Taken er spennumynd sem Pierre Morel leikstýrir. Hún fjallar um mann, sem er fyrrum njósnari, fer að leita af dóttur sinni eftir að henni var rænt í París. Liam Neeson fer á kostum með aðalhlutnverk myndarinnar.
Myndin byrjar á að sýna frá fjölskyldulífi Bryan Mills. Fyrrverandi eiginkona hans hafði farið frá honum með 16 ára stelpuna þeirra vegna þess að hann hafði ekki gert mikið sem fjölskyldufaðir þegar hann starfaði sem njósnari. Hann var að reyna að bæta upp fyrir mistök sín, hætti í vinnunni og reyndi að eyða sem mestum tíma með dóttur sinni, Kim , eins og móðir hennar leyfði.
Bryan fer eitt kvöld að hjálpa félögum sínum úr CSI við gæslu. Þeir eru að gæta heimsfrægrar söngkonu þegar hún er flutt frá hótelinu í tónleikahöll þar sem hún var að fara að halda tónleika. Í búningsherberginu fyrir tónleikanna spyr Bryan söngkonuna hvert hann ætti að leita fyrir söngkennslu fyrir dóttir sína. Að tónleikum loknum er ráðist á söngkonuna. Bryan kemur henni til bjargar með miklum hetjudáðum. Hún þakkar honum fyrir persónulega og lætur hann fá nafnspjaldið sitt ef hann þyrfti að leita til hennar um söngkennsluna. Bryan er alltaf að leita leiða til að heilla dóttur sína og ná henni til baka. Hann gefur henni flottar græjur í afmælisgjöf en fyrrum eiginkona hans gefur henni hest til að toppa allt saman.
Eitt daginn bað dóttir hans um leyfi hvort hún mætti fara til Parísar með vinkonu sinni, Amanda, og fjölskyldu hennar til að skoða listasöfn. Fjölskylda vinkonunnar átti íbúð í París sem þau áttu að dvelja í. Eftir mikla umhugsun skrifaði hann undir leyfið og leyfði henni að fara með ákveðnum skilyrðum. Daginn sem þær áttu að fara komst hann að því að þær ætluðu að ferðast um Evrópu og elta U2. Hann var ekki mj0g sáttur við þetta, hafði miklar áhyggjur af henni, en móðir hennar sannfærði hann um að hún væri ung, vildi leika sér og allt myndi ganga vel. Hún fór í loftið með því skilyrði að hringja strax í hann við lendingu, með símanum sem hann gaf henni áður en hún fór.
Stelpurnar skemmtu sér konunglega í fluginu. Lentu í París og fóru strax í leigubílaröðina fyrir utan flugvöllinn. Þær komust á tal við franskan strák í röðinni og þær ákváðu að deila leigubíl með honum inn í miðborg París. Þegar þær komu að íbúðinni kvöddu þær strákinn, sem hafði boðið þeim í partý sama kvöld, og fóru upp í íbúðina. Þar komst Kim að því að foreldrar vinkonunnar voru ekki á staðnum og þær voru einar. Hún hafði auðvitað gleymt að hringja í pabba sinn við lendingu, og hann beið heima mjög áhyggjufullur. Stelpurnar hækkuðu í tónlistinni og nutu þess að vera einar og dönsuðu um íbúðina. Á meðan hringdi síminn í veskinu, Bryan var að reyna að ná í dóttur sína.
Kim fór á klósettið og tók símann með sér til þess að hringja í pabba sinn. Hún labbaði í hinn enda íbúðarinnar og hringdi í hann. Í þann mund var hún að horfa á vinkonu sína hinum megin. Akkúrat þá komu svartklæddir ræningjar og tóku vinkonuna. Þá hafði strákurinn í leigubílnum verið að vinna fyrir þá og sagði þeim frá stelpunum tveimur sem voru einar á ferð í þessari stórborg. Kim sagði pabba sínum allt saman. Hann ráðlagði henni að fela sig undir rúmi þangað til að þeir myndu finna hana. Þegar þeir myndu taka hana átti hún að skilja símann eftir undir rúminu og öskra allar lýsingar á ræningjunum sem hún tók eftir. Einn ræningjanna tók upp símann og Bryan sagði honum með skýrum skilaboðum hversu mikið þeir myndu sjá eftir því að ræna þessari stúlku því hann ætlaði að leita þá uppi. Ræninginn svaraði með orðunum; „good luck “. Henni var rænt og Bryan var eftir í losti heima hjá sér með fáeinar upplýsingar um útlit ræningjanna og öskur litu stúlkunnar sinnar.
