föstudagur, 17. október 2008

RIFF – Squeezebox



Squeezebox er heimildarmynd um skemmtistað í New York frá 1994 til ársins 2001. Þetta var venjulegur skemmtistaður í New York sem vildi breyta um hefðir og gera eitthvað nýtt. Eigandi staðarins réð sér skemmtanarstjóra sem skipulagði “gay night” öll föstudagskvöld. En þetta voru ekki nein venjuleg föstudagskvöld. Þarna komu saman hommar, lessur, klæðskiptingar, rokkarar og þegar miklum vinsældum var náð sást til fræga fólksins inn á þessum skemmtistað. Þetta var staður fyrir fólkið sem var komið með nóg af diskó og pop tónlist því þarna inni var einungis spilað Rokk. Allir klæddust sem litríkustu fötunum eða bara alls engu. Hljómsveitir spiluðu alltaf “live” uppá sviði og margar hljómsveitir byrjuðu þarna og öðluðust síðan heimsfrægðar. Má nefna hljómsveitina The Toilet Boys.

The Toilet Boys – The future is now


Í þessari heimildarmynd var tekið viðtal við eiganda staðarins, skemmtanarstjórann, hljómsveitir, einstaklinga sem sungu þarna reglulega, starfsfólk staðarins og fastagesti staðarins. Þessir einstaklingar lýstu fyrir áhorfendunum stemmingunni sem myndaðist þarna inni á meðal fólksins. Tónlistin var alltaf í botni, dansgólfið troðið og sveitt, nakið fólks dansandi á barborðinu, fólk ríðandi útí horni og takandi dóp í hinu horninu. Þetta var eitthvað nýtt sem alls kyns fólk heillaðist af, og hver sem er var velkominn svo lengi sem hann var ekki með nein leiðindi.
Hér singur “Karen Black” uppá sviði skemmtistaðarins.



Þessi skemmtun var fyrirlitin af borgarstjóra New York borgar á þessum tíma og var skemmtistaðurinn mjög umdeildur. Þetta tók enda árið 2001 og lokahátíðin var haldin 18. maí það ár. Stjórnendur og skipuleggjendur staðarins sáu ekki fram á að þetta gætið haldið endalaust smooth áfram. Þetta varð einhvern tíman að taka enda. Á þessu lokakvöldi mættu allir helstu tónlistaflytjendur staðarins frá líftíma staðarins. Þetta lokakvöld var víst eitt villtasta kvöld í sögu staðarins

Þessi mynd kom mér svolítið í opna skjöldu. Ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast miðað við lýsinguna í bæklingnum. Þessi mynd var samt sem áður mjög áhugaverð og með áhugaverðari heimildarmyndum sem ég hef séð. Það að það skuli hafa verið til staður sem umbar alla þessa vitleysu sem fram fór á Squeezebox er hreint út sagt ótrúlegt en á sama tíma æðislegt. Það að fólk sem er útskúfað annarsstaðar skuli vera tekið opnum örmum á Squeezebox er frábært. Mér fannst myndin skemmtileg en hún er ekki fyrir alla.

hér er frá frumsýningu myndarinnar á Tribeca kvikmynda hátíðinni

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Fín færsla. 6 stig.