föstudagur, 5. desember 2008

Friends


Friends er bandarísk gamansería sem kom fyrst í sjónvarp árið 1994 og síðasti þátturinn var sýndur 2004. Samtals voru gerðar 10 seríur eða 236 þættir. Þættirnir fjalla um vinahóp sem inniheldur þremum strákum og þremur stelpum og líf þeirra í New York.

Monica Geller (Courteney Cox Arquette)
Monica vinnur sem kokkur og er mjög ákveðin á því að allt eigi að vera eins og hún vill hafa það og hún er mjög stjórnsöm. Þrátt fyrir það er hún bráðfyndin. Hún er litla systir Ross Geller og er oft sýnt til baka þegar þau voru í "high school" og þá var hún spikfeit. Besta vinkona hennar er Rachel Green. Þær voru bestu vinkonur í æsku en samband þeirra flostnaði upp þar til þær hittast aftur á Central Perk kaffihúsinu í fyrstu seríu. Rachel flytur inn til Monicu og býr þar þar til Chandler Bing flytur inn til hennar sem kærasti hennar. Þau gifta sig og eftir að hafa reynt lengi að eignast barn ættleiða þau barn, sem reynast síðar vera tvíburar. Svo flytja þau saman í úthverfi New York.

Chandler Bing (Matthew Perry)
Chandler er djókari hópsins. Hann er sá sem gerir grín af vinum sínum og segir oft misheppnaða brandara. Hann kemur frá óheppilegri fjölskyldu þar sem pabbi hans er klæðskiptingur og vinnur á homma sýningu eitthverji. Chandler er æskuvinur Ross Geller og þeir héldu að þeir voru aðaltöffararnir í framhaldsskólanum. Þeir stunduðu partý og hözzluðu stelpur. En aldrei gekk vel í stelpumálunum hjá Chandler. Hann var með hinni frægu Janis til að nefna eitthvað. Ljósið var þó í enda ganganna þegar hann byrjar með Monicu. Þeirra ævintýri endaði vel eins og nefn er hér að ofan.
Chandler Bing starfaði fyrst sem nokkurskonar bókari í stóru fyrirtæki en hélt síðan á allt aðra braut þegar hann hóf störf í auglýsingabusinessinum.

Ross Geller (David Schwimmer)
Ross Geller er með doktursgráðu í steingervafræði og er hann mjög stolltur af þeirri menntun. Hann er lúði vinahópsins og er alltaf að reyna að kveikja í áhuga vina sinna á steingervafræði án nokkurs árangurs. Ross Geller er álíka óheppinn og besti vinur sinn, Chandler, í ástarmálunum en á allt annan hátt. Ross giftist konu og verður hún ólétt. Á miðri meðgöngu tilkynnir hún honum að hún sé lesbísk Ross til mikillar undrunar. Hann skilur síðan næst við Emily sem hann hafði þekkt í stutta stund. Það sem eyðilagði það samband að við altarið sagði hann ekki nafnið "Emily" heldur "Rachel". Ross hefur nefnilega alla tíð verið ástfanginn af Rachel Green. Hann sá hana fyrst í framhaldsskóla og féll fyrir henni strax þá. Svo kynnist hann henni aftur þegar hún flytur inn á systir hans og þau byrja samband fljótlega. Það endar ekki vel en alltaf er eitthver neisti á milli þeirra sem kviknar í öðru hverju. Þau giftast eitt skipti blindfull í Las Vegas en auðvitað gekk það ekki upp og Ross skilur í þriðja skiptið. Það halda lífi sínu áfram og sætta sig við vinasamband þar til eitthvað gerist og Rachel verður ólétt. Þau eignast dótturina Emma. Í lok þáttaraðanna er hún svo á leið til Parísar þegar hann tjáir henni ást sína. Hún snýr við og tjáir honum ást sína einnig.
Ross og Monica eru mjög náin systkyni en geta auðvitað líka átt sínar óvinastundir. Foreldrar þeirra í þáttaröðinni koma oft fram í seríunni og eru það gestaleikararnir Christina Pickles og Elliott Gould sem fara með það hlutverk.

Rachel Green (Jennifer Aniston)
Rachel Green hefur þáttaröðina með því að hlaupa inn á Central Perk kaffihúsið í brúðkaupskjól. Hún hafði flúið úr sínu eigin brúðkaupi þegar ætlunin var að giftast ríka manninum Barry. Hún er algjör pabbastelpa og hefur alltaf lifað á hans peningum. Eftir flóttan rífst hún við pabba sinn og ákveður að sanna fyrir honum að hún geti staðið á eigin fótum. Þar kemur Monica henni til hjálpar.
Rachel Green hefur fyrst störf sem þjónustu stúlka á Central Perk. Svo fékk hún vinnu hjá Bloomingdales og fer svo að vinna hjá Ralph Lauren. Í enda seríunnar fær hún svo atvinnutilboð í París en snýr aftur vegna Ross.
Rachel er algjör ljóska en reddar sér útúr öllum vandamálum.

Joey Tribbiani (Matt LeBlanc)
Joey er leikari í sífelldri leit að atvinnu. Hann kemur fram í frægri sápuóperu "the days of our lifes" en það endar fljótlega og hann heldur leit sinni ótrauð áfram með því að fara í áheyraprufur. Hann er upphaflega herbergisfélagi Chandlers en þeir bjuggu akkúrat í íbúðuðinni á móti Rachel og Monicu í blokkinni. Þeir eru mjög góðir vinir, eru með gæs og hænu sem gæludýr. Eftir að Chandler flytur út eru margir herbergisfélagar sem flytja inn og út úr íbúð Joeys. Joey á oft erfitt með að borga reikninganna því hann hefur enga atvinnu en þá er Chandler honum alltaf þar til bjargar.
Joey er algjör kvennabósi. Hann heillar flestar stúlkur upp úr skónum með sinni frægu línu "how are you doing? ;)"

Phoebe Buffay (Lisa Kudrow)
Phoebe er mjög skrítin. Hún er tvíburi en talar mjög sjaldan við tvíburasystur sína. Hún er grænmetisæta og vinnur sem nuddari og tónlistakona. Hún spilar á gítar og syngur oft fyrir kaffihúsagestina á Central Perk. Hún er með mjög skrítin tónlistarsmekk og syngur furðuleg lög eins og "Smelly cat". Hún missir móður sína ung í aldri og hefur upplifað það að lifa á götunni og fleiri hræðilegar lífsreynslur. Hún á nokkra kærasta í gegnum gamanséríuna en í lokinn giftist hún kærasta sínum Mike. Hún klæðist skringilegum fötum, elskar dýr og gerir engum mein. Hún á oft mjög mörg ljóskumóment.


Friends eru mjög góðir þættir. Alltaf mjög fyndnir og mjög skemmtilegir að fylgjast með. Þættirnir eru aðalega teknir upp á kaffihúsinu Central Perk, íbúðunum tveim í blokkinni (Monica&Rachel og Chandler$Joey), heimili Ross og svo einnig íbúð Phoebe. Margir þekktir leikarar hafa komið fram í séríunni sem gestaleikarar, nefna má Brag Pitt, Reeze Witherspoon, Elle Macpherson, Morgan Fairchild, Bruce Willis og margir fleiri.

Hér eru nokkrar klippur úr Friends af youtube.com



sunnudagur, 30. nóvember 2008

Þættir

Það eru nokkrir þættir í sjónvarpi í dag sem ég hef gaman að þar á meðal eru Heroes og Dexter svo hef ég horft svolítið á Smallville

Það er nú aðeins einn af þessum þáttum sem ég horfi á í sjónvarpi og er það Dexter hina tvö horfi ég á á netinu eða á http://www.surfthechannel.com/. Þessi síða er mjög þægileg og sú besta með svona þáttum á netinu sem ég hef fundið en nóg um það.

