Love Actually er sígild jólamynd sem kemur manni alltaf í jólaskap.
Þetta er spreng hlægileg bresk gamanmynd sem fjallar um nokkra einstaklinga og líf þeirra í 6 vikur fyrir jól. Í lok myndarinn kemur svo í ljós hvernig þessir einstaklingar og fjölskyldur þeirra tengjast hvor öðru. Ég ætla að fjalla um hvern einstakling fyrir sig ásamt fjölskyldum þeirra til að byrja með.

Billy Mac (Bill Nighy) er gamall og fyrrum rokksöngvari sem er að reyna að öðlast frægð sína til baka með hjálp umboðsmannsins Joe (Gregor Fisher). Hann gefur út lagið “Christmas is all around” sem hljómar eins og lagið “Love is all around” nema orðinu Christmas er komið fyrir í stað orðsins Love. Billy er í hörku baráttu um jólalag nr.1 þetta árið gegn bresku strákahljómsveitinni Blue. Hann kynnir lagið sitt vel í fjölmiðlum með miklum látum og umtali almennings, umbaðsmanni sínum til mikilla ama! Til að taka dæmi tússar hann á plagat af blue strákunum með orðunum “We’ve got little priks” inn í talbólu í beinni útsendingu í barnaþætti. En þessi mikla umfjöllun kom honum til geðs því hann var á toppi vinsældalistans á aðfangadag. Honum var boðið í öll helstu partý fræga fólksins en hann neitaði pent og eyddi jólunum með sínum ástkæra Joe.
Juliet, Pet

Juliet (Keira Knightley) og Peter (Chiwetel Ejiofor) gifta sig í byrjun myndarinnar. Mark (Andrew Lincoln) er besti vinur Peter og er einnig ástfanginn af Juliet honum til mikillar óþæginda. Hann leynir þessu leyndarmáli sínum fyrir öllum þar til Juliet sér brúðkaupsupptökur hans. Á þeim upptökum eru aðeins nærmyndir af henni. Henni brá mjög mikið því hún hélt að honum líkaði ekki við sig. Í lokin tjáði Mark henni ást sína en heldur lífi sínu áfram vitandi það að það muni aldrei neitt verða úr þessu. Peter kemst aldrei af þessu og heldur vinasamband þeirra tryggt ævilangt.
Jamie og Auriela
Jamie (Colin Firth) er vinur Juliet og Peter. Hann fór í brúðkaup þeirra og áður en hann fór í veisluna skrapp hann við heima til að unna kærustu sinni sem var með flensuna. Þar kemur hann að bróðir sínum og kemst að því að þau voru að stunda framhjáhald. Með þessar fréttir flýr hann í sveitsetur í Frakklandi til að skrifa aðra bók í safnið þar sem hann starfaði sem rithöfundur. Auriela (Lúcia Moniz) er portúgölsk kona sem er ráðin til starfa til ýmissar heimilisverka á dvalartíma Jamie. Hún talar ekki frönsku né ensku og geta þau ekki átt í eðlilegum samræðum saman. Þetta verður í raun til þess að þau verða ástfangin af hvoru öðru þó svo að þau vissu ekki af tilfinningum hvors annars. Eftir að hafa eytt nokkrum vikum saman snýr Jamie aftur til heimalands síns og skráir sig strax í tungumála kennslu í portúgölsku. Á aðfangadag mætir hann í fjölskylduveisluna sína, lætur fólkið hafa gjafirnar og snýr sér við á punktinum. Hann er ákveðinn í því að vinna sér hjarta Auriela. Hann tekur næsta flug til Portúgals og finnur hana í vinnu sinni á veitingastað. Hann biður hennar á hennar tungumáli og hún svarar honum á ensku því hún hafði hugsað það sama og hann. Auðvitað svarar hún játandi og flytur með honum til Englands.
David og Natalie
David (Hugh Grant) er nýkjörinn forsetisráðherra Bretlands. Hann er ungur og myndalegur og vinsæll á meðal þjó

