
Þetta er mynd með Cary Grant og Ingrid Bergman í aðalhlutverki. Þetta er ástar mynd í hæsta gæðaflokki.
Myndin er um Alicia Huberman(Ingrid Bergman sem er dóttir nasista sem hefur verið kærður fyrir svik gegn bandaríkjunum. T. R. Devilin fær hana í lið með sér til að koma sér fyrir í hóp Þjóðverja sem hafa komið sér upp bækistöðvum í Brasilíu eftir seinni heimsstyrjöldina. Ali

Það er sagt að Alfred Hitchcock, sem einmitt leikstýrði Notorious, hafi fundist leikarar nánast óþarfir og ef

Ég verð að segja að mér fannst Ingrid Bergman leika einstaklega vel einnig fannst mér að í þessari mynd hafi verið látið leikarana tjá sig meira með tilfinningum sínum frekar en með orðum. Það sést til dæmis algerlega á svipbrigðum Alicia að hún vilji ekki giftast Alex og sú innri barátta sem fer fram er gífurleg. Þessi atriði eru voðalega lítið sagt með orðum heldur er látið leikarana tjá það með andlits hreyfingum og stórkostlegum leik.
Myndatakan í þessari mynd var algerlega óaðfinnanleg og má Hitchcock eiga það að hugsa hvert smáatrið í þaular borgar sig greinilega. Það hafa alveg örugglega ekki allir leikstjórar þennan eiginleika og þolinmæði en það er eitthvað sem hver og einn ætti að taka sér til fyrirmyndar.
Þetta var æðisleg mynd og mæli ég eindregið með henni fyrir alla kvikmynda unnendur. hún er í 114 sæti á IMDB.com með 8,3 í einkunn sem má teljast nokkuð gott.
Hér er svo trailerinn fyrir myndina.
Mér finnst þetta einn skondnasti trailer sem ég hef séð.
1 ummæli:
Fín færsla. 5 stig.
Skrifa ummæli