föstudagur, 5. desember 2008

Friends


Friends er bandarísk gamansería sem kom fyrst í sjónvarp árið 1994 og síðasti þátturinn var sýndur 2004. Samtals voru gerðar 10 seríur eða 236 þættir. Þættirnir fjalla um vinahóp sem inniheldur þremum strákum og þremur stelpum og líf þeirra í New York.

Monica Geller (Courteney Cox Arquette)
Monica vinnur sem kokkur og er mjög ákveðin á því að allt eigi að vera eins og hún vill hafa það og hún er mjög stjórnsöm. Þrátt fyrir það er hún bráðfyndin. Hún er litla systir Ross Geller og er oft sýnt til baka þegar þau voru í "high school" og þá var hún spikfeit. Besta vinkona hennar er Rachel Green. Þær voru bestu vinkonur í æsku en samband þeirra flostnaði upp þar til þær hittast aftur á Central Perk kaffihúsinu í fyrstu seríu. Rachel flytur inn til Monicu og býr þar þar til Chandler Bing flytur inn til hennar sem kærasti hennar. Þau gifta sig og eftir að hafa reynt lengi að eignast barn ættleiða þau barn, sem reynast síðar vera tvíburar. Svo flytja þau saman í úthverfi New York.

Chandler Bing (Matthew Perry)
Chandler er djókari hópsins. Hann er sá sem gerir grín af vinum sínum og segir oft misheppnaða brandara. Hann kemur frá óheppilegri fjölskyldu þar sem pabbi hans er klæðskiptingur og vinnur á homma sýningu eitthverji. Chandler er æskuvinur Ross Geller og þeir héldu að þeir voru aðaltöffararnir í framhaldsskólanum. Þeir stunduðu partý og hözzluðu stelpur. En aldrei gekk vel í stelpumálunum hjá Chandler. Hann var með hinni frægu Janis til að nefna eitthvað. Ljósið var þó í enda ganganna þegar hann byrjar með Monicu. Þeirra ævintýri endaði vel eins og nefn er hér að ofan.
Chandler Bing starfaði fyrst sem nokkurskonar bókari í stóru fyrirtæki en hélt síðan á allt aðra braut þegar hann hóf störf í auglýsingabusinessinum.

Ross Geller (David Schwimmer)
Ross Geller er með doktursgráðu í steingervafræði og er hann mjög stolltur af þeirri menntun. Hann er lúði vinahópsins og er alltaf að reyna að kveikja í áhuga vina sinna á steingervafræði án nokkurs árangurs. Ross Geller er álíka óheppinn og besti vinur sinn, Chandler, í ástarmálunum en á allt annan hátt. Ross giftist konu og verður hún ólétt. Á miðri meðgöngu tilkynnir hún honum að hún sé lesbísk Ross til mikillar undrunar. Hann skilur síðan næst við Emily sem hann hafði þekkt í stutta stund. Það sem eyðilagði það samband að við altarið sagði hann ekki nafnið "Emily" heldur "Rachel". Ross hefur nefnilega alla tíð verið ástfanginn af Rachel Green. Hann sá hana fyrst í framhaldsskóla og féll fyrir henni strax þá. Svo kynnist hann henni aftur þegar hún flytur inn á systir hans og þau byrja samband fljótlega. Það endar ekki vel en alltaf er eitthver neisti á milli þeirra sem kviknar í öðru hverju. Þau giftast eitt skipti blindfull í Las Vegas en auðvitað gekk það ekki upp og Ross skilur í þriðja skiptið. Það halda lífi sínu áfram og sætta sig við vinasamband þar til eitthvað gerist og Rachel verður ólétt. Þau eignast dótturina Emma. Í lok þáttaraðanna er hún svo á leið til Parísar þegar hann tjáir henni ást sína. Hún snýr við og tjáir honum ást sína einnig.
Ross og Monica eru mjög náin systkyni en geta auðvitað líka átt sínar óvinastundir. Foreldrar þeirra í þáttaröðinni koma oft fram í seríunni og eru það gestaleikararnir Christina Pickles og Elliott Gould sem fara með það hlutverk.

Rachel Green (Jennifer Aniston)
Rachel Green hefur þáttaröðina með því að hlaupa inn á Central Perk kaffihúsið í brúðkaupskjól. Hún hafði flúið úr sínu eigin brúðkaupi þegar ætlunin var að giftast ríka manninum Barry. Hún er algjör pabbastelpa og hefur alltaf lifað á hans peningum. Eftir flóttan rífst hún við pabba sinn og ákveður að sanna fyrir honum að hún geti staðið á eigin fótum. Þar kemur Monica henni til hjálpar.
Rachel Green hefur fyrst störf sem þjónustu stúlka á Central Perk. Svo fékk hún vinnu hjá Bloomingdales og fer svo að vinna hjá Ralph Lauren. Í enda seríunnar fær hún svo atvinnutilboð í París en snýr aftur vegna Ross.
Rachel er algjör ljóska en reddar sér útúr öllum vandamálum.

Joey Tribbiani (Matt LeBlanc)
Joey er leikari í sífelldri leit að atvinnu. Hann kemur fram í frægri sápuóperu "the days of our lifes" en það endar fljótlega og hann heldur leit sinni ótrauð áfram með því að fara í áheyraprufur. Hann er upphaflega herbergisfélagi Chandlers en þeir bjuggu akkúrat í íbúðuðinni á móti Rachel og Monicu í blokkinni. Þeir eru mjög góðir vinir, eru með gæs og hænu sem gæludýr. Eftir að Chandler flytur út eru margir herbergisfélagar sem flytja inn og út úr íbúð Joeys. Joey á oft erfitt með að borga reikninganna því hann hefur enga atvinnu en þá er Chandler honum alltaf þar til bjargar.
Joey er algjör kvennabósi. Hann heillar flestar stúlkur upp úr skónum með sinni frægu línu "how are you doing? ;)"

Phoebe Buffay (Lisa Kudrow)
Phoebe er mjög skrítin. Hún er tvíburi en talar mjög sjaldan við tvíburasystur sína. Hún er grænmetisæta og vinnur sem nuddari og tónlistakona. Hún spilar á gítar og syngur oft fyrir kaffihúsagestina á Central Perk. Hún er með mjög skrítin tónlistarsmekk og syngur furðuleg lög eins og "Smelly cat". Hún missir móður sína ung í aldri og hefur upplifað það að lifa á götunni og fleiri hræðilegar lífsreynslur. Hún á nokkra kærasta í gegnum gamanséríuna en í lokinn giftist hún kærasta sínum Mike. Hún klæðist skringilegum fötum, elskar dýr og gerir engum mein. Hún á oft mjög mörg ljóskumóment.


Friends eru mjög góðir þættir. Alltaf mjög fyndnir og mjög skemmtilegir að fylgjast með. Þættirnir eru aðalega teknir upp á kaffihúsinu Central Perk, íbúðunum tveim í blokkinni (Monica&Rachel og Chandler$Joey), heimili Ross og svo einnig íbúð Phoebe. Margir þekktir leikarar hafa komið fram í séríunni sem gestaleikarar, nefna má Brag Pitt, Reeze Witherspoon, Elle Macpherson, Morgan Fairchild, Bruce Willis og margir fleiri.

Hér eru nokkrar klippur úr Friends af youtube.com



1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Ágæt færsla. 9 stig.