mánudagur, 24. nóvember 2008

Max Payne


Ég fór á Max Payne í bíó um daginn.

Þetta er mynd um mann sem hefur misst fjölskylduna sína. Konan hans og ungabarnið hans voru drepin á heimili þeirra af ræningjum sem brutust inn í hús þeirra. Myndin fjallar um það þegar hann finnur út hver það var sem drap fjölskyldu sína og hvernig hann nær sinni hefnd.

Max Payne (Mark Wahlberg) var rannsóknarlögregla áður en kona hans og barn voru drepin. Eftir morðið gekk hann í gegnum mikið áfall var færður í aðra deild innan lögreglunnar að flokka skjöl. Fyrrverandi vinnufélagi hans (former partner) rannsakaði morðið, að nafni Alex Balder (Donal Logue). Engar niðurstöður fundust og annar morðinginn sem slapp af vettvangi fannst aldrei. Max notaði sína þekkingu til að rekja slóðina til morðingjans. Hann var staðráðinn í því að finna morðingjann. Það er oft farið til baka í myndana og sýnt sjónarhorn hans þegar hann kemur að morðstaðnum í hjónaherberginu.

Eitt af byrjunaratriðum myndarinnar er í neðanjarðalestargöngum. Þar ráðast 3 ungir menn á hann á almenningsklósetti og tattú eins þeirra vekur athygli hans. Tattúið er í laginu eins og englavængir. Hann leitar sér upplýsingar hjá fyrrverandi uppljóstrara sínum varðandi morðið. Þar kemst í tengslum við myndalega unga konu sem bar tattúið. Hann fær hana heim með sér þar sem hún heimtar kynlíf. Hann neitar og með því fer hún útúr íbúðinni. Á leiðinni út rænir hún seðlaveski hans. Daginn eftir er stúlkan fundin í mörgum hlutum í húsasundi skammt frá íbúð Max Payne. Alex kemur fyrst að morðstaðnum og finnur veskið. Hann fjarlægir þar og talar við Max í einrúmi. Max vildi ekkert segja um málið og ásakar hann um að hafa ekki fundið morðingja eiginkonunnar. Max er grunaður á morði ungu konunnar.
Max heldur leit sinni áfram. Hann kemst í tengsl við systir ungu konunnar sem vill ná hefnd á morðingja systur sinnar. Hún gefur honum ýmsar upplýsingar um dópsala sem látna unga konan var í miklum viðskiptum við.
Alex er að fara yfir öll morðgögnin þegar hann kemur auga á það að tattú ungu stúlkunnar var það sama og á látna morðingja eiginkonunnar. Hann hringir strax í Max og biður hann um að hitta sig heima hjá Max undireins. Max flýtir sér heim á leið og kemur að Alex látnum í íbúð sinni. Þar er ráðist á hann aftan að og hann tæmir byssuna sínu út í loftið án nokkurrar hjálpar. Hann endar stórslasaður á sjúkrahúsi. Eiginkona Alex kennir Max um morðið þar sem hann hafði gert svo miklar kröfur til Alex og hafði aldrei verið ánægður með vinnuafrek hans til þessa. Þetta eikur enn staðræði hans á að finna morðingjann.
Slóðin liggur að fyrirtæki sem eiginkonan vann í. Það var lyfjafyrirtæki. Þau framleiddu ýmiskonar lyf sem voru svo prófuð á fólki áður en þau voru sett á markað. Eitt af lyfjunum sem voruð prófuð voru lyf sem áttu að minnka hræðslu hermanna og breyta hugsunarhætti þeirra í að þeir voru ósigrandi. Þetta lyf virkaði einungis á smávægilegt prósent hermanna og hinir urðu allir háðir þessu og fóru að sjá ofsjónir. Ofsjónirnar birtust þeim sem fljúgandi djöflar (valkyrjur=konur sem sóttu særða hermenn) og eru þeir búnir að vera í bakgrunninum alla myndina (þ.á.m. morðingi ungu stúlkunnar í húsasundinu að hún hélt).
Lykilstarfsmaður í fyrirtækinu viðurkennir að eitthvað hafði farið úrskeiðis í þessu máli þegar Max nær tali af honum. Max fær þá DVD disk um málið frá honum. Sérsveitarmenn ráðast inn í fyrirtækisbygginguna og Max kemst á brott með miklum skottárásum á meðan starfsmaðurinn var skotinn. Hann var í raun skotinn bara til þess að vera drepinn vegna þekkingar sinnar á lyfjamálinu.
Á diskinum er viðtal við nokkra hermenn sem tókust lyfin vel. Einn þeirra var morðingi ungu stúlkunnar hafði selt henni þessi lyf í langan tíma. Max Payne fer á staðinn þar sem þessi maður er staðsettur. Hann var á stað sem kallaðist RagNarRek (ísl. Ragnarrök=heimsendir).
Þeir slást og endar þar með að BB (Beau Bridges) og aðstoðarmaður hans skjóta hermanninn. BB var yfirmaður öryggismála í lyfjafyrirtækinu. Hann var góður vinum Max og eiginkonunnar og hafði reynst Max vel í gegnum öll erfiðin. Max, BB og aðstoðarmaður hans labba út af staðnum og labba í átt að bryggju borgarinnar. Það var snjór yfir öllu og kalt í veðri. BB segir Max um málið þar sem hann vissi allt. Í raun var BB sökudólgurinn þar sem hann dópsali hermannsinsog græddi mikinn pening af þeim viðskiptum. Hann var morðingi eiginkonunnar þar sem hún hafði komist af þessu máli. Hann var hræddur um að það yrði komist upp um hann svo hann drap hana og flúði af vettvangi og var aldrei fundinn. Nú var hans tími komin að drepa Max þar sem hann vissi of mikið líka. BB kemur fyrir ofskynjunarlyfjunum í vasa Max, skýtur í átt að honum og hendir honum í sjóinn til þess að láta morðið líta út sem ofskynjunarsjálfsmorð. Max syndir upp úr vatninu og tekur lyfin til að finnast öflugari. Lyfin ná tök á honum og hann verður óstöðvandi. Hann fer að sjá ofsjónirnar. Myndin endar með mjög dramatísku skotbardagaatriði í lyfjafyrirtækinu sem tekur því ekki að lýsa. En aðalatriðið er að Max Payne lifir og BB deyr.

