Danny Donahue (Paul Rudd) og Wheeler (Seann William Scott) starfa saman í fyrirtæki, Minitor, sem fer milli framhaldsskóla í Bandaríkjunum og tala við unglinga um eiturlyf, til að hindra notkun þeirra og drekka frekar orkudrykkinn Minitor.. Danny á kærustu til 7 ára sem starfar sem lögfræðingur. Danny er búin að vinna hjá fyrirtækinu í 10 ár og er komin með hundleið. Honum finnst þetta ekki hvetjandi vinna þar sem meðalaldur starfsmanna er 22 og hann er sjálfur orðinn 30. Hann vill gera eitthvað hvetjandi. Kærasta hans, Beth (Elizabeth Banks) er komin með hundleið á tautinu og neikvæðninni í honum. Hún segir honum upp þegar hann biður hana um að giftast sér.
Danny verður ofboðslega sár. Hann á eftir að fara í einn skóla í viðbót eftir þetta atvik. Í stað þess að rakka niður fíkniefni eins og hann á að gera þá segir hann hvað þau eru góð og strunsar svo út af sviðinu. Hann kemur út úr skólanum og það er verið að fjarlægja vinnubílinn, sem er pikkupp sem er búið að gera nautslegan. því hann var lagður ólöglega. Hann sturlast. Hann fer upp í bílinn ásamt Wheeler og gefur í. Hann dregur dráttarbílinn á eftir sér með miklum erfiðum þar til keðjan gefur sig og hann endar með að keyra yfir lögregluþjón og uppá stóra styttu fyrir utan bygginguna.
Þeir vinirnir eru kærðir fyrir verknaðinn. Fyrrverandi kærasta Danny hjálpar þeim við lögfræðihlið málsins. Henni tekst að semja við dómarann að þeir klári 150 klukkustunda samfélagsþjónustu hver. Samfélagsþjónustan felst í því að passa barn og vera þeirra ímynd í lífinu, þaðan kemur nafn myndarinnar; Role Models. Danny er paraður með unglingsdreng, Augie, sem er algjör lúði. Hann lifir fyrir ímyndunar-ævintýra leiki og berst við saklausa loftið sjálf með sverðum. Hann er klæddur í skikkju hvern einasta dag. Wheeler er paraður með ungum svörtum dreng, Ronnie, sem blótar ótrúlega mikið, eins og hann fái borgað fyrir það. Vinunum lýst ekkert á blikuna fyrst. Danny vill mun heldur dvelja í 30 daga í fangelsi. Wheeler sannfæri vin sinn að samfélagsþjónustan sé mun betri kostur og þeir ætla að takast á við þetta verkefni í samaneiningu.
Danny sækir Augie (Christopher Mintz-Plasse) heim til hans. Hann kemst í kynni við mömmu hans og kærasta hennar. Þau tvö hafa enga trú á Augie sjálfum og biðja Danny um að fá þessa ævintýra vitleysu úr hausnum á honum.
Fyrsta daginn þeirra saman fóru þeir á ákveðið svæði þar sem fólk, sem hefur áhuga á þessum ævintýraleikjum, hittist. Þau eru öll í sínum búningum, tala fornt mál og skiptast í hópa eftir frá hvaða „löndum“ þeir koma frá. Allir eru með vopn og með sín merki eftir því frá hvaða löndum þeir eru. Allt í einu krjúpa allir í kringum Danny. Augie öskrar á Danny og skipar honum að krjúpa fyrir kónginum. Kóngurinn var asískur maður með kórónu og fylgdarliðið í kringum sig. Danny hristir hausinn yfir þessari vitleysu og fær illt augnaráð frá kónginum sjálfum. Allir í leiknum eru að undirbúa sig fyrir bardaga sem átti að vera næsta laugardag.
Ronnie litla (Bobb'e J. Thompson) líkar ekki vel við Wheeler. Hann dissar eins mikið og hann getur, segir honum hreint og beint hversu ömurlegur hann er. Wheeler tekur hann með sér heim þar sem Ronnie kemur auga á kúluspilakassa sem er skreyttur eftir hljómsveitinni KISS. Wheeler kynnir honum fyrir hljómsveitinni KISS og Ronnie heillast af vitund hans. Hann heillast einnig af vitund hans um brjóst og skvízur. Þeim kemur vel saman eftir það.
Samfélagsþjónustan ákvað að fara saman í útileigu. Hún endar ekki mjög vel. Wheeler tælir eina konuna með sér í tjaldið, overdozar af svefntöflum og endar með að rotast nakinn úti ekki langt frá varðeldinum sjálfum. Danny og Augie tengjast betur og vita báðir að þeir vilja hvorugur vera þarna. Þeir ákveða að gera það besta úr þessu. Augie býr til búning fyrir Danny fyrir slaginn á laugardeginum.
Slagurinn hefst tímalega með miklum látum og Danny reynir að styðja Augie og berst með honum, án nokkurs áhuga. Augie kemur auga á kónginn og ætlunarverk hans er að drepa hann. Þeir tveir slást um líf og dauða bakvið stein og enginn er vitni af atburðinum. Augie vill meina að hann hafi drepið kónginn. Kóngurinn heldur samt annað. Allir hópast í kringum þá tvo til að fylgjast með látunum. Danny tekur orð Augie og segir að hann hafi drepið kónginn, Augie reynir að stoppa hann og segir að þetta skipti engu máli.. Danny endar með að ráðast á kónginn. Kóngurinn tekur þá völdin og rekur Augie úr þessum leik, ásamt Danny auðvitað. Hann verður mjög sár, brjálast út í Danny. Þegar þetta átti sér stað átti Danny aðeins 12 klst eftir af samfélagsþjónustunn, foreldrar Augie og forstjóri samfélagsþjónustunnar neitar að skrifa undir fyrir þessa tíma. . Það sama gerist fyrir Wheeler. Hann fer í partý, tekur Ronnie með sér. Ronnie er að spila tölvuleik á móti einum partýgestanna. Wheeler ákveður að skreppa eldsnökkt á klósettið. Hann er tældur inní herbergi af stelpu og auðvitað getur hann ekki neitað eftirspurn hennar. Þegar hann snýr til bara af „klósettinu“ er Ronnie horfinn. Hann hafði farið heim og auðvitað neitaði móðir hans að skrifa undir tímanna hans þegar frétti hvar barnið sitt hafði verið.
Beth hjálpar vinunum sem áttu að mæta undir dóm örfáum dögum eftir að þetta gerðist. Þeir eru báðir með þvílíkt samviskubit útaf því sem gerðist með Augie og Ronnie, Danny kemur þá með hugmynd. Hann fer að hitta konung ævintýraheimsins og biður hann fyrirgefningar. Konungurinn fyrirgefur honum og leyfir Augie að snúa aftur. Danny fer heim til hans og hjálpar Augie við undirbúninginn fyrir næsta slag. Augie er þá tilkynnt af vinum sínum að það er búið að henda honum úr liðinu. Augie, Danny, Ronnie og Wheeler stofna þá annað lið og fá hugmyndina af ímynd sinni frá KISS. Þeir mæta sterkir til leiks, en á sama tíma áttu Danny og Wheeler að vera í dómshúsinu. Beth mætir á staðinn ásamt foreldrum Ronnie og Augie. Einnig var forstöðumaður samfélagsþjónustunnar þarna. Þau öll urðu vitni af svakalegum bardaga, þar sem Augie tókst að sigra kónginn hetjulega. Eftir sigurinn og mikill fögnuð birtast stelpa, handan trjána, og drap Augie. Hún sigraði þá leikinn. En Augie var alveg sama þar sem hann var ofsalega skotinn í þessari stelpu. Beth tók eftir persónubreytingum Danny, og honum tókst að vinna hjarta hennar aftur.
Myndin var drepfyndin! Hún var fyndin í gegnum alla myndina og sumir brandararnir voru rosalegir! Þegar ég sá trailerinn hélt ég kannski að allir brandararnir höfðu birst þar, en svo var ekki. Þetta var sígild vitleysu mynd sem maður getur horft á aftur og aftur. Ég mæli með henni.
Trailer.
1 ummæli:
Sama og með Taken færsluna. ALLT OF MIKIÐ lagt í endursögn. Hver er tilgangurinn með því að skrifa svona færslu. Þeir sem eru búnir að sjá myndina vita hvað gerist í henni, og þeir sem eru ekki búnir að sjá hana vilja ekki láta eyðileggja hana fyrir sér.
4 stig.
Skrifa ummæli