fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Reykjavík Shorts & Docs: Íslenskar heimildamyndir
Ég fór á íslenska heimildamyndapakkann á Reykjavík Shorts & Docs og hann samanstóð af 4 misgóðum myndum. Þær voru Magapína, Sagan um Svein Kristján Bjarnarson - öðru nafni Holger Cahill, Ketill og Kjötborg. Sýningin tók rúma 2 tíma og var seinni hluti hennar vafalaust betri.
Magapína
Magapína var frekar furðuleg mynd um aðgerð sem gerð er á kúm. Hún var skorin upp og maginn var opnaður til þess að fjarlægja nokkra plastpoka sem hún hafði étið vegna ruslagangs. Það var fylgst með allri aðgerðinni og sýnt með smáatriðum öll handbrögð sem voru gerð á henni. Ég taldi þetta vera frekar slöpp mynd og hún vakti óhug hjá sessunaut mínum. Persónulega fannst mér myndatakan ekki góð og voru gæðin á myndinni eins og hún hefði verið tekin upp fyrir 10 eða 15 árum síðan.
Sagan um Svein Kristján Bjarnarson - öðru nafni Holger Cahill
Heimildarmyndin fjallar um Svein Kristján sem flutti vestanhafs ásamt foreldrum sýnum í æsku og er sagt frá ævi hans þar. Hann lennti í ýmsu og þurfti að koma undir sér fótum án nokkurrar hjálpar. Hann starfaði við ýmis störf og á þrítugsaldrinum breytti hann nafninu sínu í Holger Cahill. Hann kvæntist tvisvar og eignaðist eina dóttur sem var meðal annars ein þeirra sem tekið var viðtal við í myndinni. Þessi heimildarmynd var ekki fyrir mig. Mér fannst hún langdregin og ég hef bara ekki áhuga á því sem var verið að fjalla um. Hinsvegar fannst mér þessi mynd góð sem heimildarmynd þó að ég hefði lítinn áhuga á því sem var verið að fjalla um. Það var farið vel yfir efnið og ekki mikið skilið útundan. Þó svo að hún hafi verið mjög fræðandi þá mun ég ekki vilja sjá hana aftur í bráð.
Ketill
Myndin um Ketil var frekar furðuleg. Mér fannst hún hafa ákveðið skemmtanagildi þó að hún var vægast sagt óhefðbundin. Svolítill hluti myndarinnar fór fram í eldhúsi Ketils þar sem hann er að gefa kettinum sínum að borða út um eldhúsgluggann. Í myndinni heimsækir hann líka vinkona sína og eru þau að leika sér saman með skringileg hljóð og segja hvort öðru skemmtilegar sögur. Ketill er ekki hefðbundin maður, hann syngur fyrir sjálfan sig, semur sögur og talar mikið við dýrin í kringum sig. Það var samt sem áður mjög gaman að fylgjast með honum í þessari heimildarmynd og var hún það sem vakti mann á þessari sýningu.
Kjötborg
Að lokum var það Kjötborg og var hún ljósið í enda ganganna því þetta var vafalaust besta myndin á þessari sýningu. Hún fjallar um tvo bræður sem reka litla hornverslun í miðborg Reykjavíkur. Í þessari mynd er sýnt frá nokkrum hefðbundnum dögum hjá þeim bræðrunum. Þeir segja frá ýmsum skondnum tilvikum sem þeir hafa lent í þessi 30 ár sem þeir hafa rekið búðina. Við fáum einnig að kynnast fastakúnnum þeirra og hver upplifun þeirra er af kaupmannslífinu. Þetta var mjög skemmtileg mynd sem ég mæli með henni fyrir hvern sem er á hvaða aldri sem er.
sunnudagur, 24. ágúst 2008
The Dark Knight
Ég fór á hina marglofuðu The Dark Knight í bíó stuttu eftir hún kom út og þá var hún með 9,5 í einkunn á IMDB.com. Miðað við það var hún besta mynd allra tíma en núna er hún búin að lækka og er með 9,1 og er með sömu einkunn og The Shawshank Redemption og The Godfather sem króna á toppnum. Þetta var og er alveg æðisleg mynd en er engan vegin besta mynd allratíma. Þetta er hinsvegar vafalaust allra besta Batman mynd sem hefur verið gerð. Christian Bale hefur túlkað Batman á alveg nýjan hátt og er sá besti sem hefur klætt sig upp sem leðurblökumaðurinn. Hann hefur gjörsamlega breitt hugmynd manns á því hver Batman er. Svo er það Jókerinn sem Jack Nicholson lék frábærlega í fyrstu Batman myndinni og Heath Ledger heitinn gerði ódauðlegan með leik sínum í The Dark Knight og á skilið allavega tilnefningu til Óskarsins fyrir þennan leik sinn. Myndin er 152 mínútur og sem er langur tími en maður lítur aldrei á klukkuna á meðan myndinni stendur. Spennan er gríðarlega mikil frá byrjun til enda. Myndin hefur mjög góðan söguþráð sem sameinar tvö illmenni Jókerinn og Two-Face. Nálgun leikstjórans á því hvernig Two-Face kemur á sjónarsviðið er mikið raunverulegri en í Batman Forever þar sem Tommy Lee Jones leikur hann og finnst mér Aaron Eckhart leika hann alveg stórkostlega. Ég mæli með því að allir sjái þessa mynd því hún er frábær og fær 4 ½ stjörnu af 5 hjá mér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)