mánudagur, 6. október 2008

RIFF - Afterschool


Afterschool fjallar um unglingspilt, Robert, sem er í heimavistarskóla í Bandaríkjunum. Hann er í herbergi með félaga sínum Dave sem stundar það að smygla inn dópi og áfengi. Hann seldi samnemendum sínum það svo til gróða. Rob segir auðvitað ekki til hans og lætur eins og ekkert gangi á. Hann er skotinn í jafnaldra sínum Amy.
Einn daginn tilkynnir skólastjórinn að allir nemendur skólans þurfa að stunda einhverskonar athæfi næstkomandi skólaviku. Rob skráir sig í kvikmyndagerða klúbb ásamt Amy, sem hann er ákaflega ánægður með. Þau eru sett saman í hóp til þess að taka upp ganga og skólastofur skólans, einnig krakka að leika sér, til þess að nota sem "milliskotaefni" sem verður notað í heimildarmynd um skólann.
Rob og Amy gerðu vinnuna skynsamlega saman og ræddu um tilfinningar til hvors annars. Þau byrja að falla fyrir hvort öðru.
Svo gerist það að þegar Rob er að taka upp skólaganginn kemur upp neyðarlegt atvik. Hann verður vitni af því að tvíburasystur, sem eru ofurvinsælar í skólanum, koma út úr herbergi við ganginn. Önnur er öskrandi og dregur hina, sem er meðvitundarlaus, á eftir sér. Sú öskrandi missir hina óheppilega á stigahandrið sem veldur dauða hennar. Hún sjálf dettur niður öskrandi úr sársauka. Rob labbar rólega upp að þeim og reynir að hjálpa þeirri sem er í stöðugum sársauka. Við sjáum allt sem gerist frá sjónarhorni upptökuvélarinnar. Stuttu síðar verða kennarar varir við þetta og það er hringt á sjúkrabíl. Tvíburarnir deyja af völdum illa blandaða eiturlyfja við eiturefni.
Stúlknanna tveggja er minnst í sorglegri athöfn þar sem allir fá að tjá tilfinningar sínar við missirinn. Þetta tekur vel á Rob. Hann er fenginn til að tala við sálfræðing, starfsmann skólans, til að taka á sínum málum eftir slíkt hrottalegt atvik. Rob lætur hins vegar ekkert uppúr sér. Amy og Rob voru fengin til að útbúa minningarmyndband tileinkað tvíburunum. Tilfinningarnar milli þeirra aukast og þau sofa saman. Við gerð myndarinnar tekur Rob hins vegar eftir því að Amy er farin að umgangast Dave óeðlilega mikið. Það fer mikið fyrir brjóstið á Rob.
Dave heldur áfram að smygla efnunum inn í skólann þrátt fyrir mun strangari gæslu eftir dauða stúlknanna. Hann fer líka að sýna tilfinningar sínar aðeins þegar Rob sér til. Manni fer að gruna að hann tileinki sér dauða stelpnanna vegna þeirra efna sem hann útvegaði þeim. Samband Rob og Dave fer einnig versnandi. Þeir enda í hörkuslagsmálum á göngum skólans þar sem Rob ásakar Dave um dauða stúlknanna. Þeir eru teknir í viðtal og Rob kennt um allt. Dave sýnir sakleysi sýna gagnvart starfsmönnum skólann og Rob þegar áfram yfir leyndarmálunum.
Við fyrstu skoðun minningarmyndarinnar undir fyrirsjá Rob og skólastjórans bregst skólastjórinn illa við. Þetta var hræðileg mynd sem sýndi enga samúð gagnvart stelpunum látnu. Hann skipar öðrum nemendum til þess að klippa myndina saman á ný.
Myndin endar á því að við sjáum dauða stelpnanna frá öðru sjónarhorni. Við sjáum að eftir að Rob nálgast þær og situr yfir kveljandi stelpunni kæfir hann hana með höndunum sínum.

Kvikmyndin var rosalega hæg, ekkert spennandi og mjög furðuleg. Maður hálfpartinn gat ekki beðið eftir að hún kláraðist. Leikstjórinn var mjög mikið að leika sér með fókusinn. Hann var mikið að láta fólk vera í og úr fókus þótt það væri að tala. Sjónarhornin voru mjög furðuleg, stundum sástu ekki hausinn á fólkinu sem vara að tala heldur aðra líkamsparta, oft var gríðarlega mikið autt pláss fyrir ofan höfuðið á fólkinu og stundum voru heilu atriðin bara af fótum fólks sem labbaði um ganga skólans. Þetta gat verið flott en yfirleitt var þetta bara hálf kjánalegt. Einnig var mjög furðulegt að kvikmyndin var textuð á frönsku.

Mynd af aðalleikurum myndarinnar (Rob, Amy og Dave):

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Ágæt færsla. 6 stig.