þriðjudagur, 30. september 2008

Sveitabrauðkaup


Ég fór að sjá sveitabrúðkaup þegar hún var sýnd í bíó.

Þetta var alveg ágætis mynd sem kom mér svolítið á óvart. Þegar ég fór á hana vissi ég voðalega lítið um hvað myndin var annað en það að tvær manneskjur, Inga og barði, ætluðu að gifta sig uppí sveit og það er sagt í titlinum á myndinni. Annað sem ég vissi var að það hafði ekki verið neitt handdrit og var ég forvitin að sjá hvernig það kæmi út.

Ég bjóst við einhverju öðruvísi ég hélt að myndin yrði meira um brúðkaupið og veisluna í kringum það allt saman en hún samanstóð nánast algerlega af fólkinu á leiðina í kirkjuna þar sem brúðkaupið átti að gerast. Mér fannst að það hefði verið hægt að gera meira í kringum veisluna og stytta þetta endalausa ferðalag eitthvað aðeins.

Það voru margir skemmtilegir karakterar í myndinni. Svo sem Amman sem þurfti að fara að versla og kaupa inn fyrir helgina. Mer fannst hún einstaklega skemmtileg í sínu endalausa ráfi. Samt fannst mér það verða þreytandi þegar leið á myndina. Svo var það "sálfræðingurinn" sem var í raun sagnfræðingur og hafði ekki hundsvit á sálfræði. Það þótti mér einstaklega skemmtilegt þegar hann var spurður útúr af ferðafélögum hans um hin ýmsu viðkvæmu atriði sem það þurfti ráðgjöf á. Svo voru það vinir brúðgumans, algerir ólátabelgir sem brúðurin gjörsamlega þolir ekki. Að sjálfsögðu má ekki gleyma yndislegu fyllibyttunni, prestinum, hann sem átti að spúsa þau saman og varð fyllri og fyllri sem leið á myndina hann kom manni alltaf í gott skap.

Valdís Óskarsdóttir













Þetta var fyrsta myndin sem Valdís leikstýrði. Í upphafi þá ætlaði hún ekkert að leikstýra þessari mynd sjálf hún ætlaði að fá einhvern annan til að gera það fyrir sig en það var eingin leikstjóri tilbúin að taka hlutverkið að sér svo hún þurfti að sjá um það sjálf. Valdís klippti einnig þessa mynd þó, eins og með leikstjórnina, ætlaði hún að fá einhvern annan til að gera það fyrir sig en hún gat bara ekki boðið nokkrum manni uppá að klippa 100 tíma af efni niður í það sem myndin er í dag. Það tók Valdísi 7 mánuði að klára að klippa myndina og finnst mér það alveg helvítis hellings tími. Hún kom einnig með hugmyndina að myndinni og skrifaði hana ef svo er hægt að komast að orði því það er eingin samtöl skrifuð niður flest öll samtölin voru spuni.

Valdís gerði eitt mjög skemmtilegt í þessari mynd og það var að gefa öllum leikurunum leyndarmál sem eingin nema þeir vissu. Til dæmis vissi eingin að "sálfræðingurinn" væri ekki sálfræðingur fyrr en hann öskrar það í lok myndarinnar. Einnig hugsa ég að enginn hafi vitað af innilokunarkennd Barða fyrr en hann segir til um það þegar þau eiga að fara að keyra í gegnum göngin. Annað sem mér fannst mjög skemmtilegt var slagsmála atriðið þar sem svaramanni Barða er hent útí vatnið. Málið með það var að þegar hann kemur inní myndina er hann miklu betur klæddur en brúðguminn og það má ekki vera. Svo Valdís segir Ólafi Darra að drulla Gísla svolítið út svo hann væri ekki flottari en brúðguminn þetta vissi Gísli ekki og streittist vel á móti þangað til hann segir við Ólaf að henda sér bara út í ánna.

Valdís er nokkuð reyndur klippari og hefur klippt myndir eins og Eternal Sunshine of the Spotless Mind og að stoðað við að klippa myndir eins og Vantage Point. Tel ég hana mjög hæfileika ríkan klippara og leikstjóra.