Heroes:
Ég er að fylgjast með þriðju og nýjustu þáttarröðinni af Heroes en hún fjallar aðallega um illmenni sem eru haldin ofurkröftum. En þættirnir eru um fólk sem er haldið ofurkröftum og hvernig þau eru venjast því að öðruvísi en allir hinir og læra á kraftana sína. Þarna er fólk með krafta allt frá því að geta grætt sjálfan sig í að geta stöðvað tímann og fráfluttst. Fyrstu tvær seríurnar fjalla mjög mikið um það að hetjurnar eru að finna sig í baráttunni við illu öflin en í rauninni er aðeins einn vondur kall í þeim og er það Sylar. Hann stelur kröftum af öðrum með því að opna hausinn þeirra og finna kraftinn í þeim. Það er einnig hið svokallaða fyrirtæki sem stendur að því að ná í fólk með krafta og koma þeim bak við lás og slá. Fólkið sem þau taka eiga að vera vond en í sumum tilfellum er ekki svoleiðis. Þriðja sería fjallar um illmenni sem hafa sloppið úr fyrirtækinu. þessi sería er rétt að byrja hérna heima en hún er mjög spennandi.


Dexter:
Þættirnir Dexter eru bygðir á bókinni Dexter í dimmum draumi. En Dexter er haldin löngun um að drepa fólk. Hann er ættleiddur og var mamma hans drepin fyrir framan hann þegar hann var barn. Dexter man ekkert eftir þessu en mun þessi atburður hafa gert hann að þeim manni sem hann er í dag. Fóstur pabbi Dexters er löggan sem kom að honum þegar Dexter var í bjóðpolli móður sinnar. Hann kemst að löngun Dexters til að drepa hluti. Hann kennir Dexter hvernig hann ætti að geta gert það sem hann vildi. Það eina sem Dexter þurfti að gera var að drepa vonda menn það er menn sem hafa framið glæp en fyrir einhverjar sakir sloppið undan lögum. Dexter stundar þetta þegar hann eldist. Hann vinnur í lögreglunni sem sérfræðingur um blóð slettur og starfar því á besta stað til að komast að því hverjir eiga það skilið að ferða fyrir hönd hans. Það eru komnar þrjár þáttaraðir og er sú þriðja í sjónvarpinu á skjá einum núna.


Smallville:
Smallville fjallar um yngri ár Clark Kent eða Superman. Það eru komnar átta þáttaraðir af Smallville og verð ég að segja að þetta er orðið frekar út þynnt. En fyrir einhverja ástæðu þá hef ég alltaf gaman á að horfa á þetta. Það eru nokkur atriði sem pirra mig þó þar á meðal þá er hann ekki búinn að læra að fljúga. Eftir átta þáttaraðir þá er hann ekki ennþá farin að svífa um loftin blá. Einnig annað þá er hann farin að vinna á The Daily Planet en hann er ekki þessi vandræðalegi Clark Kent sem hann á að vera og hann er ekki með gleraugun sín. Þrátt fyrir þessa galla og það að söguþráðurinn er orðin vel út þynntur þá get ég ennþá horft á þetta. Þó að ég held að ég sé sá eini sem ég þekki.

Love Actually


Love Actually er sígild jólamynd sem kemur manni alltaf í jólaskap.
Þetta er spreng hlægileg bresk gamanmynd sem fjallar um nokkra einstaklinga og líf þeirra í 6 vikur fyrir jól. Í lok myndarinn kemur svo í ljós hvernig þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra tengjast hvor öðru. Ég ætla að fjalla um hvern einstakling fyrir sig ásamt fjölskyldum þeirra til að byrja með.

Add Image
Billy Mac og Joe
Billy Mac (Bill Nighy) er gamall og fyrrum rokksöngvari sem er að reyna að öðlast frægð sína til baka með hjálp umboðsmannsins Joe (Gregor Fisher). Hann gefur út lagið “Christmas is all around” sem hljómar eins og lagið “Love is all around” nema orðinu Christmas er komið fyrir í stað orðsins Love. Billy er í hörku baráttu um jólalag nr.1 þetta árið gegn bresku strákahljómsveitinni Blue. Hann kynnir lagið sitt vel í fjölmiðlum með miklum látum og umtali almennings, umbaðsmanni sínum til mikilla ama! Til að taka dæmi tússar hann á plagat af blue strákunum með orðunum “We’ve got little priks” inn í talbólu í beinni útsendingu í barnaþætti. En þessi mikla umfjöllun kom honum til geðs því hann var á toppi vinsældalistans á aðfangadag. Honum var boðið í öll helstu partý fræga fólksins en hann neitaði pent og eyddi jólunum með sínum ástkæra Joe.

Juliet, Peter og Mark
Juliet (Keira Knightley) og Peter (Chiwetel Ejiofor) gifta sig í byrjun myndarinnar. Mark (Andrew Lincoln) er besti vinur Peter og er einnig ástfanginn af Juliet honum til mikillar óþæginda. Hann leynir þessu leyndarmáli sínum fyrir öllum þar til Juliet sér brúðkaupsupptökur hans. Á þeim upptökum eru aðeins nærmyndir af henni. Henni brá mjög mikið því hún hélt að honum líkaði ekki við sig. Í lokin tjáði Mark henni ást sína en heldur lífi sínu áfram vitandi það að það muni aldrei neitt verða úr þessu. Peter kemst aldrei af þessu og heldur vinasamband þeirra tryggt ævilangt.

Jamie og Auriela
Jamie (Colin Firth) er vinur Juliet og Peter. Hann fór í brúðkaup þeirra og áður en hann fór í veisluna skrapp hann við heima til að unna kærustu sinni sem var með flensuna. Þar kemur hann að bróðir sínum og kemst að því að þau voru að stunda framhjáhald. Með þessar fréttir flýr hann í sveitsetur í Frakklandi til að skrifa aðra bók í safnið þar sem hann starfaði sem rithöfundur. Auriela (Lúcia Moniz) er portúgölsk kona sem er ráðin til starfa til ýmissar heimilisverka á dvalartíma Jamie. Hún talar ekki frönsku né ensku og geta þau ekki átt í eðlilegum samræðum saman. Þetta verður í raun til þess að þau verða ástfangin af hvoru öðru þó svo að þau vissu ekki af tilfinningum hvors annars. Eftir að hafa eytt nokkrum vikum saman snýr Jamie aftur til heimalands síns og skráir sig strax í tungumála kennslu í portúgölsku. Á aðfangadag mætir hann í fjölskylduveisluna sína, lætur fólkið hafa gjafirnar og snýr sér við á punktinum. Hann er ákveðinn í því að vinna sér hjarta Auriela. Hann tekur næsta flug til Portúgals og finnur hana í vinnu sinni á veitingastað. Hann biður hennar á hennar tungumáli og hún svarar honum á ensku því hún hafði hugsað það sama og hann. Auðvitað svarar hún játandi og flytur með honum til Englands.

David og Natalie
David (Hugh Grant) er nýkjörinn forsetisráðherra Bretlands. Hann er ungur og myndalegur og vinsæll á meðal þjóðarinnar. Hann stendur uppi fyrir heimalandi sínu og vill gera allt í sínu valdi til þess að því hagnist betur. Hann kynnist Natalie (Martine McCutcheon) sem starfaði sem þjónustustúlka hans á Downing Street 10. Þau falla fyrir hvort öðru en eitthvað efast David að fyrstu og lét færa hana um starfstöðu svo hann þurfti ekki að hitta hana meir. Á aðfangadag fær hann jólakort frá henni og auðvitað snýst hann hugur og finnur hana í húsi foreldra hennar í fátækrahverfi í London. Tíminn en naumur til þess að tala saman þar sem hún er að drífa sig á árlega nemendasýningu hjá litla bróðir sínum. Hann sannfærist til að koma með en fer inn bakdyramegin til þess að fælast umfjöllun í fjölmiðlum (hittir þar á systir sína Karen). Þau eru baksviðs að kela og þá er leikgardínunni lyft upp og þau eru í hörku sleik og allir í salnum sjá. Þarna hvarf öll leyndin sem fólst í því að fara bakdyramegin en auðvitað þróast samband þeirra til góðs.

Harry, Karen og Mia
Karen (Emma Thompson) er systir David en hún er gift Harry (Alan Rickman)og eiga þau tvö börn saman. Þau hjón hafa verið gift í mörg ár. Hún hjálpar vini sínum Daniel mjög mikið í myndinni þar sem hann er að komast í gegnum mikla sorg eftir að hafa misst eiginkonu sína. Harry er forstjóri fyrirtækis og þar starfar Mia (Heike Makatsch) sem ritari hans. (Þar starfa einnig Sarah og Karl sem verður tala um síðar). Mia tælir Harry auðveldlega upp úr skónum þó svo hann er með mikla sektarkennd gagnvart fjölskyldu sinni. Mia og Harry eyða saman öllum klukkustundum af jólagleði fyrirtækisins meðan Karen stendur útí horni og horfir á. (Jólagleðin er haldin í listasafni þar sem Mark rekur). Hann kaupir gullhálsmen í jólagjöf og Karen finnur það í jakkavasa hans til mikillar undrunar og hlakkleika. Á aðfangadag opnar hún svo pakkann en það reyndist vera geisladiskur með hinni frægu Joni Mitchell. Henni bregður mjög mikið en heldur áfram lífinu eins og ekkert hafi í skorist. Eftir nemendasýningu í skóla barnanna og hana verið vitni af nýju ástkonu bróður síns til mikillar undrunar talar hún við hann. Hún kemur því skýrt á framfæri hvort þetta snúist aðeins um kynlíf eða ást. Það kemur ekki alveg greinilega í ljós hvernig fór með hjónaband þeirra en hún er allavega mjög sár útí hann enn.

Daniel og Sam
Daniel (Liam Neeson) er ekkill eftir að hafa misst eiginkonu sína úr miklum veikindum. Hann heldur samt áfram að ala upp stjúpson sinn Sam (Thomas Sangster). Sam er 10 ára drengur sem er í miklu sálarangri í byrjun myndarinnar. Daniel nær tali af honum og spyr hvort hann sé lagður í einelti og fleira en svo er ekki. Sam er ástfanginn. Hann elskar skólasystur sína sem er vinsæla stelpan í skólanum. Hann gerir allt til að ná athygli hennar. Hann kemst loks að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að ná athygli er að læra á hljóðfæri og birtast með henni í atriði á nemendasýningunni í skólanum. Það er keypt trommusett á heimilið og hann eyðir öllum sínum stundum inn í herbergi að æfa sig. Samband þeirra feðga verður rosalega náið og þeir tala um allt sín á milli. Daniel er mjög hrifinn af súpermódelinu Claudiu Schiffer og það er hans draumakona auðvitað á eftir látni eiginkonu sinni. Sam stendur sig með prýði á trommunum á sýningunni og eltir ástina sína, Joanna, alla leið á flugvöllinn til að tjá ást sína. Á flugvellinum var Joanna að flytjast með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna tímabundið. Í flýti þeirra í gegnum skólann, á leiðinni í bílinn á flugvöllinn rekst Daniel á Carol sem líktist Claudiu Schiffer rosalega því hún er einmitt leikin af henni. Sonur hennar Carol er í sama skóla og Sam. Samband þeirra þróast eitthvað þó svo við vitum ekkert með vissu hvert það stemmdi.

Sarah og Karl
Sarah (Laura Linney) og Karl (Rodrigo Santoro) starfa í fyrirtæki Harry. Sarah hefur starfað þar í nokkur ár og hefur ekki tekið augun af Karl síðan hún byrjaði. Allir í fyrirtækinu vita af þessu. Hún hafði ekki kjark til að tala við hann á fyrra bragði og ekkert gerist fyrr en Karl biður um dans í jólaskemmtuninni. Þau fara heim saman en það sem truflar er símtal frá veikum bróðir Söruh. Bróðir hennar er geðveikur og hringir í hana á 5 mínútna millibili til þess að segja hugmyndir sínar sem eru í raun ekkert merkilegar. Hún er það eina sem hann á eftir og hún heldur að tilgangur sinn er að sjá um hann. Hann er númer 1, 2 og 3 og ekkert mun breyta því þótt hún þráir mun fjölbreyttara líf.

Colin og Tony
Colin (Kris Marshall) starfar sem matarstrákur og þjónar mat í brúðkaupum og fer með samlokur í fyrirtæki. (Hann þjónaði í brúðkaupi Peter og Juliet og kemur með samlokur í fyrirtæki Harrys). Hann er ungur og ekkert gengur hjá honum í kvennaheiminum. Tony (Abdul Salis) er vinur hans og er alltaf að gagnrýna hugmyndir hans. Colin setur aleigu sína undir flugmiða til USA því hann er viss um að finna draumakonuna þar. Honum lýst ekkert á þessu bresku konur og veit að það er bæði betra úrval og auðveldara að heilla konurnar í Bandaríkjunum, sérstaklega vegna breska hreimsins. Tony hristir hausinn yfir þessari vitleysu þar til hann tekur á móti vini sínum með glæsilega kærustu sér við hlið og systir hennar sem kyssir Tony beint á munninn.

John and Judy
John (Martin Freeman) og Judy (Joanna Page) eru staðgenglar í klámmyndaheiminum. Þau hittast í fyrsta skiptið við tökur á mynd sem þau starfa við og byrja þá að tala um lífið og tilveruna án þess að vera trufluð við nekt og stellingar þeirra. Eftir mikið tal biður John Judy á stefnumót og það endar vel. Þau byrja saman og þau ákveða að svara ekki þegar fólk spyr þau hvar þau kynntust. Það merkilega er við þeirra hlutverk í myndinni er að í klipptri útgáfu myndarinnar eru öllum þeirra atriðum sleppt vegna grófleika svo hægt sé að lækka aldurstakmark myndarinnar.


Myndin fjallar sem sagt um margar mismunandi gerðir af ást og hvernig Myndin er sprenghlægileg og kemur manni alltaf í gott skap. Rosalegt samansafn af góðum leikurum hef ég aldrei séð áður og eru mörg atriðin alveg stórkostlega leikin. Það er ótrúlegt hvernig handritshöfundar hafa tekist að samtvinna öllum þessum ólíku sögum í eina stóra mynd. Ég mæli hiklaust með henni fyrir öll komandi jól.

þriðjudagur, 25. nóvember 2008

Quantum of Solace (spoiler)


Ég fór á nýju James Bond myndina á forsýningu um daginn.

Myndin var afbragðsgóð þótt það vantaði upp á ýmsa vanabundna James Bond takta. Hann sagði sagði til dæmis ekki hinar frægu línur "My name is Bond, James Bond" og "Vodka martini, shaken not stirred". Ég skil nú hinsvegar afhverju hann segir ekki martini línuna sína, það er einungis vegna þess að hann hefur ekki ennþá uppgötvað drykkin. Einnig var hið fræga gun barrel atriði sem er alltaf í upphafi James bond myndanna bara í lokin og var það frekar furðulegt. Maður komst ekki í Bond "fílingin" út af þessu.

