miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Handritalestur


Ég horfði á The Mask um helgina og las handritið með henni.

Ég verð að segja að mér fannst mjög mikið í handritinu sem var sleppt úr myndinni, til dæmis var byrjunin allt öðruvísi í myndinni en í handritinu. Það er bara eins og fyrstu tveim blaðsíðunum sé einfaldlega sleppt. Þar er Leifur Eiríksson að losa sig við grímuna sem Stanley (Jim Carrey) finnur síðan. Hann ætlar að sigla með hana á enda heimsins en finnur fyrir tilviljun Ameríku. Hann grefur grímuna í boxi í sandinn og segir að landið sé núna sett bölvun eða cursed.
Einnig var heilu sub-plotti sleppt en það var um það að Dorian (Peter Greene) ætlaði að kaupa eitthvað spilavíti sem var að opna og bjarga þannig staðnum sínum sem færi líklega á hausinn ef það myndi opna.

Það var einnig mörgu breytt og bætt við.
Til dæmis er ekkert minnst á Niko(Orestes Matacena), sem er yfirmaður Dorians í myndinni, í handritinu en hann er nokkuð mikilvægur í myndinni. Einnig var endirinn í handritinu allt öðruvísi en endirinn í myndinni. Endirinn var miklu dramatískari í handritinu og er atriðið þar sem Stanley/Mask gleypir sprengjuna og kemur þannig í veg fyrir að allt springi í loft var ekki í handritinu og sprengjan springur. Þetta er svakalega dramatískt.
Það var einnig margt fleira.
Einnig var mjög mikið af dialog sleppt eða stytt.

Það sem mér fannst mjög skemmtilegt við handritið var hinar ýmsar lýsingar á atriðum. Til dæmis er æðisleg lýsing á því hvernig Stanley á að upplifa innkomu Tinu Carlyle (Cameron Diaz) þegar hún kemur fyrst inní bankann þar sem hann vinnur.
Hún er svona

CAMERA does a classic CHEESECAKE TILT-UP starting with the woman's million dollar legs as she squeezes some of the water out of her skirt... up past her body, which through her damp summer clothes is undeniable proof that there is a God... up... up... to her face as that newspaper is tossed aside. She's a heart-stopping woman/child with a Cupid's bow mouth and ice blue eyes. In other words she's trouble. Big trouble, also known as TINA CARLYLE.

Maður sér á þessari lýsingu að þarna er einhver svakaleg komin inn.
Hér sést þetta atriði.



Einnig fannst mér fyndið hvernig því er lýst þegar Milo hundur Stanley's horfir einhvern tíman á hann.
Milo does that doggie-head-cocked-sideways "What the hell?" look.

Mér fannst þetta mjög tímafrekt og var maður meira en tvöfalt leggur að koma sér í gegnum myndina. Hverjar 10 bls voru um 7-9 mín og fannst mér stundum sem ég læsi alveg heilan helling og sæi aðeins smá.

Handritið var miklu klúrara og ofbeldismeira en myndin. Það var til dæmis meira um kossa á milli Tinu og Stanley í handritinu en í myndinni. Það var líka fleira fólk drepið í handritinu en í myndinni.

Það sem kom mér mest á óvart var hvað miklu var sleppt og breitt. Einnig hvað staðarlýsingar voru takmarkaðar.

Hér er handritið fyrir myndina,
http://sfy.ru/sfy.html?script=mask

Engin ummæli: