Jæjja þá er kominn tími til að maður fari að blogga aftur.
Ég veit að það er komin svolítill tími síðan við gerðum maraþonstuttmyndina en ég ætla nú samt að segja frá því hér.
Ég, Gísli, Ragnar og Árni vorum saman í hóp við gerð myndarinnar okkar sem við kölluðum nágrannan. Fyrstu mistökin sem við gerðum var að hafa ekki allt á hreinu þegar við ákváðum að hittast. Það er að vera ekki komnir með fullþróaða hugmynd því það tók frá okkur mjög mikilvægan tíma að þróa hugmyndina okkar til hins ýtrasta.
Okkur var fyrst úthlutað þemað losta til að gera mynd um en það fannst engin samstaða í hópnum um hvað átti að gera og það var algert hugmyndaleysi. Við höfðum samband við Sigga Palla og fengum úthlutað annað þema sem var hatur, þá fór boltin fyrst að rúlla. Það kom upp hugmynd að mynd sem allir voru sáttir með og við ætluðum að gera. En þegar komið var að tökum fannst okkur sú hugmynd ekki lýsa hatri nógu vel og ákváðum við að breyta algerlega um hugmynd. Þegar hingað er komið er klukkan orðin 5 á föstudeginum og við ekki byrjaðir að taka upp og ekki einu sinni með hugmynd.
Hugmyndin að myndinni okkar kom síðan mjög fljótlega og þá fóru hlutirnir að ganga. Hlutverka skipti urðu nokkuð augljós strax í upphafi. Ég og Gísli sáum nánast alfarið um að leika en Ragnar var með smá hlutverk þarna líka. Árni varð kvikmyndatökumaður og algerlega meðfæddur í hlutverkið honum gekk mjög vel að vinna með vélina. Ragnar varð hljóðmaður og stóð sig mjög vel í því. Ég var hljóðmaður þegar Ragnar var að leika og það er hægara sagt en gert maður þar að passa ótrúlegustu hluti svo sem ekki að nudda bómuna á meðan tökum stendur því þá kemur hljóð í mækinn.
Þegar við loksins byrjuðum að taka upp gekk allt frekar hægt, við þurftum að æfa atriðin alveg nokkuð oft. En þegar við vorum búnir að taka nokkur atriði upp þá fór þetta að ganga nokkuð vel og hratt fyrir sig. Við áhváðum að nýta okkur hungrið sem var farið að seðjast á okkur alla og panta pizzu sem við gerðum að skemmtilegum hluta að myndinni.
Það að klippa á vélina var mjög reynsluríkt og hefur án efa tafið tökur myndarinnar okkar sem tók hátt í 7 tíma. Það var eitt atriði sem við Þurftum að taka upp aftur því það var búið að éta svo mikið aftan af því vegna þess að atriðið á eftir var alltaf að mistakast og við þurftum að fara lengra og lengra inní atriðið á undan þangað til að það vor orðið ónothæft.
Þegar hingað er komið í tökum er klukkan farin að ganga 2 og allir orðnir frekar þreyttir og mikill svefngalsi í mönnum. Við vorum farnir að hlæja útaf engu og eyðileggja tökur vegna glotts og asnaskaps. En þetta kom allt saman í lokin og við gerðum rúmlega 5 mínútna mynd á 7 tímum. Það var eitt af því sem kom mér mikið á óvart hvað þetta tók langan tíma og man ég eftir því þegar við vorum að horfa á afrekið okkar þá sögðum við "hvernig gat þetta tekið 7 tíma" ekki það að við vorum ósáttir við útkomuna bara hvað það tók langan tíma að taka upp svona stutt efni.
Það sem ég læri af þessu er að hafa betur undir búið handrit eða allavega fullbúna hugmynd þegar maður hefur svona stuttan tíma til að taka upp. Einnig það að maður þarf að vera vel skipulagður það þýðir ekkert að vaða úr einu í annað en ég tel okkur hafa verið alveg ágætlega skipulagða.
Þetta var alveg endalaust gaman og get ég ekki beðið eftir að gera aðra stuttmynd.
1 ummæli:
Fín færsla. 6 stig.
Skrifa ummæli