Ég sá Sveitabrauðkaup með allt öðrum augum eftir að hún var búin að tala við okkur og langar mig bara helst til að sjá hana aftur sem fyrst til að geta skoðað allt það sem hún mynntist á og maður tók ekki eftir þegar maður sá hana fyrst. Mér fannst myndin mjög góð allavega besta íslenska mynd sem ég hef séð síðan Mýrin kom út.

RIFF - Mr.Big



Mr. Big er kanadísk heimildarmynd. Mr. Big er hugtak yfir leið til þess að þvinga fórnalamb til þess að játa glæp hvort þeir hafi framið eða ekki. Þetta á sér stað þegar leynilögreglumaður fer í dulargerfi mafíósa og hagar sér þannig í kringum fórnalambið. Mafíósinn er vel klæddur, reikir vindla, drekkur áfengi og fær fórnalambið til þess að gera fyrir sig alskyns verkefni, lögleg sem ólögleg. Það gæti verið að byrjað á því að fara í sendiferð með pakka til einhvers ókunnugs manns og leitt í það að telja mörg þúsundir dollara “cash”. Þessi verk fá fórnalömbin svo greitt fyrir. Með þessu er mafíósinn að öðlast traust fórnalambsins og fær það svo til að játa á sig glæp. Í mörgum tilfellum eru fórnalömbin saklaus og játa einungis til að ganga í augun á mafíósanum svo að hann verði ekki lúbarinn eða jafnvel drepinn. Í myndinni Mr. Big er talað við þessi fórnalömb og þau segja sögu sína.

Sebastian Burns og Atif Rafay eru sakaðir um að drepa foreldra og systur Atif Rafey. Þeir voru plataðir að játa á sig glæpinn í gegnum aðgerðir Mr. Big þó að engin sönnunargögn lögreglunnar bendi til þess. Það er einmitt systir Sebastian, Tiffany Burns, sem sér um gerð myndarinnar. Kvöldið sem fjölskyldan var myrt voru þeir vinirnir, Sabastian og Atif, í bíó. Eftir játunina vildi lögreglan meina að þeir hafi framið hinn fullkomna glæp og hafi þrifið allar blóðslettur og húðfrumur á aðeins 2 klukkustundum sem við vitum öll að er ómögulegt þegar maður gengur undir stranga rannsókn lögreglu um leið og líkin voru fundin. Miðað við greiningu á blóðslettum af morðinu sem var gert á efri hæð hússins sást að þar hefðu verið 2 – 3 menn sem frömdu morðið á föðurnum. Í játningunni segir Sebastian að hann hafi verið einn á efri hæðinni. Morðvopnið sagði Sebastian að hafi hent út um gluggann en það fannst á allt öðrum stað. DNA af öðrum einstaklingi fannst í húsinu en lögreglan vildi meina að það væri vitlaust greint DNA þó að það hafi farið þrisvar í rannsókn. Í réttarhöldunum var aðeins sýnd játningin sjálf sem var klippt í burtu frá löngu myndbandi sem sýndi að Sebastian og Atif voru greinilega stressaðir yfir lygunum og vissu ekkert meira um morðið heldur en blöðin höfðu birt sem þeir áttu að hafa framið. Kviðdómurinn fékk ekki að sjá raunverulegu hlið málsins. Það tók 10 ára bið eftir réttarhöldunum sjálfum þar sem þeir biðu í fangelsi og eru þar enn því þeir voru dæmdir sekir. Svona neyddar játningar eru ekki leyfðar í Bandaríkjunum eða Bretlandi. En vegna þess að þeir voru kanadískir ríkisborgarar var hún leyfð og tekin mark á.

Það voru nefnd fleiri dæmi um saklausa menn sem voru valdir úr hópi fórnalamba. Einn þeirra var tónleikagestur á útihátíð þegar konu var nauðgað og myrt. Hann komst í tengsl við “Mr. Big” og er nýkomin út úr steininum og er enn á skilorði. Enn annað eitt dæmið var þegar maður var ásakaður um morð á tveimur samstarfsmönnum sínum úr vinnunni. Hann játaði aldrei en þurfti samt að sitja inní fangelsi fyrir þau verk sem hann gerði fyrir mafíósana. Í einu af þessum málum sem voru nefnd í myndinni fékk fórnalambið sér lögfræðing sem kærði ákæruna. Það mál var unnið og fórnalambið fékk hátt í 1.000.000 kanadískra dollara í skaðabætur.

