Þessi umræða var vegna myndarinnar Bomb it en hún fjallar um grafíti sem list en

Það var mjög áhugavert að hlusta á fólkið ræða um hin ýmsu málefni veggjakrots þar á meðal var orðið veggjaKROT tekið fyrir og það var tekið fram hvað það teiknar neikvæða mynd af málefninu. Því veggjakrot er ekki alltaf krot.
Jakob Fríman far sá sem fór fyrir umræðunni en frá útgáfu myndarinnar voru bæði leikstjórinn og einn framleiðendanna. Þarna voru einnig einhverjir íslendingar sem áttu að koma með sína sín á málefninu.
Það kom mikið áhugavert fram í þessari umræðu eða það fannst mér. Það var voðalega lítið talað um myndina sjálfa en miklu meira um stefnu Reykjavíkurborgar gagnvart veggjakroti og til dæmis þegar það var málað yfir listaverk eftir fólk sem hafði lagt mikla vinnu í þau. Þarna hafði Jakob lítið að segja. Hann sagði að fólk þyrfti að sækja um leifi fyrir verkunum ef það var fyrir augum almennings. Ef verkið var þegar til staðar átti bara að sækja um leyfi og fá verkið samþykkt. Jakob sagði að þetta væri nánast alltaf samþykkt og að fólk þyrfti bara að lýsa verkinu og það fengi það samþykkt. Þarna er samt sem áður svolítið sem var ekki alveg rétt. Þeir sem vildu fá verkið samþykkt þurfa að koma með nákvæma lýsingu og skets af verkinu sem þeir ætla að gera en þeir sem eru mikið í veggjakroti gera ekki verk eftir fyrir fram teiknaðri mynd. þeir fá

Það var einnig talað um veggi sem væru "frjálsir" veggir þar sem menn gætu graffað án truflunar. Þar komu menn með ýmsar hugmyndir. Það kom eldri maður með einn punkt þar sem hann hafði unnið að svoleiðis verkefni fyrir mörgum árum og hann sagði að þar hefðu þau boðið litlaputta en öll höndin tekin og málið farið úr böndunum.
Ég þurfti Því miður að fara fyrr og sá því hvernig þetta endaði.
hér er trailerinn fyrir bomb it
1 ummæli:
4 stig.
Skrifa ummæli