þriðjudagur, 25. nóvember 2008

Quantum of Solace (spoiler)


Ég fór á nýju James Bond myndina á forsýningu um daginn.

Myndin var afbragðsgóð þótt það vantaði upp á ýmsa vanabundna James Bond takta. Hann sagði sagði til dæmis ekki hinar frægu línur "My name is Bond, James Bond" og "Vodka martini, shaken not stirred". Ég skil nú hinsvegar afhverju hann segir ekki martini línuna sína, það er einungis vegna þess að hann hefur ekki ennþá uppgötvað drykkin. Einnig var hið fræga gun barrel atriði sem er alltaf í upphafi James bond myndanna bara í lokin og var það frekar furðulegt. Maður komst ekki í Bond "fílingin" út af þessu.

Þessi James Bond mynd er beint framhald af fyrstu mynd Daniel Craig sem Bond, Casino Royale. Hún byrjar mjög spennandi þar sem Bond er að keyra nýjan Austin Martin í svakalegum bíla elltingarleik og eru allir bílarnir lagðir í rúst með miklum klessulætum. Hann er með Mr. White (Jesper Christensen) í skottinu en einmitt í endanum á Casino Royale finnur James Bond Mr.White og ógnar honum mjög glæsilega með stórri byssu. Þegar Bond kemur með Mr. White til M (Judi Dench) komast þau að því að Mr.white vinnur fyrir einhverja sem hafa víst menn allstaðar, en MI6 veit því miður ekkert um. Þar á meðal einn þeirra sem er með þeim í herberginu og byrjar hann að skjóta á þau. Hann starfaði einmitt fyrir M. Bond eltir manninn í svakalegum elltingarleik sem endar með því að Bond drepur hann. Þegar Bond kemur aftur er Mr. White horfinn. Eftir þetta atvik fer allt í uppnám í MI6. M lætur rannsaka íbúð mannsinns sem sem hafði starfað fyrir hana í nokkur ár en kemst ekki að neinu. Það var ekki neitt sem sem benti til þess að hann ætti einhver tngsl við þessa menn. Hann var heldur ekki með neitt sem bennti til þess að ætti sér einhverskonar líf. Hann hafði komist í gegnum mörg lygarpróf og allskonar skoðanir sem starfsmenn MI6 þurftu að standast til að halda stöðu sinni.
Það eina sem þau fundu var eitthver vísbending um mann sem gisti á hóteli á Haiti. Bond finnur manninn og drepur hann í semi sjálfsvörn. Bond finnur skjalatösku og þegar hann er að ganga í burtu frá hótelinu með skjalatöskuna í hendinni kemur bíll keyrandi upp að honum og kona sem heitir Camille (Olga Kurylenko) biður hann um að koma í bílinn til sín. Þegar þau eru að tala saman kemst Bond að því að í skjalatöskunni eru fyrirmæli um að drepa Camille og kastar hún honum út úr bílnum. Bond eltir hana og kemst að því að hún er að vinna fyrir Dominic Greene (Mathieu Amalric) sem var reyndar maðurinn sem réð mann til að drepa hana.
Bond kemst að því að Green er stjórnarformaður Greene Planet sem er vistvænlegt fyrirtæki sem notast við ýmiskonar náttúruauðlindir til að græða peninga. Greene er að hjálpa bólivískum hershöfðingja að steypa Bólivísku stjórninni af stóli. Bond bjargar Camille úr höndum hershöfðingjans en Greene hafði látið hann fá hana. Því næst eltir Bond Greene að einkaþotu sem er að fara til Austurríkis og fer Bond einnig þangað.
Greene og CIA eru að vinna saman og ætlar Greene að láta þá fá olíu sem Bandaríkjamenn halda að sé í Bólivíu ef þeir skipta sér ekkert af stjórnar skiptunum sem Greene er að láta fara í gegn. Þegar komið er til Austurríkis kemst Bond að því að Greene er að fara á fræga óperu sýningu. Þar sér Bond aðstoðar mann forsætissráðherra Bretlands og fleiri þjóðþekkta einstaklinga. En þeir eru allir að tala saman um þetta Bólivíu dæmi og nær Bond að hlera samtal þeirra. Þegar allir komast að því að bond er að hlera standa þeir upp og yfirgefa óperuna. Við það kemst Bond að því hverjir eru að leggja saman nefjum. Mr. White var þarna en hann hreyfði sig ekki úr sessi svo Bond sá hann ekki. Bond elltir og drepur mann sem hann átti ekki að drepa og við það afturkallar M öll kredidkortin hans og biður hann um að koma rakleiðis til London. Eins og Bond einum er lagið fylgdi hann ekki fyrirmælum og leitaði upp fyrrum félaga sínum úr Casino Royale myndinni, Mathis (Giancarlo Giannini). Þeir fara saman til Bólivíu en þar bíður Bond Strawberry Fields (Gemma Arterton) sem er frá MI6 og á að koma honum til London með næsta flugi. Bond samfærir stúlkuna að koma með