Þessi mynd hafði rosaleg áhrif á mann. Manni hefði aldrei dottið í hug að eitthvað svona væri til. Myndin var vel rökstudd og var tekið viðtöl við marga sérfræðinga, fórnalömb og aðstaðendur sem höfðu margt um málið að segja.

mánudagur, 29. september 2008

Stuttmyndagerð


Jæjja þá er kominn tími til að maður fari að blogga aftur.

Ég veit að það er komin svolítill tími síðan við gerðum maraþonstuttmyndina en ég ætla nú samt að segja frá því hér.

Ég, Gísli, Ragnar og Árni vorum saman í hóp við gerð myndarinnar okkar sem við kölluðum nágrannan. Fyrstu mistökin s
em við gerðum var að hafa ekki allt á hreinu þegar við ákváðum að hittast. Það er að vera ekki komnir með fullþróaða hugmynd því það tók frá okkur mjög mikilvægan tíma að þróa hugmyndina okkar til hins ýtrasta.

Okkur var fyrst úthlutað þemað losta til að gera mynd um en það fannst engin samstaða í hópnum um hvað átti að gera og það var algert hugmyndaleysi. Við höfðum samband við Sigga Palla og fengum úthlutað annað þema sem var hatur, þá fór boltin fyrst að rúlla. Það kom upp hugmynd að mynd sem allir voru sáttir með og við ætluðum að gera. En þegar komið var að tökum fannst okkur sú hugmynd ekki lýsa hatri nógu vel og ákváðum við að breyta algerlega um hugmynd. Þegar hingað er komið er klukkan orðin 5 á föstudeginum og við ekki byrjaðir að taka upp og ekki einu sinni með hugmynd.

Hugmyndin að myndinni okkar kom síðan mjög fljótlega og þá fóru hlutirnir að ganga. Hlutverka skipti urðu nokkuð augljós strax í upphafi. Ég og Gísli sáum nánast alfarið um að leika en Ragnar var með smá hlutverk þarna líka. Árni varð kvikmyndatökumaður og algerlega meðfæddur í hlutverkið honum gekk mjög vel að vinna með vélina. Ragnar varð hljóðmaður og stóð sig mjög vel í því. Ég var hljóðmaður þegar Ragnar var að leika og það er hægara sagt en gert maður þar að passa ótrúlegustu hluti svo sem ekki að nudda bómuna á meðan tökum stendur því þá kemur hljóð í mækinn.


Þegar við loksins byrjuðum að taka upp gekk allt frekar hægt, við þurftum að æfa atriðin alveg nokkuð oft. En þegar við vorum búnir að taka nokkur atriði upp þá fór þetta að ganga nokkuð vel og hratt fyrir sig. Við áhváðum að nýta okkur hungrið sem var farið að seðjast á okkur alla og panta pizzu sem við gerðum að skemmtilegum hluta að myndinni.

Það að klippa á vélina var mjög reynsluríkt og hefur án efa tafið tökur myndarinnar okkar sem tók hátt í 7 tíma. Það var eitt atriði sem við Þurftum að taka upp aftur því það var búið að éta svo mikið aftan af því vegna þess að atriðið á eftir var alltaf að mistakast og við þurftum að fara lengra og lengra inní atriðið á undan þangað til að það vor orðið ónothæft.

Þegar hingað er komið í tökum er klukkan farin að ganga 2 og allir orðnir frekar þreyttir og mikill svefngalsi í mönnum. Við vorum farnir að hlæja útaf engu og eyðileggja tökur vegna glotts og asnaskaps. En þetta kom allt saman í lokin og við gerðum rúmlega 5 mínútna mynd á 7 tímum. Það var eitt af því sem kom mér mikið á óvart hvað þetta tók langan tíma og man ég eftir því þegar við vorum að horfa á afrekið okkar þá sögðum við "hvernig gat þetta tekið 7 tíma" ekki það að við vorum ósáttir við útkomuna bara hvað það tók langan tíma að taka upp svona stutt efni.

