöl við lækna og sérfræðinga á mörgum sviðum og hverju þau höfðu komist að í sambandi við sjúkdóminn. Þessir einstaklingar voru ýmist frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Bandaríkjanna. Því miður hefur engin lækning fundist við sjúkdómnum en sagt er að þessi sjúkdómur sé furðulega líkur Alzheimer, að mörgu leiti. Vonandi verður lækning fundin við þessum sjúkdómi sem fyrst. En þangað til er hægt að nýta sér aðferðirnar sem kynntar eru í myndinni, eftir því á hvaða sviði einhverfi sjúklingurinn er.

Hann Keli fór ásamt fjölskyldu sinni til Ameríku og fór í tíma hjá Soma. Hún talaði auðvitað aðeins ensku og hann svaraði frá og með fyrstu spurningu næstum því öllu rétt, með notkun miða-tækninnar. Fjölskyldan hans hafði enga hugmynd að hann kynni að lesa, og hvað þá enska tungu. Honum fór fram frá fyrsta tíma og gengur mjög vel. Hann tjáði sig með stafa tækninni og vildi meina að hann vildi læra á píanó og semja lög í framtíðinni. Hann heyrir svo mikið af lögum í höfðinu sínu sem hann vildi leyfa öðrum að heyra. Fjölskyldan heimsótti einnig fleiri fjölskyldur og lék sér við hina drengina. Eins og Friðrik Þór sagði í viðtalinu að nú væri Keli á leiðinni með fjölskyldu sinni til að flytja til USA og fá almennilega kennslu hjá Suma.

Friðrik Þór Friðriksson

Friðrik Þór Friðriksson kom í heimsókn í MR miðvikudaginn 14. Janúar. Honum langaði að gera myndina miklu stærri, langaði að heimsækja fleiri lönd (rússland og afríkuríkja) en hann var þegar komin með yfir 640 klukkustundir af myndefni. Hann varð að láta þetta gott heita að heimsækja aðeins Norðurlöndin, Bretland og Bandaríkin. Hann sagði að það voru nokkrir aðilar sem honum þótti sárt að þurfa að klippa í burt, en það verður auðvitað eitthvað að víkja þegar verið að gera svona mynd með svona mikið efni á milli handanna.
Hann talaði einnig aðeins um kvikmyndagerð á breytingin á henni á hans ferli. Hann vildi meina að hún hafði breyst mjög lítið frá því að hann byrjaði, en auðvitað hefur tæknin batnað til muna og auðveldað vinnuna.

Mér fannst myndin mjög áhugaverð og skemmtileg. Væri vel til í að sjá hana aftur. Margt kom mér á óvart og nú horfir maður einhverfa einstaklinga í allt öðru ljósi. Þetta var mjög góð heimildarmynd, viðtölin skýr og mjög fræðandi.