Changelin fjallar um þegar sonur einstæðrar móður hverfur. Hún tilkynnir hvarfið til lögreglunar og hún hefur leit að syni konunnar. Þegar sonur kemst upp í leitirnar og snýr aftur heim þá vill móðirin meina að þetta sé ekki sonur hennar.
Clint Eastwood leikstýrir myndinni og Angelina Jolie fer með aðalhlutverkið sem móðir drengsins, Christine Collins. Myndin byggist á sannri sögu og gerist á tímabilinu 1928-1933 í Bandaríkjunum. Christine er „superviser“ á stóru skiptiborði í Los angeles . Hún stendur sig vel í vinnunni. Einn laugardaginn sem hún fékk frí með syni sínum planar hún bíóferð en er kölluð í vinnu vegna veikinda samstarfsaðila síns. Hún mætir í vinnunni og lofar syni sínum,sem átti að vera einn heima þennan dag, að koma heim seinni partinn. Í vinnunni gengur allt vel fyrir sig og yfirmaðurinn hennar vill gefa henni hærri stöðu í fyrirtækinu. Hún er hæst ánægð og snýr aftur heim með strætó. Þegar hún kemur heim finnur hún hvergi son sinn Walter (Gattlin Griffith). Hún hringir í lögregluna til að tilkynna hvarfið en hennar var tilkynnt að ekki er hægt að tilkynna hvarf fyrr en barnið er búið að vera týnt í 24klst. Hún fer að leita af honum í hverfinu en finnur hann hvergi. 24 klst síðar kemur lögreglan og tekur skýrslu. Christine er niðurbrotinn og grætur alla daga. Hún snýr aftur í vinnunna nokkrum vikum eftir hvarfið til að reyna að halda lífi sínu áfram.
Nokkrum mánuðum síðar hefur lögreglan samband við Christine að sonur hennar hafi fundist á kaffihúsi langt frá heimabæ sínum. Þar hafði hann verið skilin eftir af manni sem ætlaði að snúa aftur til að borga reikninginn, þar sem hann gleymdi veskinu sínu heima. Maðurinn kom aldrei aftur og kaffihúsa eigandinn hringdi í lögregluna til að hirða unga drenginn. Christine var yfirsig ánægð og beið eftir syni sínum á lestarstöðinni ásamt lögreglunni og ótal blaðamönnum. Lestin kom og hún hljóp til stráksins, sem hún vildi meina að væri ekki sonur hennar. Lögreglan segir við hana að henni hafi skjátlast. Hann vill meina að strákurinn hafi grennst og horast yfir þann tíma sem hann væri í burtu. Hann sannfærði hana að taka hann með sér heim og sjá um hann. Hún ákvað að taka hann með sér.
Heima tók hún eftir mörgum atriðum sem voru öðruvísi en sonur sinn. Strákurinn sem nú bjó með henni og var staðráðinn í að þetta væri móðir hans reyndist vera styttri en Walter og var umskorinn, sem Walter var ekki. Læknir var sendur heim af lögreglunni til að skoða drenginn. Hann vildi meina að strákurinn hafi styst vegna þess að hryggsúlan hafi legið illa yfir langan tíma og að hann hafi verið umskorinn á þessum tíma sem hann var týndur. Christine fór oft upp á lögreglustöðuna að talaviðlögregluna sem sá um rannsóknina á hvarfi drengsins og heimtaði að það yrði haldið áfram að leita af hinum eina rétta Walter Collins. Lögreglan taldi konuna vera orðin vitlausa.
Presturinn í hverfinu, Rev. Gustav Briegleb (John Malkovich), komst á tal við Christine og vildi hjálpa henni. Hann talaði um hvarf drengsins í predikuni í kirkjunni sinni. Hann trúði henni og var sannfærður að það væri mikil spilling innan lögreglunar. Hann vissi að það væri verið að fela eitthvað. Christine kom fram í blaðamannaviðtali og talaði um að sonur hennar væri enn týndur. Þetta olli mikillar reiði hjá lögreglunni. Þeir fundu hana og báðu hana um að hætta þessari vitleysi. Hún neitaði því og sagðist ætla ekki ætla að hætta fyrr en hún fyndi son sinn. Lögreglan sendi hana á geðdeild fyrir konur.
Þegar Christine kom á geðdeildina voru fötin tekin af henni, það var sprautað á hana vatni og leitað á henni. Hún var sett í herbergi með geðveikri konu sem var ekki ánægð með nýja herbergisfélagann sinn. Í matsalnum var boðinn fram ógeðslegur matur en kona (Dale Dickey) sem hafði verið lögð inn fyrir löngu komst á tal við hana og ráðlagði henni að borða matinn. Eina leiðin til þess að komast út var að líta sem best úr, þ.e.a.s. ekki horuð. Hún sagði líka að flestar konunnar sem væru lokaðar þarna inni höfðu verið lagðarinn vegna þess að þær höfðu mótmælt lögreglunni, þar á meðal hún sjálf. Christine talaði við yfirlæknirinn og sagði honum söguna. Hann trúði henni ekki og gaf henni bara sterkari lyf og fleiri meðferðir. Hann bað hana um að skrifa undir samning sem fólst í því að hún myndi aldrei tala um þetta aftur og þá fengi hún að fara útaf spítalanum. Hún ætlaði sko ekki að gera það.
Einhverju síðar talaði hún aftur við hann og hann bauð henni aftur að skrifa undir samningin.Hún neitaði og þá varhún send í rafmagnið, þar sem rafmagn var leitt í gegnum heilan til steikja hann algjörlega.
Presturinn skildi ekki hvað hafði orðið af Christine. Hann fór að leita að henni. Hann talaði við lögreglunni og loks komst að því að hún væri á geðsjúkrahúsinu. Hann kom Christine til bjargar rétt áður en rafmagnið fór af stað. Var með undirritað skjal að henni yrði hleypt lausri.
Stuttu síðar tókst Christine að leysa allar hina vistmennina af geðsjúkrahúsinu lausa eftir að hafa fengið besta lögfræðinginn með hjálp prestsins. Lögfræðingurinn fékk mál hennar á dómstól gegn lögreglunni. Málið var dæmt henni í hag þar sem lögreglumaðurinn sem sá um rannsóknina var vikið af störðum ásamt lögreglustjóranum. Strákurinn sem sagðist vera Walter Collins viðurkenndi að svo væri ekki, hann var sendur aftur heim til fjölskyldu sinnar.
Upp kom mál annars staðar á landinu þar sem unglingsstrákur fannst á eyðibýli og sagði sögu sína. Maður hafði rænt honum og fékk hann til að vinna fyrir sig með hótunum um að drepa hann. Maðurinn stundaði það að ræna ungum og drap þá svo á eyðibýlinu. Unglingsdrengurinn var með nagandi samviskubit yfir þessu en þetta gerði hann til þess að vera ekki drepinn sjálfur. Hann benti lögreglunni á hvar líkin voru grafin og greindi krakkana frá myndum af krökkum sem höfðu verið týndir í langan tíma. Þar á meðal mynd af Walter Collins. Morðinginn var eftirlýstur og var handtekinn á heimili systur sinnar sem lét lögregluna vita af ferðum hans.
Morðinginn var rosalega geðveikur og viðurkenndi ekki glæp sinn. Hann var dæmdur í nokkurrar mánaða fangelsi og svo dauðadóm með hengingu. Stuttu fyrir henginguna sendi hann Christine bréf og vildi fá að tala við hana um Walter. Hún mætti degi fyrir henginguna. Honum brá og átti ekki von á henni. Hann vildi þá ekkert segja viðhana, hafði skipt um skoðun. Christine öskraði á hann og reyndi að fá eitthvað upp úr honum en ekkert gekk. Hann var hengdur daginn eftir.
Christine hélt lífi sínu áfram og vann mikið. Hún var vinsæl í vinnunni og það var alltaf verið að bjóða henni í skemmtanir. Einn daginn var hringt í hana, kona sem hafði týnt syni sínum einnig á eyðibílinu. Sonur hennar var fundinn. Tekið var viðtal við hann og hann sagði að þeir höfðu verið 3-4 strákar sem höfðu flúið af eyðibýlinu. Hann mundi eftir Walter, því hann hjálpaði honum þegar þeir voru að flýja. Hann hafði nefnilega fests í girðingunni en Walter snéri til baka og losaði hann. Síðan hlupu þeir út í myrkrið í sitthvora áttina í burt frá morðingjanum. Strákurinn hafði ekki látið í sig heyra fyrr en nú því hann var hræddur við að láta vita af sér.Hann vissi ekki hvað hafði orðið um morðingjann. Hann saknaði foreldra sinna svo mikið að hann gat ekki beðið lengur og gaf sig fram. Þessi saga gaf Christine meiri von um að finna Walter. Hún var staðráðin í því að hann væri á lífi, hvort sem hann gæfi sig fram eða ekki. Hann fannst samt aldrei.
Myndin var rosalega góð. Þótt hún hafi verið heilar 141 mínúta þá var hún alls ekki leiðinleg og ekki langdregin. Held að lengd myndarinnar hafi líka hjálpað áhorfandanum að upplifa biðina sem Christine upplifði á hverjum einasta degi eftir hvarf sonar síns. Myndin er tilnefnd til 3 óskarsverðlauna, þar á meðal Angelina Jolie sem besta leikkona í aðalhlutverki.
Trailer
1 ummæli:
Mér sýnist þessi vera eins og hinar tvær, en ég bara þori ekki að lesa hana í gegn, enda langar mig að sjá þessa mynd, og vil ekki láta spoila henni fyrir mér.
4 stig.
Skrifa ummæli