Þessi mynd hafði ágætt skemmtunargildi og var á köflum mjög spennandi. Tæknibrellurnar voru mjög flottar og bar af sérstaklega atriðið með fljúgandi valkyrjunum. Maður var aldrei viss hvort þær voru raunverulegar eða bara eitthver tóm vitleysa. Skotbardagarnir voru margir mjög flottir en það sem fór í taugarnar á mér var það hversu Max var alltaf ódrepandi. Hann fékk aldrei skot í sig og endalaust orkumikill.
Veðrið í myndinni var mjög furðulegt. Það er eins og að veðurguðirnir hafi verið uppdópaðir ásamt nokkrum persónum myndarinnar. Eitt atriði sem tekið er úti þar sem það er helli demba og mínútu síðar inn í húsi fyrirtækisins sést að það er skínandi sól þótt að manneskjan sem var utandyra er enn rennblaut. Það var líka frekar furðulegt að síðar um kvöldið eða daginn eftir var sjórinn frosin og alþakinn ís. Einnig þrátt fyrir mikinn kulda í veðri myndaðist aldrei gufa út úr munni fólks þegar það talaði saman utandyra í frostinu. Eins og allir íslendingar vita getur ekkert af þessu átt sér stað. Yfir heildina litið var veðrið mjög fjölbreytilegt og nánast óaðfinnanlegt.

Trailerinn fyrir myndina var mjög töff og bjóst ég einhvernvegin við allt öðru og meiru. En hér er hann:



Mér fannst myndin ágætis skemmtun en ég var nokkuð sáttur með það að hafa átt frímiða á myndina. Ég er ekki viss hvort ég hefði tímt 1000 kr á hana.

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Fín færsla. 8 stig.