Þessi James Bond mynd er beint framhald af fyrstu mynd Daniel Craig sem Bond, Casino Royale. Hún byrjar mjög spennandi þar sem Bond er að keyra nýjan Austin Martin í svakalegum bíla elltingarleik og eru allir bílarnir lagðir í rúst með miklum klessulætum. Hann er með Mr. White (Jesper Christensen) í skottinu en einmitt í endanum á Casino Royale finnur James Bond Mr.White og ógnar honum mjög glæsilega með stórri byssu. Þegar Bond kemur með Mr. White til M (Judi Dench) komast þau að því að Mr.white vinnur fyrir einhverja sem hafa víst menn allstaðar, en MI6 veit því miður ekkert um. Þar á meðal einn þeirra sem er með þeim í herberginu og byrjar hann að skjóta á þau. Hann starfaði einmitt fyrir M. Bond eltir manninn í svakalegum elltingarleik sem endar með því að Bond drepur hann. Þegar Bond kemur aftur er Mr. White horfinn. Eftir þetta atvik fer allt í uppnám í MI6. M lætur rannsaka íbúð mannsinns sem sem hafði starfað fyrir hana í nokkur ár en kemst ekki að neinu. Það var ekki neitt sem sem benti til þess að hann ætti einhver tngsl við þessa menn. Hann var heldur ekki með neitt sem bennti til þess að ætti sér einhverskonar líf. Hann hafði komist í gegnum mörg lygarpróf og allskonar skoðanir sem starfsmenn MI6 þurftu að standast til að halda stöðu sinni.
Það eina sem þau fundu var eitthver vísbending um mann sem gisti á hóteli á Haiti. Bond finnur manninn og drepur hann í semi sjálfsvörn. Bond finnur skjalatösku og þegar hann er að ganga í burtu frá hótelinu með skjalatöskuna í hendinni kemur bíll keyrandi upp að honum og kona sem heitir Camille (Olga Kurylenko) biður hann um að koma í bílinn til sín. Þegar þau eru að tala saman kemst Bond að því að í skjalatöskunni eru fyrirmæli um að drepa Camille og kastar hún honum út úr bílnum. Bond eltir hana og kemst að því að hún er að vinna fyrir Dominic Greene (Mathieu Amalric) sem var reyndar maðurinn sem réð mann til að drepa hana.
Bond kemst að því að Green er stjórnarformaður Greene Planet sem er vistvænlegt fyrirtæki sem notast við ýmiskonar náttúruauðlindir til að græða peninga. Greene er að hjálpa bólivískum hershöfðingja að steypa Bólivísku stjórninni af stóli. Bond bjargar Camille úr höndum hershöfðingjans en Greene hafði látið hann fá hana. Því næst eltir Bond Greene að einkaþotu sem er að fara til Austurríkis og fer Bond einnig þangað.
Greene og CIA eru að vinna saman og ætlar Greene að láta þá fá olíu sem Bandaríkjamenn halda að sé í Bólivíu ef þeir skipta sér ekkert af stjórnar skiptunum sem Greene er að láta fara í gegn. Þegar komið er til Austurríkis kemst Bond að því að Greene er að fara á fræga óperu sýningu. Þar sér Bond aðstoðar mann forsætissráðherra Bretlands og fleiri þjóðþekkta einstaklinga. En þeir eru allir að tala saman um þetta Bólivíu dæmi og nær Bond að hlera samtal þeirra. Þegar allir komast að því að bond er að hlera standa þeir upp og yfirgefa óperuna. Við það kemst Bond að því hverjir eru að leggja saman nefjum. Mr. White var þarna en hann hreyfði sig ekki úr sessi svo Bond sá hann ekki. Bond elltir og drepur mann sem hann átti ekki að drepa og við það afturkallar M öll kredidkortin hans og biður hann um að koma rakleiðis til London. Eins og Bond einum er lagið fylgdi hann ekki fyrirmælum og leitaði upp fyrrum félaga sínum úr Casino Royale myndinni, Mathis (Giancarlo Giannini). Þeir fara saman til Bólivíu en þar bíður Bond Strawberry Fields (Gemma Arterton) sem er frá MI6 og á að koma honum til London með næsta flugi. Bond samfærir stúlkuna að koma með sér í partý sem er haldið af Greene Planet. Þar hittir bond aftur Greene og Camille. Bond og Camille fara burt saman á meðan stúlkan frá MI6 talar við Greene. Þegar Bond og Camille eru að keyra í burtu eru þau stöðvuð af bólvískum lögregluþjónum og finna þeir Mathis dauðan í skotti bílsins. Bond drepur bólivísku lögreglumennina og setur Mathis í gám rétt hjá. Nú stinga Camille og Bond af þau keyra á stað sem Camille veit að Greene fær fyrir að hjálpa til við höfðingja skiptin í landinu. Þau leigja sér eldgamla flugvél og fljúga yfir svæðið að reyna að sjá hvort eitthvað sé þar. Það er ráðist á þau og flugvélin skotin niður. Camille og Bond stinga sér í gegnum loftið í miklum loft fimleikum þar sem þau hafa aðeins eina fallhlíf. Þetta endar þó allt vel því hér erum við aðsjálfsögðu að tala um Bond. Því þau spenntu fallhlífina upp á akkurát réttum tíma og það hitti svo vel að þau voru akkurat yfir gati í eyðimörkinni eða svokölluðum sinkhole. Þar kemst Bond að því að General Medrano (Joaquín Cosio) drap og nauðgaði fjölskildu Camille og að hún leitaðist hefndar. Þegar þau eru að finna sér leið úr hellinum þá komast þau að því að Greene hefur verið stífla neðanjarðar ár, sem fluttu vatn til fólks í nágreninu, til þess að eigna sér mest allt vatnsból Bólivíu. Næst fara Bond og Camille aftur í bæinn og á hótelið og þar bíður hans M og útsendarar MI6 til að flytja hann til London. Því að uppá hótelherberginu er Fields og hefur henni verið drekkt í hráoliu. Bond sleppur úr haldi manna MI6 og segir M að verki hans sé ekki lokið. Bond hittir Felix (Jeffrey Wright) sem er CIA maður og varar hann Bond við því að CIA sé að leita að honum og segir honum hvar Greene og Medrano ætla að hittast. Bond flýr staðinn og við það fyllist hann af CIA mönnum sem ætla að handtaka hann en Bond kemst undan. Bond og Camille fara þangað sem Felix sagði að Greene og Medrano ætluðu að hittast og er það hótel sem fær allt sitt rafmagn úr vetnis raföllum. Þar eru þeir að ganga frá síðustu hlutum samningsins. Þarna verður svakalegt bardaga atriði milli Camille og Medrano sem endar með því að Camille drepur Medrano. Nú er kviknaði í öllu vegna þess að Bond sprengði einn vetnis rafalinn og við það varð keðjusprenging sem leiddi það af sér að einn rafallinn sprakk á fætur öðrum. Bond og Camille sleppa með naumindum. Bond eltir Greene niður sem hafði sloppið í öllum æsingnum. Hann keyrir Greene út í miðja eiðimörkina með aðeins eina flösku af vélarolíu og finnst hann síðar látin með vélarolíu í maganum. Bond skilur við Camille á lestarstöð. Því næst finnur Bond fyrrverandi ástmann Vesper Lynd sem var ástkona Bonds í Casino Royale. Hann vinnur hjá Quantum sem er fyrirtækið sem er bak við þetta allt saman. Hann laðar að sér hátt settar konur og lætur síðan Quantum "ræna sér" og fær konurnar til að gefa upplýsingar til að honum sé sleppt. Bond finnur hann með hátt settri konu úr Kanadísku leynilögreglunni. Hann segir henni frá því sem kom fyrir Vesper og segir henni að koma sér í burtu. Bond drepur ekki mannin og þykir M það skrítið. Myndin endar á því að Bond gengur í burtu og lætur hálsmen Vespers detta í jörðina. Er þetta merki um að hann sé búin að finna frið með Vesper.

Þetta var mjög góð mynd. En ég gerði ein mistök áður en ég fór á myndina og það var að horfa ekki á Casino Royale áður en ég fór að sjá hana. Ég fór á Casino Royale þegar hún var frumsýnd og mundi ekkert mikið eftir henni þegar ég sá Quantum of Solace og var það mér aðeins til ama. Það hafði þó ekki áhrif á það að ég gæti ekki skemmt mér yfir myndinni.

Mér fannst öll áhættuatriði vera mjög flott og voru öll hasaratriði frábærlega skipulögð og myndatakan frábær. Eins og bíla atriðið í upphafi myndarinnar var frábært og líka þegar Bond er að ellta svikaran innan MI6 var mjög flott. Ég skemmti mér konunglega á þessari mynd og var hún frekar spennandi.
En eins og ég sagði í upphafi þá vantaði bísna marga klassíska Bond takta. Það sem ég sakna einnar mest er Q en það vantar algerlega græjurnar hans í þessa mynd.

