Sýningin byrjaði á myndinni Love you more sem fjallaði um fyrstu kynni ungs fólks í Lundúnum

Peter er sem sagt með Georgia í bekk og hefur borið miklar tilfinningar til hennar í langan tíma en hins vegar hefur hún aldrei tekið eftir honum. Svo hittast þau í plötubúð fyrir slysni einn eftirmiðadaginn og þá byrjar ævintýrið. Þetta fallegar unga par hefur samband hvort með öðru á allt annan hátt en annað fólk... það hefst með látum eins og það má orða það.
Síðan kom allt önnur klisja...
Megatron er rúmensk mynd um samband einstæðrar móðir við son sinn. Myndin gerist yfir einn dag, afmælisbarn sonarins. Móðirin vill gera vel við son sinn, þrátt fyrir fátæktina, svo að þau fara í borgina á McDonalds að hans ósk með markmiðið að eignast Megatron sem fylgdi gleðimáltíðinni. Samband móður og sonar er greinilega styrkt eftir skilnaðinn við föðurinn. Strákurinn reynir að gera allt til að ná í sambandi við hann. Það vantaði greinilega eina frönsku upp í gleðimáltíð hjá móðurunni því henni grunaði ekki neitt um ráðabrugg sonarins. Myndin endaði svo með von áhorfendans um að fjölskyldan kæmi aftur saman í eina heild... Persónulega fannst mér myndin skondin. Umhverfið var grátt og drúngarlegt, leikararnir alvarlegir og tungumálið óborganleg að hlusta á.
Ungverska bátsmyndin 411-Z var sláandi. Skipstjóri bátsins var án efa kærulausasti skipsstjóri sem fyrir finnst og hafði meiri áhuga á eldamennsku sinni og matnum sínu

Dramatíkin heldur áfram....
Good trip var óspennandi í alla staði. Aðalhlutverkið er kona að nafni Sandra sem vinnur sem tollvörður í Úrúgvæ. Hún virðist vera góður starfmaður, afar skipulögð og með allt á hreinu. Þennan áhrifaríka dag í vinnunni fær hún tvö símtöl og það seinna tilkynnir henni að faðir hennar er látinn...hú

The Desire er um fimmtuga nýfráskilda konu sem fer að fær kynhvöt sína aftur. Hún leitar til ýmissa staða til að uppfylla þörfum sínum. Hún skoðar erótískar búðir, fer í gegnum fataskápinn sinn og yngir upp fatastílinn, þ.á.m. hendir hún hinum sígildu ömmunærbuxum í ruslið. Hún dressar sig upp, kíkir út á lífið og ætlar að kynna sér hina fiskanna í sjónum nema án nokkurs alvarlegrar skuldbindingar. Hún hendir sér í sjóinn og hefur mök við bláókunnugan mann í næsta húsasundi. Myndin endar svo með því að fyrrum eiginmaður hennar skilur eftir skilaboð á símsvaranum um að honum finnist skilnaðurinn hafa verið röng ákvörðun... Myndin var mjög áhugaverð og sýndi miklar tilfinningar konu á besta aldri. Hún gefur áhorfendum þau skilaboð að það sé framtíð eftir hvaða erfiðleika sem kemur upp á hvaða aldri sem er.
Less and less er um konu sem þjáist af minnisleysi. Hún fer til sálfræðings og rifjar upp gamlar minningar en í lok tímans man hún minna en hún mundi áður en hún mætti til hans... Þessi mynd vakti enga hrifningu hjá mér og mér fannst hún hálf tilgangslaus. Samt sem áður sýnir hún manni hvernig hugurinn getur verið flókinn.
The loneliness og the short order cook fórst mest fram á japönsku þar sem aðalpersónan er japanskur maður sem vinnur á japönskum skyndibita í LA í bandasíkjunum. Hann er einmannalegur en á helling af vinum í vinnunni sinni. Hann er hrifinn af konu s

Og seinast en ekki síst var besta mynd sýningarinnar...
Next floor var mjög áhugaverð. Sýndi frá matarborði efnaðs fólks með ýmislegt skringilegt á boðstólnum. Þau borðaðu og borðaðu og borðuðu og tóku endalaust við. Það skringilega við þetta veitingarhús var það að matarborðið féll í gegnum gólfið niður á næstu hæð fyrir neðan. Eftir það hlupu kokkarnir, fiðluleikararnir og umsjámenn fólksins niður stigann og hélt áfram að annast þeim og dæla í þau mat. Fólkið varð allt rykugt en starfsfólkið náði þá bara í tæki og tól og dustaði af þeim rykið. Þetta gerðist í nokkur skipti þar til gólfið tók ekki endalaust við og þau hrundu marga tugi hæða niður sem virtist aldrei taka enda. Og auðvitað fylgdi ljósakrónan á eftir... Þessi mynd var lang best. Hún var án efa mest atvinnumannalegasta myndin á sýningunni. Myndatakan var til fyrirmyndar, tónlistin ýtti undir furðulegu atburði myndarinnar, úrvals leikarar léku hlutverkin og tæknibrellan með gólfið alveg
stórkostleg.
1 ummæli:
Mjög fín færsla. 8 stig.
Skrifa ummæli