
Mr. Big er kanadísk heimildarmynd. Mr. Big er hugtak yfir leið til þess að þvinga fórnalamb til þess að játa glæp hvort þeir hafi framið eða ekki. Þetta á sér stað þegar leynilögreglumaður fer í dulargerfi mafíósa og hagar sér þannig í kringum fórnalambið. Mafíósinn er vel klæddur, reikir vindla, drekkur áfengi og fær fórnalambið til þess að gera fyrir sig alskyns verkefni, lögleg sem ólögleg. Það gæti verið að byrjað á því að fara í sendiferð með pakka til einhvers ókunnugs manns og leitt í það að telja mörg þúsundir dollara “cash”. Þessi verk fá fórnalömbin svo greitt fyrir. Með þessu er mafíósinn að öðlast traust fórnalambsins og fær það svo til að játa á sig glæp. Í mörgum tilfellum eru fórnalömbin saklaus og játa einungis til að ganga í augun á mafíósanum svo að hann verði ekki lúbarinn eða jafnvel drepinn. Í myndinni Mr. Big er talað við þessi fórnalömb og þau segja sögu sína.
Sebastia


Það voru nefnd fleiri dæmi um saklausa menn sem voru valdir úr hópi fórnalamba. Einn þeirra var tónleikagestur á útihátíð þegar konu var nauðgað og myrt. Hann komst í tengsl við “Mr. Big” og er nýkomin út úr steininum og er enn á skilorði. Enn annað eitt dæmið var þegar maður var ásakaður um morð á tveimur samstarfsmönnum sínum úr vinnunni. Hann játaði aldrei en þurfti samt að sitja inní fangelsi fyrir þau verk sem hann gerði fyrir mafíósana. Í einu af þessum málum sem voru nefnd í myndinni fékk fórnalambið sér lögfræðing sem kærði ákæruna. Það mál var unnið og fórnalambið fékk hátt í 1.000.000 kanadískra dollara í skaðabætur.
Þessi mynd hafði rosaleg áhrif á mann. Manni hefði aldrei dottið í hug að eitthvað svona væri til. Myndin var vel rökstudd og var tekið viðtöl við marga sérfræðinga, fórnalömb og aðstaðendur sem höfðu margt um málið að segja.
2 ummæli:
Flott færsla. 6 stig.
Mér fannst líka rosalegt að morðið sem þeir eru teknir fyrir er framið í Bandaríkjunum. Kanadíska lögreglan vildi meina að þeir hefðu skipulagt morðið í Kanada og þess vegna félli þetta undir kanadíska dómstóla!
Leynilögreglumaður
Skrifa ummæli