þriðjudagur, 28. október 2008

Reykjavík - Rotterdam


Ég fór að sjá Reykjavík - Rotterdam um daginn og ætla ég að segja frá henni og heimsókn Óskars Jónassyni hér.

Þessi mynd er leikstýrð af Óskari Jónassyni. Þetta er íslensk spennumynd á heimsmælikvarða. Enda skrifaði Arnaldur Indriðason með Óskari handritið að myndinni. Þegar tveir snillingar koma saman þá er ekkert annað en meistaraverk sem getur komið út.

Reykjavík - Rotterdam fjallar um Kristófer, sem er leikin af Baltasár Kormáki, og er hann á skilorði og vinnur hjá Öryggismiðstöðinni. Kristófer fór á skilorð fyrir að vera tekin fyrir smygl á áfengi. Kristófer og kona hans Íris, sem Lilja Nótt Þórarinsdóttir leikur, eiga mjög erfitt að koma höndum saman fjárhagslega og fá mikið af notuðum hlutum gefins frá Steingrími, sem Ingvar E. Sigurðsson leikur. En Íris og Steingrímur voru saman einhvern tíman í fortíðinni. Steingrímur vil hjálpa Kristófer og ætlar að senda hann í annan "túr". En það var Steingrímur sem bar ábirgð á áfenginu sem Kristófer var böstaður fyrir áður en hann þagði um hans hluta í málinu. Í fyrstu heldur maður að Steingrímur sé að gera þetta til að hjálpa Kristófer en svo er ekki. Hann vil fá Írisi aftur og sendir menn til að hræða hana og brjóta allt og bramla heima hjá henni þegar hún er ný komin heim. þeir gera margt til að hræða hana og fær Steingrímur Írisi loks að flytja til sín tímabundið meðan Kristófer er á skipinu. Íris veit auðvitað ekki að Kristófer er að fara til að smygla áfengi hún heldur að hann sé hættur því. Þegar Þeir koma loks til Rotterdam þá lenda þeir í ýmsum vandamálum til dæmis þá stelur einn af mönnum Kristófers öllum peningunum sem átti að fara í kaupin og kaupir dóp. Einnig var sá maður sem hann var vanur að stunda viðskipti við hættur störfum svo þeir þurfa að snúa sér að öðrum manni sem er vægast sagt klikkaður. Síðan þegar þeir ætla að borga grípa þeir í tómt. Vegna þessa þá biður hann þá um að hjálpa sér í ráni og gera þeir það. Þessir Hollensku krimmar ætla að ræna bíl fullan af verðmætum listaverkum þeir ná að grípa nokkrar en lögreglan kemur og allt fer í fokk. Kristófer og félagi hans grípa eitthvað sem þeir halda að sé bara verðlaus málningar strigi sem er búið að sletta á og nota sem ábreiðu yfir áfengið. Þetta er samt sem áður, að ég held, listaverk eftir Jackson Pollock frægan Bandarískan listamann og er verk uppá stóra peninga. En þeir komast rétt í tæka tíð til áður en skipið siglir úr höf og aftur til Íslands. Nú er allt í fokki á íslandi því Steingrímur er að komast að því að Íris er ekki að falla fyrir honum og hann lætur lögregluna vita um smyglið. Þetta flækir hluti alveg all svakalega. Steingrímur rotar Írisi óvart og vefur hanni í teppi. Hann ætlar að losa sig við hana. Hann kemur henni, meðvitundarlausri, fyrir í undirstöðum af byggingu sem hann er að vinna að og á að setja steypu í daginn eftir. Kristófer er nú brjálaður út í Steingrím fyrir að hafa sagt frá málinu og losar sig við allt draslið. Hann nær að komast til Steingríms og reynir þá að hringja í Írisi og þá finnst hún aðeins fáeinum sekúndum áður en steypunni er hellt, brjálæðislega spennandi. Nú hefur Steingrímu verið skellt bak við lás og slá og þau lifa æðislegu lífi málandi veggi húss síns með verk eftir Jackson Pollock sem vörn að mállingin fari ekki á golfið. Já áfengið kom sér svo til þeirra aftur Kristófer hafði bara sett það á mjög sniðugan hátt út í sjó.

Mér fannst þessi mynd alveg meiriháttar og ein besta íslenska spennumynd sem ég hef séð. Þetta er allaveganna besta íslenska mynd sem ég hef séð frá því mýrin kom út.

Það var margt flott í þessari mynd og mikið um tæknibrellur allaveganna á íslenskum mælikvarða. Það sem mér fannst flottast var sprengingin í Rotterdam og þegar Íris skellur með hausinn í ofninn. Mér fannst töff hvað það var raunvörulegt enda var notast við brúðu. Það var notuð búða í einu öðru atriði en það var þegar Jörundur Ragnarson datt niður þverhníptan klett og fannst mér það líka frekar töff.

Klipping og myndartaka var til fyrir myndar í þessari mynd og fannst mér spennan vera byggð verulega upp með réttum aðferðum. Myndin var mjög vel leikin og var ekkert gervilegt eða eins og það ætti ekki heima þarna. Ekki eins og í myndinni Köld slóð þar sem ekkert var gott hvorki leikurinn né handritið. Ég skemmti mér konunglega á þessari mynd og mun efalaust kaupa hana þegar hún kemur á DVD.

Óskar Jónasson.









Eftir að við vorum búin að fara á myndina þá kom Óskar til okkar og ræddi við okkur. Mér fannst allt það sem hann sagði gagnlegt og gæti nýst mér í framtíðinni. Hann sagði okkur frá nokkrum LYKILreglum sem Siggi Palli var reyndar búin að minnast á. Svo sagði hann okkur að brjóta þær. Það er gott að vita af reglunum svo maður geti brotið þær og séð hver útkoman er. Hann er ekki leikstjóri sem veit allt og er bestur og enginn er betri en hann. Óskar er maður sem fær fólk til að láta ljós sitt skína og leyfir því að vinna vinnuna sína án þess að vera að stjórna öllu því einn maður getur ekki stjórnað öllu. Hann væri drauma leikstjóri Valdísar því hún vill svolítið hafa frjálsar hendur eins og hún sagði þegar hún kom til okkar.

Ég hlakka til að sjá meira eftir Óskar því ég býst við því að hann sé langt frá því að vera búinn.


Hér er trailer úr myndinni

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Flott færsla. 8 stig.