Harry, Karen og Mia
Karen (Emma Thompson) er systir David en hún er gift Harry (Alan Rickman)og eiga þau tvö börn saman. Þau hjón hafa verið gift í mörg ár. Hún hjálpar vini sínum Daniel mjög mikið í myndinni þar sem hann er að komast í gegnum mikla sorg eftir að hafa misst eiginkonu sína. Harry er forstjóri fyrirtækis og þar starfar Mia (Heike Makatsch) sem ritari hans. (Þar starfa einnig Sarah og Karl sem verður tala um síðar). Mia tælir Harry auðveldlega upp úr skónum þó svo hann er með mikla sektarkennd gagnvart fjölskyldu sinni. Mia og Harry eyða saman öllum klukkustundum af jólagleði fyrirtækisins meðan Karen stendur útí horni og horfir á. (Jólagleðin er haldin í listasafni þar sem Mark rekur). Hann kaupir gullhálsmen í jólagjöf og Karen finnur það í jakkavasa hans til mikillar undrunar og hlakkleika. Á aðfangadag opnar hún svo pakkann en það reyndist vera geisladiskur með hinni frægu Joni Mitchell. Henni bregður mjög mikið en heldur áfram lífinu eins og ekkert hafi í skorist. Eftir nemendasýningu í skóla barnanna og hana verið vitni af nýju ástkonu bróður síns til mikillar undrunar talar hún við hann. Hún kemur því skýrt á framfæri hvort þetta snúist aðeins um kynlíf eða ást. Það kemur ekki alveg greinilega í ljós hvernig fór með hjónaband þeirra en hún er allavega mjög sár útí hann enn.
Daniel og Sam
Daniel (Liam Neeson) er ekkill eftir að hafa misst eiginkonu sína úr miklum veikindum. Hann heldur samt áfram að ala upp stjúpson sinn Sam (Thomas Sangster). Sam er 10 ára drengur sem er í miklu sálarangri í byrjun myndarinnar. Daniel nær tali af honum og spyr hvort hann sé lagður í einelti og fleira en svo er ekki. Sam er ástfanginn. Hann elskar skólasystur sína sem er vinsæla stelpan í skólanum. Hann gerir allt til að ná athygli hennar. Hann kemst loks að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að ná athygli er að læra á hljóðfæri og birtast með henni í atriði á nemendasýningunni í skólanum. Það er keypt trommusett á heimilið og hann eyðir öllum sínum stundum inn í herbergi að æfa sig. Samband þeirra feðga verður rosalega náið og þeir tala um allt sín á milli. Daniel er mjög hrifinn af súpermódelinu Claudiu Schiffer og það er hans draumakona auðvitað á eftir látni eiginkonu sinni. Sam stendur sig með prýði á trommunum á sýningunni og eltir ástina sína, Joanna, alla leið á flugvöllinn til að tjá ást sína. Á flugvellinum var Joanna að flytjast með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna tímabundið. Í flýti þeirra í gegnum skólann, á leiðinni í bílinn á flugvöllinn rekst Daniel á Carol sem líktist Claudiu Schiffer rosalega því hún er einmitt leikin af henni. Sonur hennar Carol er í sama skóla og Sam. Samband þeirra þróast eitthvað þó svo við vitum ekkert með vissu hvert það stemmdi.
Sarah og Karl
Sarah (Laura Linney) og Karl (Rodrigo Santoro) starfa í fyrirtæki Harry. Sarah hefur starfað þar í nokkur ár og hefur ekki tekið augun af Karl síðan hún byrjaði. Allir í fyrirtækinu vita af þessu. Hún hafði ekki kjark til að tala við hann á fyrra bragði og ekkert gerist fyrr en Karl biður um dans í jólaskemmtuninni. Þau fara heim saman en það sem truflar er símtal frá veikum bróðir Söruh. Bróðir hennar er geðveikur og hringir í hana á 5 mínútna millibili til þess að segja hugmyndir sínar sem eru í raun ekkert merkilegar. Hún er það eina sem hann á eftir og hún heldur að tilgangur sinn er að sjá um hann. Hann er númer 1, 2 og 3 og ekkert mun breyta því þótt hún þráir mun fjölbreyttara líf.
Colin og Tony
Colin (Kris Marshall) starfar sem matarstrákur og þjónar mat í brúðkaupum og fer með samlokur í fyrirtæki. (Hann

John and Judy
John (Martin Freeman) og Judy (Joanna Page) eru staðgenglar í klámmyndaheiminum. Þau hittast í fyrsta skiptið við tökur á mynd sem þau starfa við og byrja þá að tala um lífi


Myndin fjallar sem sagt um margar mismunandi gerðir af ást og hvernig Myndin er sprenghlægileg og kemur manni alltaf í gott skap. Rosalegt samansafn af góðum leikurum hef ég aldrei séð áður og eru mörg atriðin alveg stórkostlega leikin. Það er ótrúlegt hvernig handritshöfundar hafa tekist að samtvinna öllum þessum ólíku sögum í eina stóra mynd. Ég mæli hiklaust með henni fyrir öll komandi jól.
1 ummæli:
Ítarlegt. 10 stig.
Skrifa ummæli