Bryan fór rakleiðis á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og nýja manninum hennar og tilkynnti henni hvað hafði gerst. Nýi eiginmaðurinn pantaði strax flugmiða til Parísar því Bryan var ákveðinn að finna dóttir sína með þeirri tækni og þekkingu sem hann kunni frá spæjaranum.
Í París hafði hann samband við Jean-Claude, fyrrverandi njósnara fyrir frönsku leyniþjónustuna en nú vinnur hann við skrifstofu störf. Síðan fór hann í íbúðina sem stelpurnar voru í. Hann fann símann sem dóttir hans faldi undir rúminu og sá hvað hafði gert með öllum rústunum sem ræningjarnir höfðu skilið eftir sig. Hann fann nokkrar myndir á símkortinu af stelpunum í fluginu og fyrir utan flugvöllinn. Þar sá hann spegilmynd af stráknum úr leigubílnum, því hann hafði tekið mynd af þeim saman í leigubílaröðinni. Hann leitaði strákinn uppi á flugvellinum. Hann vildi ekkert segja og flúði. Það var þvílíkur eltingaleikur þeirra á milli og strákurinn endaði látinn á stórri umferðagötu.
Á upptökunni sem hann tók við rán dótturunnar heyrði hann 3 menn tala saman á erlendu tungumáli. Með hjálp vinar síns úr spæjaranum greindi hann hvaða tungumál þeir voru að tala og hvað þeir voru að segja. Með þessum upplýsingum fann hann út að þetta voru innflytjendur sem sáu um að selja ungar stúlkur sem hórur í Frakklandi.Hann hafði aðeins 94 klukkustundir til að bjarga dóttur sinni. Bryan fór á aðal götuna sem hórurnar héldu sér á kvöldin. Hann var með túlk með sér, sem vissi ekki hvað sitt erindi var að vera þarna. Bryan tók eftir að við enda götunnar var bíll þar sem menn voru í að gæta stúlknanna. Hann fór út úr bílnum og komst á tal við eina unga stúlku sem var að sinna starfinu sínu. Hann espaði hana aðeins upp, gerði hana pirraða og einn mannanna úr bílnum kom og varaði hann við hvað hann væri að gera. Bryan kom fyrir hlerunarbúnaði í vasa mannsins. Með hjálp túlksins komst hann að því að þeir voru með hóruhús í litlum gámi á vinnusvæði þarna í borginni.
Bryan fór þangað, beið í röð ásamt ótal mönnum og borgaði sig inn. Í gámnum voru básar sem voru aflokaðir með efnisbútum og þar voru stelpurnar uppdópaðar meðan mennirnir gerðu það sem þeir vildu gera. Bryan leit í alla básanna og kom ekki auga á Kim. Nema hann kom auga á gallajakka stelpunnar sinnar hjá annarri stelpu. Hann tók stelpuna með sig og flúði á bílnum. Svaka bílaeltingaleikur hófst en hann komst heill á húfu burt með stelpuna með sér. Hann fékk sér hótelherbergi og setti upp búnað til að ná öllum eiturlyfjunum úr blóði stelpunnar sem svaf í rúminu.
Þegar stelpan vaknaði sagði hún Bryan að hann hafi hitt dóttir hans. Kim hafði gefið sér jakkann því henni var svo kalt. Hún vissi samt ekkert hvað hafði orðið um hana. Stelpan var Bryan svo þakklát því þetta var hræðileg upplifun. Hún segir honum hvert ræningjarnir höfðu tekið sig í upphafi. Bryan fór þangað og fann mannræningjana. Hann komst inn í húsið með því að fara í dulargerfi Jean-Claude. Hann komst að því hver þeirra hafði sagt „good luck“ í símann því hann hafði skrifað það á blað með móðurmáli þeirra og bað þá um að þýða þessa setningu fyrir sig. Sá sem sagði þetta hét Marco. Hann fór inní öll herbergin í húsinu að leita að Kim en fann hana ekki. Hann kom samt auga á Amanda þar sem hún var handjárnuð við rúm. Hún var hinsvegar látin af völdum of stórs heroín skammts. Hann drap alla mannræningjana nema Marco og píndi hann að segja sér hvað hafði orðið um Kim. Hún hafði verið selt til manns að nafni Saint Clair (Olivier Rabourdin).
Bryan fer í heimsókn til Jean-Claude því honum grunar að hann sé í tengslum við mannræningjana. Jean er brjálað út í Bryan fyrir það sem hann hefur gert í París, öll lætin sem hann hefur ollið. Jean beinir byssu að Bryan þegar hann er sakaður um að hafa komið nálægt þessu máli. Bryan hafði þá nú þegar tæmt byssuna g hann skítur í handlegg eiginkonu Jean til að ögra honum. Þá fattar Bryan tengslin milli Saint Clair og Jean.
Bryan fer til Saint Clair þar sem hann er að halda stórt koktail boð. Hann fer þangað sem “Lögreglumaður” í dulargerfi. Í kjallaranum á byggingunni er verið að selja ungar stúlkur til hórdóms. Þar eru básar utanum salinn þar sem bjóðendur sitja í klefunum og bjóða í stúlkurnar. Einni af einni koma þær fram. Enginn sér hver er í hverjum bás. Bryan fer í dulargerfi þjóns og fer inn í einn klefann og þjónar manni kampavín. Þá er tilkynnt að síðasta stelpan í uppboðinu er næst á dagskrá. Hún er sögð vera verðmætust því hún er hrein mey. Á stjá kemur Kim, dóttir Bryan, í efnislitlum nærfötum. Bryan beinir byssu að bjóðandanum sem hann var að þjóna og biður hann um að bjóða hæst í hana. Það gengur eftir en þegar hann fer á ganginn til að sækja Kim þá koma menn Saint Clair og taka Bryan. Saint Clair skipar þeim að drepa Bryan. Bryan berst við þá og sleppur laus. Hann finnur Saint Clair, sem segir honum að dóttir hans var seld til Ararba sem er milljarðamæringur, áður en hann drepur hann. Hann sér bílinn sem Kim er flutt í og eltir hana. Hún er keyrð í bát sem fer í gegnum Parísborg. Báturinn var í eigu Arabans. Bryan stekkur fram af brú í bátinn og berst við gæslumennina. Í lokinn drepur hann hórueigandann. Hann tekur utanum Kim, sem er uppdópuð af lyfjun. Hún er yfirsig feigin yfir að hafa verið bjargað, hún hafði misst alla von.
Bryan tekur dóttir sína aftur heim og hún lofar honum að gera aldrei neitt þessu líkt aftur. Eiginkona hans er honum afar þakklát og fyrirgefur honum það sem hann hafði gert í fortíðinni. Bryan fer með dóttir sína í lok myndarinnar til söngkonunnar í söngkennslu. Hún var yfirsig ánægð. Hann var búin að öðlast traust þeirra mæðgna aftur.
Myndin var ofboðslega spennandi.Það var samt frekar óraunhæft hvað hann kom vel út úr öllum slagsmálunum sem hann lenti í. Það kom aldrei skráma á hann en hann var samt sem áður pínu haltur í lokin, sem gaf til kynna að hann var ekki súpermann. Myndin hafði góðan söguþráð og lék Liam Neeson mjög vel.
Hér er trailer myndarinnar: