laugardagur, 28. febrúar 2009

The Terminator

Ég horfði á hina klassísku mynd The Terminator sem kom út 1984 með Arnold Schwarzenegger, Linda Hamilton og Michael Biehn í aðalhlutverkum. Hún er leikstýrð af James Cameron en hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við True Lies, Aliens og Titanic.

The Terminator fjallar um Sarah Connor (Linda Hamilton) sem heldur að hún sé bara ósköp venjuleg kona en það er hún ekki hún mun eignast dreng sem mun verða í broddi fylkingar í baráttunni gegn vélunum í framtíðinni. En 29. águst 1997 eiga vélarnar að taka yfir varnarkerfi bandaríkjanna og senda kjarnorkusprengjur á Rússland og svo munu Rússar senda á Bandaríkin og eitt leiðir af öðru og mannkynið deyr nánast út. Sonur Sarah Connor, John Connor, mun leiða andspyrnuna gegn vélunum og halda mannkyninu lifandi. Í framtíðinni er búið að finna upp vél sem getur sent fólk og vélar aftur í tíman. Vélarnar senda Tortímandann (Arnold Schwarzenegger) aftur í tíman til að drepa Sarah Connor áður en hún eignast John svo að mennirnir munu ekki hafa neinn leiðtoga í framtíðinni. John Connor framtíðarinnar sendir einn af sínum mönnum aftur í tíman til að bjarga móður sinni og þar í leiðinni sér sjálfum. Tortímandinn fer og byrjar að drepa eina og eina Sarah Connor í sömu röð og þær voru skráðar í símaskránni. Sem betur fer var okkar Sarah neðst á listanum. Kyle Reese (Michael Biehn), sem var hermaðurinn úr framtíðinni, nær að góma Sarah áður en Tortímandinn nær henni. Þau enda með því að eiga yndislega nótt saman þar sem John Connor kemur undir beltið. Sem sagt þá sendir John pabba sinn aftur í tíman að bjarga móður sinni. Reese og Sarah ná að "drepa" Tortímandann en Reese deyr í þeim slag. Myndin endar þar sem Sarah er ólétt í Mexico að spá hvað hún eigi að gera í sambandi við framtíðina.

Þessi mynd er hreint út sagt frábær og finnst mér hún hafa verið alla mína tíð í skugga framhaldsmyndarinnar Terminator 2: Judgment Day en hún kom út 1991. En nóg um það við ætlum að ræða fyrstu myndina.
Þarna eru tækibrellur að stíga sín fyrstu skref og er margt mjög töff í henni allavega miðað við þennan tíma. það eru nokkur atriði sem ég bíst við að hafi verið alger lega stórkostleg þegar myndin kom út á sínum tíma en er í dag litið sem hálf gervilegt og bara kjánalegt. Persónulega þá finnst mér það ekki mér finnst töff hvernig menn náðu að vinna úr vandamálum sínum með svo takmarkaða tækni sér við hönd. En eins og ég sagði áðan þá eru nokkur atriði sem fólki finnst svolítið kjánaleg. Til dæmis er það atriðið þegar Arnold hefur skaddast á auga og þarf að skera það úr sér. Því næst sést framan í hann og maður sér að annað augað er auga Tortímandans og hitt er manns auga. Þetta er mjög flott en í dag alla veganna er það vel augljóst að þarna er verið að nota vél stýrða gínu eða módel þar sem andlit Arnolds hefur verið mótað á. Hann setur svo upp sólgleraugu og þá sést greinilega að hinn alvöru Arnold er kominn. Þetta atriði er mjög flott fyrir sinn tíma en frekar úrelt miðað við nútíma staðla. Einnig langar mig að minnast á Tortímandann þegar hann hefur ekki neina húð utan á sér. Þarna hefur efalaust verið frumstig tölvutækni verið notuð en samt sem áður tókst það mjög vel. Enn og aftur þá var þetta mjög flott á sínum tíma en í dag telst það úrelt.

Mér fannst söguþráðurinn góður og myndin vel skrifuð til dæmis þá veit maður ekki fyrir víst að Arnold sé vélmenni fyrr en seint í myndinni okkur er haldið þeim upplýsingum huldum. Þó að örugglega allir sem hafi séð hana hafi vitað það þá er þetta samt skemmtilegt. Hins vegar eru allar myndir sem fjalla að einhverju leiti um tíma flakk frekar ruglingslegar. Eins og það að ef vélarnar hefðu ákveðið að senda ekki vélmenni á eftir Sarah þá hefði John ekki sent mann til að bjarga henni og hann hefði aldrei fæðst. Þannig hefði vandamálið verið úr sögunni fyrir vælarnar. En það er elt annar handleggur og ég ætla ekki að fara rökræða tímaflakk hér.

Enn og aftur segi ég að þessi mynd er frábær og ef þú hefur ekki séð hana þá mæli ég eindregið með henni. Hún fær 8,1 á IMDB.com og er í 183. sæti yfir bestu myndirnar þar sem getur ekki talist slæmt.

Hér er trailerinn fyrir myndina og nokkrar klippur.

Trailer


Atriðið með auganu.


og að lokum hið klassíska I'll be back

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Fín færsla. 8 stig.