Það sem ég læri af þessu er að hafa betur undir búið handrit eða allavega fullbúna hugmynd þegar maður hefur svona stuttan tíma til að taka upp. Einnig það að maður þarf að vera vel skipulagður það þýðir ekkert að vaða úr einu í annað en ég tel okkur hafa verið alveg ágætlega skipulagða.

Þetta var alveg endalaust gaman og get ég ekki beðið eftir að gera aðra stuttmynd.

þriðjudagur, 2. september 2008

Reykjavík Shorts & Docs: Cannes shorts



Ég fór á Cannes shorts sýninguna föstudagskvöldið 26. ágúst. Þar voru sýndar 7 stuttmyndir og þær voru Love you more, Megatron, 411-Z, Good trip, The desire, Less and less, the loneliness og the short order cook og síðast en ekki síst Next floor.

Sýningin byrjaði á myndinni Love you more sem fjallaði um fyrstu kynni ungs fólks í Lundúnum
á 8. áratuginum. Þessi mynd var mjög bresk. Það sást á klæðaburði, umhverfinu og lifnaðarhætti fólksins í myndinni. Húmorinn var einnig mjög furðulegur og skemmtilegur.
Peter er sem sagt með Georgia í bekk og hefur borið miklar tilfinningar til hennar í langan tíma en hins vegar hefur hún aldrei tekið eftir honum. Svo hittast þau í plötubúð fyrir slysni einn eftirmiðadaginn og þá byrjar ævintýrið. Þetta fallegar unga par hefur samband hvort með öðru á allt annan hátt en annað fólk... það hefst með látum eins og það má orða það.

Síðan kom allt önnur klisja...

Megatron er rúmensk mynd um samband einstæðrar móðir við son sinn. Myndin gerist yfir einn dag, afmælisbarn sonarins. Móðirin vill gera vel við son sinn, þrátt
fyrir fátæktina, svo að þau fara í borgina á McDonalds að hans ósk með markmiðið að eignast Megatron sem fylgdi gleðimáltíðinni. Samband móður og sonar er greinilega styrkt eftir skilnaðinn við föðurinn. Strákurinn reynir að gera allt til að ná í sambandi við hann. Það vantaði greinilega eina frönsku upp í gleðimáltíð hjá móðurunni því henni grunaði ekki neitt um ráðabrugg sonarins. Myndin endaði svo með von áhorfendans um að fjölskyldan kæmi aftur saman í eina heild... Persónulega fannst mér myndin skondin. Umhverfið var grátt og drúngarlegt, leikararnir alvarlegir og tungumálið óborganleg að hlusta á.

Ungverska bátsmyndin 411-Z var sláandi. Skipstjóri bátsins var án efa kærulausasti skipsstjóri sem fyrir finnst og hafði meiri áhuga á eldamennsku sinni og matnum sínum heldur en ábyrga starfinu sínu. Hann bregður sér frá stýriklefanum til þess að fá eitthvað í magann án þess að stoppa gámalausa flutningaskipið. Á meðan hann snæðir matinn sinn beint upp úr pottinum siglir báturinn á "kanó-bát" sem veldur dauða annars róarans. Vinnumaður á borði flutningaskipsins tekur eftir þessu, skammast yfir skipstjóranum og tilkynnir honum áreksturinn. Skipsstjórinn tekur ekki eftir neinu og kippir sér ekkert upp við tíðindin. Vinnumaðurinn sér konu handa utaná akkerinu, stoppar bátinn og reynir að bjarga henni. Hann stekkur útí og með það ræsir kærulausi skipstjóranum skipinu á ný og heldur leiðar sinnar áfram... Það var ekkert tal í myndinni. Tónlistin sá um að gera myndina meira áhugaverðari og hélt áhorfendanum við efnið.

Dramatíkin heldur áfram....

