Það eru nokkrir þættir í sjónvarpi í dag sem ég hef gaman að þar á meðal eru Heroes og Dexter svo hef ég horft svolítið á Smallville
Það er nú aðeins einn af þessum þáttum sem ég horfi á í sjónvarpi og er það Dexter hina tvö horfi ég á á netinu eða á http://www.surfthechannel.com/. Þessi síða er mjög þægileg og sú besta með svona þáttum á netinu sem ég hef fundið en nóg um það.
Heroes:
Ég er að fylgjast með þriðju og nýjustu þáttarröðinni af Heroes en hún fjallar aðallega um illmenni sem eru haldin ofurkröftum. En þættirnir eru um fólk sem er haldið ofurkröftum og hvernig þau eru venjast því að öðruvísi en allir hinir og læra á kraftana sína. Þarna er fólk með krafta allt frá því að geta grætt sjálfan sig í að geta stöðvað tímann og fráfluttst. Fyrstu tvær seríurnar fjalla mjög mikið um það að hetjurnar eru að finna sig í baráttunni við illu öflin en í rauninni er aðeins einn vondur kall í þeim og er það Sylar. Hann stelur kröftum af öðrum með því að opna hausinn þeirra og finna kraftinn í þeim. Það er einnig hið svokallaða fyrirtæki sem stendur að því að ná í fólk með krafta og koma þeim bak við lás og slá. Fólkið sem þau taka eiga að vera vond en í sumum tilfellum er ekki svoleiðis. Þriðja sería fjallar um illmenni sem hafa sloppið úr fyrirtækinu. þessi sería er rétt að byrja hérna heima en hún er mjög spennandi.
Dexter:
Þættirnir Dexter eru bygðir á bókinni Dexter í dimmum draumi. En Dexter er haldin löngun um að drepa fólk. Hann er ættleiddur og var mamma hans drepin fyrir framan hann þegar hann var barn. Dexter man ekkert eftir þessu en mun þessi atburður hafa gert hann að þeim manni sem hann er í dag. Fóstur pabbi Dexters er löggan sem kom að honum þegar Dexter var í bjóðpolli móður sinnar. Hann kemst að löngun Dexters til að drepa hluti. Hann kennir Dexter hvernig hann ætti að geta gert það sem hann vildi. Það eina sem Dexter þurfti að gera var að drepa vonda menn það er menn sem hafa framið glæp en fyrir einhverjar sakir sloppið undan lögum. Dexter stundar þetta þegar hann eldist. Hann vinnur í lögreglunni sem sérfræðingur um blóð slettur og starfar því á besta stað til að komast að því hverjir eiga það skilið að ferða fyrir hönd hans. Það eru komnar þrjár þáttaraðir og er sú þriðja í sjónvarpinu á skjá einum núna.
Smallville:
Smallville fjallar um yngri ár Clark Kent eða Superman. Það eru komnar átta þáttaraðir af Smallville og verð ég að segja að þetta er orðið frekar út þynnt. En fyrir einhverja ástæðu þá hef ég alltaf gaman á að horfa á þetta. Það eru nokkur atriði sem pirra mig þó þar á meðal þá er hann ekki búinn að læra að fljúga. Eftir átta þáttaraðir þá er hann ekki ennþá farin að svífa um loftin blá. Einnig annað þá er hann farin að vinna á The Daily Planet en hann er ekki þessi vandræðalegi Clark Kent sem hann á að vera og hann er ekki með gleraugun sín. Þrátt fyrir þessa galla og það að söguþráðurinn er orðin vel út þynntur þá get ég ennþá horft á þetta. Þó að ég held að ég sé sá eini sem ég þekki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ágæt færsla. 6 stig.
Skrifa ummæli