sunnudagur, 24. ágúst 2008

The Dark Knight

Ég fór á hina marglofuðu The Dark Knight í bíó stuttu eftir hún kom út og þá var hún með 9,5 í einkunn á IMDB.com. Miðað við það var hún besta mynd allra tíma en núna er hún búin að lækka og er með 9,1 og er með sömu einkunn og The Shawshank Redemption og The Godfather sem króna á toppnum. Þetta var og er alveg æðisleg mynd en er engan vegin besta mynd allratíma. Þetta er hinsvegar vafalaust allra besta Batman mynd sem hefur verið gerð. Christian Bale hefur túlkað Batman á alveg nýjan hátt og er sá besti sem hefur klætt sig upp sem leðurblökumaðurinn. Hann hefur gjörsamlega breitt hugmynd manns á því hver Batman er. Svo er það Jókerinn sem Jack Nicholson lék frábærlega í fyrstu Batman myndinni og Heath Ledger heitinn gerði ódauðlegan með leik sínum í The Dark Knight og á skilið allavega tilnefningu til Óskarsins fyrir þennan leik sinn. Myndin er 152 mínútur og sem er langur tími en maður lítur aldrei á klukkuna á meðan myndinni stendur. Spennan er gríðarlega mikil frá byrjun til enda. Myndin hefur mjög góðan söguþráð sem sameinar tvö illmenni Jókerinn og Two-Face. Nálgun leikstjórans á því hvernig Two-Face kemur á sjónarsviðið er mikið raunverulegri en í Batman Forever þar sem Tommy Lee Jones leikur hann og finnst mér Aaron Eckhart leika hann alveg stórkostlega. Ég mæli með því að allir sjái þessa mynd því hún er frábær og fær 4 ½ stjörnu af 5 hjá mér.

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

3 stig.

Sammála því að hún var góð. Ef það er eitthvað sem ég myndi kvarta yfir, þá fannst mér sum skot vera of stutt. Ég er ekkert endilega að segja að myndin hefði átt að vera miklu lengri, heldur hefði ég viljað fá betri tíma til þess að innbyrða og njóta sumra skotanna. Skotið þar sem Jókerinn er í löggubílnum með höfuðið út um gluggann er besta dæmið um þetta, þar hefði ég viljað fá tíma til þess að sökkva mér í stemningu augnabliksins.