En hér er trailer fyrir myndina:

mánudagur, 24. nóvember 2008

Max Payne


Ég fór á Max Payne í bíó um daginn.

Þetta er mynd um mann sem hefur misst fjölskylduna sína. Konan hans og ungabarnið hans voru drepin á heimili þeirra af ræningjum sem brutust inn í hús þeirra. Myndin fjallar um það þegar hann finnur út hver það var sem drap fjölskyldu sína og hvernig hann nær sinni hefnd.

Max Payne (Mark Wahlberg) var rannsóknarlögregla áður en kona hans og barn voru drepin. Eftir morðið gekk hann í gegnum mikið áfall var færður í aðra deild innan lögreglunnar að flokka skjöl. Fyrrverandi vinnufélagi hans (former partner) rannsakaði morðið, að nafni Alex Balder (Donal Logue). Engar niðurstöður fundust og annar morðinginn sem slapp af vettvangi fannst aldrei. Max notaði sína þekkingu til að rekja slóðina til morðingjans. Hann var staðráðinn í því að finna morðingjann. Það er oft farið til baka í myndana og sýnt sjónarhorn hans þegar hann kemur að morðstaðnum í hjónaherberginu.

Eitt af byrjunaratriðum myndarinnar er í neðanjarðalestargöngum. Þar ráðast 3 ungir menn á hann á almenningsklósetti og tattú eins þeirra vekur athygli hans. Tattúið er í laginu eins og englavængir. Hann leitar sér upplýsingar hjá fyrrverandi uppljóstrara sínum varðandi morðið. Þar kemst í tengslum við myndalega unga konu sem bar tattúið. Hann fær hana heim með sér þar sem hún heimtar kynlíf. Hann neitar og með því fer hún útúr íbúðinni. Á leiðinni út rænir hún seðlaveski hans. Daginn eftir er stúlkan fundin í mörgum hlutum í húsasundi skammt frá íbúð Max Payne. Alex kemur fyrst að morðstaðnum og finnur veskið. Hann fjarlægir þar og talar við Max í einrúmi. Max vildi ekkert segja um málið og ásakar hann um að hafa ekki fundið morðingja eiginkonunnar. Max er grunaður á morði ungu konunnar.
Max heldur leit sinni áfram. Hann kemst í tengsl við systir ungu konunnar sem vill ná hefnd á morðingja systur sinnar. Hún gefur honum ýmsar upplýsingar um dópsala sem látna unga konan var í miklum viðskiptum við.
Alex er að fara yfir öll morðgögnin þegar hann kemur auga á það að tattú ungu stúlkunnar var það sama og á látna morðingja eiginkonunnar. Hann hringir strax í Max og biður hann um að hitta sig heima hjá Max undireins. Max flýtir sér heim á leið og kemur að Alex látnum í íbúð sinni. Þar er ráðist á hann aftan að og hann tæmir byssuna sínu út í loftið án nokkurrar hjálpar. Hann endar stórslasaður á sjúkrahúsi. Eiginkona Alex kennir Max um morðið þar sem hann hafði gert svo miklar kröfur til Alex og hafði aldrei verið ánægður með vinnuafrek hans til þessa. Þetta eikur enn staðræði hans á að finna morðingjann.
Slóðin liggur að fyrirtæki sem eiginkonan vann í. Það var lyfjafyrirtæki. Þau framleiddu ýmiskonar lyf sem voru svo prófuð á fólki áður en þau voru sett á markað. Eitt af lyfjunum sem voruð prófuð voru lyf sem áttu að minnka hræðslu hermanna og breyta hugsunarhætti þeirra í að þeir voru ósigrandi. Þetta lyf virkaði einungis á smávægilegt prósent hermanna og hinir urðu allir háðir þessu og fóru að sjá ofsjónir. Ofsjónirnar birtust þeim sem fljúgandi djöflar (valkyrjur=konur sem sóttu særða hermenn) og eru þeir búnir að vera í bakgrunninum alla myndina (þ.á.m. morðingi ungu stúlkunnar í húsasundinu að hún hélt).
Lykilstarfsmaður í fyrirtækinu viðurkennir að eitthvað hafði farið úrskeiðis í þessu máli þegar Max nær tali af honum. Max fær þá DVD disk um málið frá honum. Sérsveitarmenn ráðast inn í fyrirtækisbygginguna og Max kemst á brott með miklum skottárásum á meðan starfsmaðurinn var skotinn. Hann var í raun skotinn bara til þess að vera drepinn vegna þekkingar sinnar á lyfjamálinu.
Á diskinum er viðtal við nokkra hermenn sem tókust lyfin vel. Einn þeirra var morðingi ungu stúlkunnar hafði selt henni þessi lyf í langan tíma. Max Payne fer á staðinn þar sem þessi maður er staðsettur. Hann var á stað sem kallaðist RagNarRek (ísl. Ragnarrök=heimsendir).
Þeir slást og endar þar með að BB (Beau Bridges) og aðstoðarmaður hans skjóta hermanninn. BB var yfirmaður öryggismála í lyfjafyrirtækinu. Hann var góður vinum Max og eiginkonunnar og hafði reynst Max vel í gegnum öll erfiðin. Max, BB og aðstoðarmaður hans labba út af staðnum og labba í átt að bryggju borgarinnar. Það var snjór yfir öllu og kalt í veðri. BB segir Max um málið þar sem hann vissi allt. Í raun var BB sökudólgurinn þar sem hann dópsali hermannsinsog græddi mikinn pening af þeim viðskiptum. Hann var morðingi eiginkonunnar þar sem hún hafði komist af þessu máli. Hann var hræddur um að það yrði komist upp um hann svo hann drap hana og flúði af vettvangi og var aldrei fundinn. Nú var hans tími komin að drepa Max þar sem hann vissi of mikið líka. BB kemur fyrir ofskynjunarlyfjunum í vasa Max, skýtur í átt að honum og hendir honum í sjóinn til þess að láta morðið líta út sem ofskynjunarsjálfsmorð. Max syndir upp úr vatninu og tekur lyfin til að finnast öflugari. Lyfin ná tök á honum og hann verður óstöðvandi. Hann fer að sjá ofsjónirnar. Myndin endar með mjög dramatísku skotbardagaatriði í lyfjafyrirtækinu sem tekur því ekki að lýsa. En aðalatriðið er að Max Payne lifir og BB deyr.

Þessi mynd hafði ágætt skemmtunargildi og var á köflum mjög spennandi. Tæknibrellurnar voru mjög flottar og bar af sérstaklega atriðið með fljúgandi valkyrjunum. Maður var aldrei viss hvort þær voru raunverulegar eða bara eitthver tóm vitleysa. Skotbardagarnir voru margir mjög flottir en það sem fór í taugarnar á mér var það hversu Max var alltaf ódrepandi. Hann fékk aldrei skot í sig og endalaust orkumikill.
Veðrið í myndinni var mjög furðulegt. Það er eins og að veðurguðirnir hafi verið uppdópaðir ásamt nokkrum persónum myndarinnar. Eitt atriði sem tekið er úti þar sem það er helli demba og mínútu síðar inn í húsi fyrirtækisins sést að það er skínandi sól þótt að manneskjan sem var utandyra er enn rennblaut. Það var líka frekar furðulegt að síðar um kvöldið eða daginn eftir var sjórinn frosin og alþakinn ís. Einnig þrátt fyrir mikinn kulda í veðri myndaðist aldrei gufa út úr munni fólks þegar það talaði saman utandyra í frostinu. Eins og allir íslendingar vita getur ekkert af þessu átt sér stað. Yfir heildina litið var veðrið mjög fjölbreytilegt og nánast óaðfinnanlegt.

Trailerinn fyrir myndina var mjög töff og bjóst ég einhvernvegin við allt öðru og meiru. En hér er hann:



Mér fannst myndin ágætis skemmtun en ég var nokkuð sáttur með það að hafa átt frímiða á myndina. Ég er ekki viss hvort ég hefði tímt 1000 kr á hana.

miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Handritalestur


Ég horfði á The Mask um helgina og las handritið með henni.

Ég verð að segja að mér fannst mjög mikið í handritinu sem var sleppt úr myndinni, til dæmis var byrjunin allt öðruvísi í myndinni en í handritinu. Það er bara eins og fyrstu tveim blaðsíðunum sé einfaldlega sleppt. Þar er Leifur Eiríksson að losa sig við grímuna sem Stanley (Jim Carrey) finnur síðan. Hann ætlar að sigla með hana á enda heimsins en finnur fyrir tilviljun Ameríku. Hann grefur grímuna í boxi í sandinn og segir að landið sé núna sett bölvun eða cursed.
Einnig var heilu sub-plotti sleppt en það var um það að Dorian (Peter Greene) ætlaði að kaupa eitthvað spilavíti sem var að opna og bjarga þannig staðnum sínum sem færi líklega á hausinn ef það myndi opna.

Það var einnig mörgu breytt og bætt við.
Til dæmis er ekkert minnst á Niko(Orestes Matacena), sem er yfirmaður Dorians í myndinni, í handritinu en hann er nokkuð mikilvægur í myndinni. Einnig var endirinn í handritinu allt öðruvísi en endirinn í myndinni. Endirinn var miklu dramatískari í handritinu og er atriðið þar sem Stanley/Mask gleypir sprengjuna og kemur þannig í veg fyrir að allt springi í loft var ekki í handritinu og sprengjan springur. Þetta er svakalega dramatískt.
Það var einnig margt fleira.
Einnig var mjög mikið af dialog sleppt eða stytt.

Það sem mér fannst mjög skemmtilegt við handritið var hinar ýmsar lýsingar á atriðum. Til dæmis er æðisleg lýsing á því hvernig Stanley á að upplifa innkomu Tinu Carlyle (Cameron Diaz) þegar hún kemur fyrst inní bankann þar sem hann vinnur.
Hún er svona

CAMERA does a classic CHEESECAKE TILT-UP starting with the woman's million dollar legs as she squeezes some of the water out of her skirt... up past her body, which through her damp summer clothes is undeniable proof that there is a God... up... up... to her face as that newspaper is tossed aside. She's a heart-stopping woman/child with a Cupid's bow mouth and ice blue eyes. In other words she's trouble. Big trouble, also known as TINA CARLYLE.

Maður sér á þessari lýsingu að þarna er einhver svakaleg komin inn.
Hér sést þetta atriði.



Einnig fannst mér fyndið hvernig því er lýst þegar Milo hundur Stanley's horfir einhvern tíman á hann.
Milo does that doggie-head-cocked-sideways "What the hell?" look.

Mér fannst þetta mjög tímafrekt og var maður meira en tvöfalt leggur að koma sér í gegnum myndina. Hverjar 10 bls voru um 7-9 mín og fannst mér stundum sem ég læsi alveg heilan helling og sæi aðeins smá.

Handritið var miklu klúrara og ofbeldismeira en myndin. Það var til dæmis meira um kossa á milli Tinu og Stanley í handritinu en í myndinni. Það var líka fleira fólk drepið í handritinu en í myndinni.

Það sem kom mér mest á óvart var hvað miklu var sleppt og breitt. Einnig hvað staðarlýsingar voru takmarkaðar.

Hér er handritið fyrir myndina,
http://sfy.ru/sfy.html?script=mask

föstudagur, 31. október 2008

Queen Raquela


Ég fór á myndina The Amazing Truth About Queen Raquela í bíó um daginn.

Þetta var alveg ágætis mynd en mér fannst hún ekkert spes. Þegar ég fór á myndina hélt ég að ég væri að fara á heimildarmynd. En þegar fór að draga á myndina voru þarna nokkur atriði sem manni fannst alveg örugglega vera leikin.

Þessi mynd er um stelpu-strák en stelpu-strákar eru "strákar" sem eru með sál kvenmanns. Þannig að þetta eru stelpur í stráka líkama en þau eiga ekki efni á aðgerð og lifa því lífi sínu alla tíð með tólin hangandi. Þessar "stelpur" lifa yfirleitt ekki lengi vegna þess að þær eru ekki kvenlegar mikið eftir 26-28 ára og því reyna þær að sofa hjá sem flestum mönnum. Afleiðingin er sú að þær/þeir deyja yfirleitt úr kynsjúkdómum eða ofneyslu eiturlyfja.

Raquela er söguhetja myndarinnar og er hún stelpu-strákur frá Filipseyjum. Það er draumur hvers stelpu-stráks að ríkur Evrópubúi komi og bjargi þeim úr fátæktinni. Þetta kemur samt aldrei fyrir. Raquela ratar í klámiðnaðinn eins og svo margar stelpu-strákar. Hún fer að fá pening og kynnist manni sem rekur klám fyrirtækið. Hann ræður hana til starfa. Hún kynnist Íslenskri stelpu í gegnum netið og fær að koma til Íslands eftir nokkurra pappírsvinnu. Ameríkaninn sem á klám fyrirtækið borgaði fyrir ferðina til og frá Íslandi. Þar hittir hún Valerie og fær vinnu í frystihúsi. Henni líkaði vel við sig á íslandi en fékk bara landvistarleyfi til þriggja mánaða og þurfti því að fara aftur til baka. Það næsta sem hún geri er að fara til París með Kananum og er hann alveg óþolandi. Þar skilja leiðir þeirra og nýtur hún sér vel í París. Hún endar aftur á Filipseyjum og fer aftur á götuna.

Ég var ekkert að fíla þessa mynd neitt mikið og fannst hún frekar langdreginn. Það ruglaði mig mikið að vita ekki hvort þetta var heimildarmynd eða ekki.

Myndin var tekin upp með venjulegri DV vél og var Ólafur Jóhannesson yfirleitt aðeins með tvo aðstoðarmenn með sér og hann sá þá alfarið um upptökurnar. Hann gerði þetta í öllum löndunum sem hann tók upp þ.e. Ameríku, Filipseyjum, Frakklandi og Íslandi. Honum fannst þetta mjög gott því þá kynnist hann fólki og sker niður kostnað við gerð myndarinnar.

Ólafur Jóhannesson kom í heimsókn til okkar. Hann talaði við okkur um myndina og það sem hann hefur planað að gera á næstunni. Hann kynnti fyrir okkur góða leið til að byggja upp heimildarmynd. Munurinn á heimsókn hans miðað við heimsóknir þeirra sem eru búnir að koma var að hann beið eftir spurningum en talaði ekki mikið út fyrir efnið. Mér fannst betra þegar það var talað út í eitt því þá kemur yfirleitt eitthvað gagnlegt fram sem engum hefði dottið í hug að spyrja um.

Ég leit mynda öðrum augum eftir að hafa hlustað á það sem Ólafur hafði að segja um gerð myndarinnar.

Þetta var áhugaveð mynd en ég mundi ekki leigja hana eða kaupa.

Hér er trailerinn fyrir myndina.



þriðjudagur, 28. október 2008

Reykjavík - Rotterdam


Ég fór að sjá Reykjavík - Rotterdam um daginn og ætla ég að segja frá henni og heimsókn Óskars Jónassyni hér.

Þessi mynd er leikstýrð af Óskari Jónassyni. Þetta er íslensk spennumynd á heimsmælikvarða. Enda skrifaði Arnaldur Indriðason með Óskari handritið að myndinni. Þegar tveir snillingar koma saman þá er ekkert annað en meistaraverk sem getur komið út.

Reykjavík - Rotterdam fjallar um Kristófer, sem er leikin af Baltasár Kormáki, og er hann á skilorði og vinnur hjá Öryggismiðstöðinni. Kristófer fór á skilorð fyrir að vera tekin fyrir smygl á áfengi. Kristófer og kona hans Íris, sem Lilja Nótt Þórarinsdóttir leikur, eiga mjög erfitt að koma höndum saman fjárhagslega og fá mikið af notuðum hlutum gefins frá Steingrími, sem Ingvar E. Sigurðsson leikur. En Íris og Steingrímur voru saman einhvern tíman í fortíðinni. Steingrímur vil hjálpa Kristófer og ætlar að senda hann í annan "túr". En það var Steingrímur sem bar ábirgð á áfenginu sem Kristófer var böstaður fyrir áður en hann þagði um hans hluta í málinu. Í fyrstu heldur maður að Steingrímur sé að gera þetta til að hjálpa Kristófer en svo er ekki. Hann vil fá Írisi aftur og sendir menn til að hræða hana og brjóta allt og bramla heima hjá henni þegar hún er ný komin heim. þeir gera margt til að hræða hana og fær Steingrímur Írisi loks að flytja til sín tímabundið meðan Kristófer er á skipinu. Íris veit auðvitað ekki að Kristófer er að fara til að smygla áfengi hún heldur að hann sé hættur því. Þegar Þeir koma loks til Rotterdam þá lenda þeir í ýmsum vandamálum til dæmis þá stelur einn af mönnum Kristófers öllum peningunum sem átti að fara í kaupin og kaupir dóp. Einnig var sá maður sem hann var vanur að stunda viðskipti við hættur störfum svo þeir þurfa að snúa sér að öðrum manni sem er vægast sagt klikkaður. Síðan þegar þeir ætla að borga grípa þeir í tómt. Vegna þessa þá biður hann þá um að hjálpa sér í ráni og gera þeir það. Þessir Hollensku krimmar ætla að ræna bíl fullan af verðmætum listaverkum þeir ná að grípa nokkrar en lögreglan kemur og allt fer í fokk. Kristófer og félagi hans grípa eitthvað sem þeir halda að sé bara verðlaus málningar strigi sem er búið að sletta á og nota sem ábreiðu yfir áfengið. Þetta er samt sem áður, að ég held, listaverk eftir Jackson Pollock frægan Bandarískan listamann og er verk uppá stóra peninga. En þeir komast rétt í tæka tíð til áður en skipið siglir úr höf og aftur til Íslands. Nú er allt í fokki á íslandi því Steingrímur er að komast að því að Íris er ekki að falla fyrir honum og hann lætur lögregluna vita um smyglið. Þetta flækir hluti alveg all svakalega. Steingrímur rotar Írisi óvart og vefur hanni í teppi. Hann ætlar að losa sig við hana. Hann kemur henni, meðvitundarlausri, fyrir í undirstöðum af byggingu sem hann er að vinna að og á að setja steypu í daginn eftir. Kristófer er nú brjálaður út í Steingrím fyrir að hafa sagt frá málinu og losar sig við allt draslið. Hann nær að komast til Steingríms og reynir þá að hringja í Írisi og þá finnst hún aðeins fáeinum sekúndum áður en steypunni er hellt, brjálæðislega spennandi. Nú hefur Steingrímu verið skellt bak við lás og slá og þau lifa æðislegu lífi málandi veggi húss síns með verk eftir Jackson Pollock sem vörn að mállingin fari ekki á golfið. Já áfengið kom sér svo til þeirra aftur Kristófer hafði bara sett það á mjög sniðugan hátt út í sjó.

Mér fannst þessi mynd alveg meiriháttar og ein besta íslenska spennumynd sem ég hef séð. Þetta er allaveganna besta íslenska mynd sem ég hef séð frá því mýrin kom út.

Það var margt flott í þessari mynd og mikið um tæknibrellur allaveganna á íslenskum mælikvarða. Það sem mér fannst flottast var sprengingin í Rotterdam og þegar Íris skellur með hausinn í ofninn. Mér fannst töff hvað það var raunvörulegt enda var notast við brúðu. Það var notuð búða í einu öðru atriði en það var þegar Jörundur Ragnarson datt niður þverhníptan klett og fannst mér það líka frekar töff.

Klipping og myndartaka var til fyrir myndar í þessari mynd og fannst mér spennan vera byggð verulega upp með réttum aðferðum. Myndin var mjög vel leikin og var ekkert gervilegt eða eins og það ætti ekki heima þarna. Ekki eins og í myndinni Köld slóð þar sem ekkert var gott hvorki leikurinn né handritið. Ég skemmti mér konunglega á þessari mynd og mun efalaust kaupa hana þegar hún kemur á DVD.

Óskar Jónasson.









Eftir að við vorum búin að fara á myndina þá kom Óskar til okkar og ræddi við okkur. Mér fannst allt það sem hann sagði gagnlegt og gæti nýst mér í framtíðinni. Hann sagði okkur frá nokkrum LYKILreglum sem Siggi Palli var reyndar búin að minnast á. Svo sagði hann okkur að brjóta þær. Það er gott að vita af reglunum svo maður geti brotið þær og séð hver útkoman er. Hann er ekki leikstjóri sem veit allt og er bestur og enginn er betri en hann. Óskar er maður sem fær fólk til að láta ljós sitt skína og leyfir því að vinna vinnuna sína án þess að vera að stjórna öllu því einn maður getur ekki stjórnað öllu. Hann væri drauma leikstjóri Valdísar því hún vill svolítið hafa frjálsar hendur eins og hún sagði þegar hún kom til okkar.

Ég hlakka til að sjá meira eftir Óskar því ég býst við því að hann sé langt frá því að vera búinn.


Hér er trailer úr myndinni

RIFF - grafiti

Ég fór á pallborðsumræðu um grafíti.

Þessi umræða var vegna myndarinnar Bomb it en hún fjallar um grafíti sem list en ekki svo mikið sem skemmdarverk. Ég fór samt sem áður ekki að sjá þá mynd vegna tímaleysis.

Það var mjög áhugavert að hlusta á fólkið ræða um hin ýmsu málefni veggjakrots þar á meðal var orðið veggjaKROT tekið fyrir og það var tekið fram hvað það teiknar neikvæða mynd af málefninu. Því veggjakrot er ekki alltaf krot.

Jakob Fríman far sá sem fór fyrir umræðunni en frá útgáfu myndarinnar voru bæði leikstjórinn og einn framleiðendanna. Þarna voru einnig einhverjir íslendingar sem áttu að koma með sína sín á málefninu.

Það kom mikið áhugavert fram í þessari umræðu eða það fannst mér. Það var voðalega lítið talað um myndina sjálfa en miklu meira um stefnu Reykjavíkurborgar gagnvart veggjakroti og til dæmis þegar það var málað yfir listaverk eftir fólk sem hafði lagt mikla vinnu í þau. Þarna hafði Jakob lítið að segja. Hann sagði að fólk þyrfti að sækja um leifi fyrir verkunum ef það var fyrir augum almennings. Ef verkið var þegar til staðar átti bara að sækja um leyfi og fá verkið samþykkt. Jakob sagði að þetta væri nánast alltaf samþykkt og að fólk þyrfti bara að lýsa verkinu og það fengi það samþykkt. Þarna er samt sem áður svolítið sem var ekki alveg rétt. Þeir sem vildu fá verkið samþykkt þurfa að koma með nákvæma lýsingu og skets af verkinu sem þeir ætla að gera en þeir sem eru mikið í veggjakroti gera ekki verk eftir fyrir fram teiknaðri mynd. þeir fá hugmynd og vinna út frá henni. Þarna var maður sem vildi fá leyfi Reykjavíkurborgar hann hafði leyfi fyrir tækis til að gera verk. Þessi maður sendi fyrri verk og að þetta væri það sem hann gerð yfirleit og myndi gera eitthvað í þessum stíl. Honum var neitað og sagt að þau þyrftu teikningu af því sem hann ætlaði að gera.

Það var einnig talað um veggi sem væru "frjálsir" veggir þar sem menn gætu graffað án truflunar. Þar komu menn með ýmsar hugmyndir. Það kom eldri maður með einn punkt þar sem hann hafði unnið að svoleiðis verkefni fyrir mörgum árum og hann sagði að þar hefðu þau boðið litlaputta en öll höndin tekin og málið farið úr böndunum.