sér í partý sem er haldið af Greene Planet. Þar hittir bond aftur Greene og Camille. Bond og Camille fara burt saman á meðan stúlkan frá MI6 talar við Greene. Þegar Bond og Camille eru að keyra í burtu eru þau stöðvuð af bólvískum lögregluþjónum og finna þeir Mathis dauðan í skotti bílsins. Bond drepur bólivísku lögreglumennina og setur Mathis í gám rétt hjá. Nú stinga Camille og Bond af þau keyra á stað sem Camille veit að Greene fær fyrir að hjálpa til við höfðingja skiptin í landinu. Þau leigja sér eldgamla flugvél og fljúga yfir svæðið að reyna að sjá hvort eitthvað sé þar. Það er ráðist á þau og flugvélin skotin niður. Camille og Bond stinga sér í gegnum loftið í miklum loft fimleikum þar sem þau hafa aðeins eina fallhlíf. Þetta endar þó allt vel því hér erum við aðsjálfsögðu að tala um Bond. Því þau spenntu fallhlífina upp á akkurát réttum tíma og það hitti svo vel að þau voru akkurat yfir gati í eyðimörkinni eða svokölluðum sinkhole. Þar kemst Bond að því að General Medrano (Joaquín Cosio) drap og nauðgaði fjölskildu Camille og að hún leitaðist hefndar. Þegar þau eru að finna sér leið úr hellinum þá komast þau að því að Greene hefur verið stífla neðanjarðar ár, sem fluttu vatn til fólks í nágreninu, til þess að eigna sér mest allt vatnsból Bólivíu. Næst fara Bond og Camille aftur í bæinn og á hótelið og þar bíður hans M og útsendarar MI6 til að flytja hann til London. Því að uppá hótelherberginu er Fields og hefur henni verið drekkt í hráoliu. Bond sleppur úr haldi manna MI6 og segir M að verki hans sé ekki lokið. Bond hittir Felix (Jeffrey Wright) sem er CIA maður og varar hann Bond við því að CIA sé að leita að honum og segir honum hvar Greene og Medrano ætla að hittast. Bond flýr staðinn og við það fyllist hann af CIA mönnum sem ætla að handtaka hann en Bond kemst undan. Bond og Camille fara þangað sem Felix sagði að Greene og Medrano ætluðu að hittast og er það hótel sem fær allt sitt rafmagn úr vetnis raföllum. Þar eru þeir að ganga frá síðustu hlutum samningsins. Þarna verður svakalegt bardaga atriði milli Camille og Medrano sem endar með því að Camille drepur Medrano. Nú er kviknaði í öllu vegna þess að Bond sprengði einn vetnis rafalinn og við það varð keðjusprenging sem leiddi það af sér að einn rafallinn sprakk á fætur öðrum. Bond og Camille sleppa með naumindum. Bond eltir Greene niður sem hafði sloppið í öllum æsingnum. Hann keyrir Greene út í miðja eiðimörkina með aðeins eina flösku af vélarolíu og finnst hann síðar látin með vélarolíu í maganum. Bond skilur við Camille á lestarstöð. Því næst finnur Bond fyrrverandi ástmann Vesper Lynd sem var ástkona Bonds í Casino Royale. Hann vinnur hjá Quantum sem er fyrirtækið sem er bak við þetta allt saman. Hann laðar að sér hátt settar konur og lætur síðan Quantum "ræna sér" og fær konurnar til að gefa upplýsingar til að honum sé sleppt. Bond finnur hann með hátt settri konu úr Kanadísku leynilögreglunni. Hann segir henni frá því sem kom fyrir Vesper og segir henni að koma sér í burtu. Bond drepur ekki mannin og þykir M það skrítið. Myndin endar á því að Bond gengur í burtu og lætur hálsmen Vespers detta í jörðina. Er þetta merki um að hann sé búin að finna frið með Vesper.

Þetta var mjög góð mynd. En ég gerði ein mistök áður en ég fór á myndina og það var að horfa ekki á Casino Royale áður en ég fór að sjá hana. Ég fór á Casino Royale þegar hún var frumsýnd og mundi ekkert mikið eftir henni þegar ég sá Quantum of Solace og var það mér aðeins til ama. Það hafði þó ekki áhrif á það að ég gæti ekki skemmt mér yfir myndinni.

Mér fannst öll áhættuatriði vera mjög flott og voru öll hasaratriði frábærlega skipulögð og myndatakan frábær. Eins og bíla atriðið í upphafi myndarinnar var frábært og líka þegar Bond er að ellta svikaran innan MI6 var mjög flott. Ég skemmti mér konunglega á þessari mynd og var hún frekar spennandi.
En eins og ég sagði í upphafi þá vantaði bísna marga klassíska Bond takta. Það sem ég sakna einnar mest er Q en það vantar algerlega græjurnar hans í þessa mynd.

En hér er trailer fyrir myndina:

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Fín færsla. 9 stig.