Ég fór að sjá sveitabrúðkaup þegar hún var sýnd í bíó.
Þetta var alveg ágætis mynd sem kom mér svolítið á óvart. Þegar ég fór á hana vissi ég voðalega lítið um hvað myndin var annað en það að tvær manneskjur, Inga og barði, ætluðu að gifta sig uppí sveit og það er sagt í titlinum á myndinni. Annað sem ég vissi var að það hafði ekki verið neitt handdrit og var ég forvitin að sjá hvernig það kæmi út.
Ég bjóst við einhverju öðruvísi ég hélt að myndin yrði meira um brúðkaupið og veisluna í kringum það allt saman en hún samanstóð nánast algerlega af fólkinu á leiðina í kirkjuna þar sem brúðkaupið átti að gerast. Mér fannst að það hefði verið hægt að gera meira í kringum veisluna og stytta þetta endalausa ferðalag eitthvað aðeins.
Það voru margir skemmtilegir karakterar í myndinni. Svo sem Amman sem þurfti að fara að versla og kaupa inn fyrir helgina. Mer fannst hún einstaklega skemmtileg í sínu endalausa ráfi. Samt fannst mér það verða þreytandi þegar leið á myndina. Svo var það "sálfræðingurinn" sem var í raun sagnfræðingur og hafði ekki hundsvit á sálfræði. Það þótti mér einstaklega skemmtilegt þegar hann var spurður útúr af ferðafélögum hans um hin ýmsu viðkvæmu atriði sem það þurfti ráðgjöf á. Svo voru það vinir brúðgumans, algerir ólátabelgir sem brúðurin gjörsamlega þolir ekki. Að sjálfsögðu má ekki gleyma yndislegu fyllibyttunni, prestinum, hann sem átti að spúsa þau saman og varð fyllri og fyllri sem leið á myndina hann kom manni alltaf í gott skap.
Valdís Óskarsdóttir
Þetta var fyrsta myndin sem Valdís leikstýrði. Í upphafi þá ætlaði hún ekkert að leikstýra þessari mynd sjálf hún ætlaði að fá einhvern annan til að gera það fyrir sig en það var eingin leikstjóri tilbúin að taka hlutverkið að sér svo hún þurfti að sjá um það sjálf. Valdís klippti einnig þessa mynd þó, eins og með leikstjórnina, ætlaði hún að fá einhvern annan til að gera það fyrir sig en hún gat bara ekki boðið nokkrum manni uppá að klippa 100 tíma af efni niður í það sem myndin er í dag. Það tók Valdísi 7 mánuði að klára að klippa myndina og finnst mér það alveg helvítis hellings tími. Hún kom einnig með hugmyndina að myndinni og skrifaði hana ef svo er hægt að komast að orði því það er eingin samtöl skrifuð niður flest öll samtölin voru spuni.
Valdís gerði eitt mjög skemmtilegt í þessari mynd og það var að gefa öllum leikurunum leyndarmál sem eingin nema þeir vissu. Til dæmis vissi eingin að "sálfræðingurinn" væri ekki sálfræðingur fyrr en hann öskrar það í lok myndarinnar. Einnig hugsa ég að enginn hafi vitað af innilokunarkennd Barða fyrr en hann segir til um það þegar þau eiga að fara að keyra í gegnum göngin. Annað sem mér fannst mjög skemmtilegt var slagsmála atriðið þar sem svaramanni Barða er hent útí vatnið. Málið með það var að þegar hann kemur inní myndina er hann miklu betur klæddur en brúðguminn og það má ekki vera. Svo Valdís segir Ólafi Darra að drulla Gísla svolítið út svo hann væri ekki flottari en brúðguminn þetta vissi Gísli ekki og streittist vel á móti þangað til hann segir við Ólaf að henda sér bara út í ánna.
Valdís er nokkuð reyndur klippari og hefur klippt myndir eins og Eternal Sunshine of the Spotless Mind og að stoðað við að klippa myndir eins og Vantage Point. Tel ég hana mjög hæfileika ríkan klippara og leikstjóra.
Ég sá Sveitabrauðkaup með allt öðrum augum eftir að hún var búin að tala við okkur og langar mig bara helst til að sjá hana aftur sem fyrst til að geta skoðað allt það sem hún mynntist á og maður tók ekki eftir þegar maður sá hana fyrst. Mér fannst myndin mjög góð allavega besta íslenska mynd sem ég hef séð síðan Mýrin kom út.