Ég þurfti Því miður að fara fyrr og sá því hvernig þetta endaði.

hér er trailerinn fyrir bomb it

föstudagur, 17. október 2008

RIFF – Squeezebox



Squeezebox er heimildarmynd um skemmtistað í New York frá 1994 til ársins 2001. Þetta var venjulegur skemmtistaður í New York sem vildi breyta um hefðir og gera eitthvað nýtt. Eigandi staðarins réð sér skemmtanarstjóra sem skipulagði “gay night” öll föstudagskvöld. En þetta voru ekki nein venjuleg föstudagskvöld. Þarna komu saman hommar, lessur, klæðskiptingar, rokkarar og þegar miklum vinsældum var náð sást til fræga fólksins inn á þessum skemmtistað. Þetta var staður fyrir fólkið sem var komið með nóg af diskó og pop tónlist því þarna inni var einungis spilað Rokk. Allir klæddust sem litríkustu fötunum eða bara alls engu. Hljómsveitir spiluðu alltaf “live” uppá sviði og margar hljómsveitir byrjuðu þarna og öðluðust síðan heimsfrægðar. Má nefna hljómsveitina The Toilet Boys.

The Toilet Boys – The future is now


Í þessari heimildarmynd var tekið viðtal við eiganda staðarins, skemmtanarstjórann, hljómsveitir, einstaklinga sem sungu þarna reglulega, starfsfólk staðarins og fastagesti staðarins. Þessir einstaklingar lýstu fyrir áhorfendunum stemmingunni sem myndaðist þarna inni á meðal fólksins. Tónlistin var alltaf í botni, dansgólfið troðið og sveitt, nakið fólks dansandi á barborðinu, fólk ríðandi útí horni og takandi dóp í hinu horninu. Þetta var eitthvað nýtt sem alls kyns fólk heillaðist af, og hver sem er var velkominn svo lengi sem hann var ekki með nein leiðindi.
Hér singur “Karen Black” uppá sviði skemmtistaðarins.



Þessi skemmtun var fyrirlitin af borgarstjóra New York borgar á þessum tíma og var skemmtistaðurinn mjög umdeildur. Þetta tók enda árið 2001 og lokahátíðin var haldin 18. maí það ár. Stjórnendur og skipuleggjendur staðarins sáu ekki fram á að þetta gætið haldið endalaust smooth áfram. Þetta varð einhvern tíman að taka enda. Á þessu lokakvöldi mættu allir helstu tónlistaflytjendur staðarins frá líftíma staðarins. Þetta lokakvöld var víst eitt villtasta kvöld í sögu staðarins

Þessi mynd kom mér svolítið í opna skjöldu. Ég var ekki alveg viss við hverju ég átti að búast miðað við lýsinguna í bæklingnum. Þessi mynd var samt sem áður mjög áhugaverð og með áhugaverðari heimildarmyndum sem ég hef séð. Það að það skuli hafa verið til staður sem umbar alla þessa vitleysu sem fram fór á Squeezebox er hreint út sagt ótrúlegt en á sama tíma æðislegt. Það að fólk sem er útskúfað annarsstaðar skuli vera tekið opnum örmum á Squeezebox er frábært. Mér fannst myndin skemmtileg en hún er ekki fyrir alla.

hér er frá frumsýningu myndarinnar á Tribeca kvikmynda hátíðinni

mánudagur, 6. október 2008

RIFF - Afterschool


Afterschool fjallar um unglingspilt, Robert, sem er í heimavistarskóla í Bandaríkjunum. Hann er í herbergi með félaga sínum Dave sem stundar það að smygla inn dópi og áfengi. Hann seldi samnemendum sínum það svo til gróða. Rob segir auðvitað ekki til hans og lætur eins og ekkert gangi á. Hann er skotinn í jafnaldra sínum Amy.
Einn daginn tilkynnir skólastjórinn að allir nemendur skólans þurfa að stunda einhverskonar athæfi næstkomandi skólaviku. Rob skráir sig í kvikmyndagerða klúbb ásamt Amy, sem hann er ákaflega ánægður með. Þau eru sett saman í hóp til þess að taka upp ganga og skólastofur skólans, einnig krakka að leika sér, til þess að nota sem "milliskotaefni" sem verður notað í heimildarmynd um skólann.
Rob og Amy gerðu vinnuna skynsamlega saman og ræddu um tilfinningar til hvors annars. Þau byrja að falla fyrir hvort öðru.
Svo gerist það að þegar Rob er að taka upp skólaganginn kemur upp neyðarlegt atvik. Hann verður vitni af því að tvíburasystur, sem eru ofurvinsælar í skólanum, koma út úr herbergi við ganginn. Önnur er öskrandi og dregur hina, sem er meðvitundarlaus, á eftir sér. Sú öskrandi missir hina óheppilega á stigahandrið sem veldur dauða hennar. Hún sjálf dettur niður öskrandi úr sársauka. Rob labbar rólega upp að þeim og reynir að hjálpa þeirri sem er í stöðugum sársauka. Við sjáum allt sem gerist frá sjónarhorni upptökuvélarinnar. Stuttu síðar verða kennarar varir við þetta og það er hringt á sjúkrabíl. Tvíburarnir deyja af völdum illa blandaða eiturlyfja við eiturefni.
Stúlknanna tveggja er minnst í sorglegri athöfn þar sem allir fá að tjá tilfinningar sínar við missirinn. Þetta tekur vel á Rob. Hann er fenginn til að tala við sálfræðing, starfsmann skólans, til að taka á sínum málum eftir slíkt hrottalegt atvik. Rob lætur hins vegar ekkert uppúr sér. Amy og Rob voru fengin til að útbúa minningarmyndband tileinkað tvíburunum. Tilfinningarnar milli þeirra aukast og þau sofa saman. Við gerð myndarinnar tekur Rob hins vegar eftir því að Amy er farin að umgangast Dave óeðlilega mikið. Það fer mikið fyrir brjóstið á Rob.
Dave heldur áfram að smygla efnunum inn í skólann þrátt fyrir mun strangari gæslu eftir dauða stúlknanna. Hann fer líka að sýna tilfinningar sínar aðeins þegar Rob sér til. Manni fer að gruna að hann tileinki sér dauða stelpnanna vegna þeirra efna sem hann útvegaði þeim. Samband Rob og Dave fer einnig versnandi. Þeir enda í hörkuslagsmálum á göngum skólans þar sem Rob ásakar Dave um dauða stúlknanna. Þeir eru teknir í viðtal og Rob kennt um allt. Dave sýnir sakleysi sýna gagnvart starfsmönnum skólann og Rob þegar áfram yfir leyndarmálunum.
Við fyrstu skoðun minningarmyndarinnar undir fyrirsjá Rob og skólastjórans bregst skólastjórinn illa við. Þetta var hræðileg mynd sem sýndi enga samúð gagnvart stelpunum látnu. Hann skipar öðrum nemendum til þess að klippa myndina saman á ný.
Myndin endar á því að við sjáum dauða stelpnanna frá öðru sjónarhorni. Við sjáum að eftir að Rob nálgast þær og situr yfir kveljandi stelpunni kæfir hann hana með höndunum sínum.

Kvikmyndin var rosalega hæg, ekkert spennandi og mjög furðuleg. Maður hálfpartinn gat ekki beðið eftir að hún kláraðist. Leikstjórinn var mjög mikið að leika sér með fókusinn. Hann var mikið að láta fólk vera í og úr fókus þótt það væri að tala. Sjónarhornin voru mjög furðuleg, stundum sástu ekki hausinn á fólkinu sem vara að tala heldur aðra líkamsparta, oft var gríðarlega mikið autt pláss fyrir ofan höfuðið á fólkinu og stundum voru heilu atriðin bara af fótum fólks sem labbaði um ganga skólans. Þetta gat verið flott en yfirleitt var þetta bara hálf kjánalegt. Einnig var mjög furðulegt að kvikmyndin var textuð á frönsku.

Mynd af aðalleikurum myndarinnar (Rob, Amy og Dave):