Good trip var óspennandi í alla staði. Aðalhlutverkið er kona að nafni Sandra sem vinnur sem tollvörður í Úrúgvæ. Hún virðist vera góður
starfmaður, afar skipulögð og með allt á hreinu. Þennan áhrifaríka dag í vinnunni fær hún tvö símtöl og það seinna tilkynnir henni að faðir hennar er látinn...hún situr grátandi í vinnunni og reynir að semja við atvinnurekandann sinn um að fá að fara heim. Hann tekur ekki vel í það og biður hana um að klára sína vakt. Með það laumar hún sér fari með ökumanni sem átti leið hjá aftur í bæinn... Myndin var mjög óáhugaverð og leiðinleg. Þetta efni hefði líka verið hægt að taka upp á 3 mínútum í stað 12. Nema kannski var leikstjórinn að nota sér tímann til að gera hana dramatískari en í raun hefði hann þurft að hafa betra handrit.

The Desire er um fimmtuga nýfráskilda konu sem fer að fær kynhvöt sína aftur. Hún leitar til ýmissa staða til að uppfylla þörfum sínum. Hún skoðar erótískar b
úðir, fer í gegnum fataskápinn sinn og yngir upp fatastílinn, þ.á.m. hendir hún hinum sígildu ömmunærbuxum í ruslið. Hún dressar sig upp, kíkir út á lífið og ætlar að kynna sér hina fiskanna í sjónum nema án nokkurs alvarlegrar skuldbindingar. Hún hendir sér í sjóinn og hefur mök við bláókunnugan mann í næsta húsasundi. Myndin endar svo með því að fyrrum eiginmaður hennar skilur eftir skilaboð á símsvaranum um að honum finnist skilnaðurinn hafa verið röng ákvörðun... Myndin var mjög áhugaverð og sýndi miklar tilfinningar konu á besta aldri. Hún gefur áhorfendum þau skilaboð að það sé framtíð eftir hvaða erfiðleika sem kemur upp á hvaða aldri sem er.

Less and less er um konu sem þjáist af minnisleysi. Hún fer til sálfræðings og rifjar upp gamlar minningar en í lok tímans man hún minna en hún mun
di áður en hún mætti til hans... Þessi mynd vakti enga hrifningu hjá mér og mér fannst hún hálf tilgangslaus. Samt sem áður sýnir hún manni hvernig hugurinn getur verið flókinn.

The loneliness og the short order cook fórst mest fram á japönsku þar sem aðalpersónan er japanskur maður sem vinnur á japönskum skyndibita í LA í bandasíkjunum. Hann er einmannalegur en á helling af vinum í vinnunni sinni. Hann er hrifinn af konu s
em vann í bakari sem hann fór reglulega í en þegar hann býður henni út að borða kemst hann að því að hún tali ekki ensku. Samstarfsfélagi hennar þýðir samskipti þeirra og milli og þau semja um að hittast á stað sem hún fann upp á. Hann hittir hana í þessari kirkju sem hún valdi en hann labbar hins vegar heim aleinn. Í kvikmyndinni fær hann einnig tilkynningu um það að græna kortið hans inn í bandaríkin renni í lok mánaðarins og hann fái ekki endurnýjun. Myndin endar með leigubílaferð hans út á flugvöllinn og út úr landinu... Myndin var áhugaverð á þann hátt að karakterinn gat lifað í bandaríkjunum en samt lifað í japönsku samfélagi.

Og seinast en ekki síst var besta mynd sýningarinnar...

Next floor var mjög áhugaverð.
Sýndi frá matarborði efnaðs fólks með ýmislegt skringilegt á boðstólnum. Þau borðaðu og borðaðu og borðuðu og tóku endalaust við. Það skringilega við þetta veitingarhús var það að matarborðið féll í gegnum gólfið niður á næstu hæð fyrir neðan. Eftir það hlupu kokkarnir, fiðluleikararnir og umsjámenn fólksins niður stigann og hélt áfram að annast þeim og dæla í þau mat. Fólkið varð allt rykugt en starfsfólkið náði þá bara í tæki og tól og dustaði af þeim rykið. Þetta gerðist í nokkur skipti þar til gólfið tók ekki endalaust við og þau hrundu marga tugi hæða niður sem virtist aldrei taka enda. Og auðvitað fylgdi ljósakrónan á eftir... Þessi mynd var lang best. Hún var án efa mest atvinnumannalegasta myndin á sýningunni. Myndatakan var til fyrirmyndar, tónlistin ýtti undir furðulegu atburði myndarinnar, úrvals leikarar léku hlutverkin og tæknibrellan með gólfið alveg
stórkostleg.