fimmtudagur, 26. febrúar 2009

Bangkok Dangerus





Þessi mynd fjallar um leigumorðingja að nafni Joe(Nicolas Cage), ég veit frekar sleeze, sem fer til Bangkok í mánuð til þess að drepa fjóra manns. Þetta á að vera síðasta verkið hans og svo ætlar hann að hætta í þessum bransa og fara í frí eitthvert langt í burtu með allan peninginn sinn. Joe finnur sér alltaf aðstoðar mann í hverju verkefni svo þegar hann er búinn að myrða þá sem hann þarf að myrða drepur hann aðstoðarmanninn en lætur það líta út sem að hann hafi tekið of stóran skammt af heróíni. Joe þarf nefnilega að losa sig við öll tengsl við firra verkefni. Hann gerir það sama í Bangkok hann finnur sér ungan mann sem honum finnst fórnarlegur. Það er að honum verði ekki saknað þegar Joe drepur hann undir lokinn. Joe fær aðstoðarmanninn sinn Kong (Shahkrit Yamnarm) að sækja öll gögn frá vinnuveitanda sínum. Í fyrsta morðinu slasar hann sig og fer á apótek. Þar kynnist hann ungri konu, Fon (Charlie Yeung), sem er heyrnalaus. Hann verður yfir sig ástfangin af henni. Joe fer að tengjast Kong sterkum böndum því honum finnst hann sjá sig í honum. Hann þjálfar hann í sjálfsvörn og hinum ýmsu listum sem tengjast starfi hans. Joe þarf að drepa tvo menn sem ráðast á hann á meðan hann er á stefnumóti með Fon eftir það vil hún ekki hitta hann. Eftir það fer allt að ganga á aftur fótunum Kong og kærustu hans er rænt af vinnuveitanda Joe sem vil sjá að Joe deyi. það voru hinsvegar stór mistök því Joe kemur og drepur þá alla og bjargar þannig Kong.

Þessi Mynd var mjög fyrirsjáanleg og klisjukennd. Maður gat nánast alltaf sagt hvað kæmi næst og það kom manni ekkert á óvart í þessari mynd nema kannski endirinn en hann var samt ekkert mjög frumlegur.
Það eru nokkur atriði sem eru ekki alveg í samræmi við það að hann eigi að vera þessi svakalega reyndi leigumorðingi sem hann er settur út að vera. Til dæmis er eitt atriði þar sem hann er með sniper riffil að gera sig tilbúin að skjóta mjög frægan mann sem var með mikla öryggisgæslu. Hann var með hálft hlaupið út um gluggann en vanur skot maður er yfirleitt með riffilinn 1-2 metra fyrir innan gluggann til þess að vera öruggur á því að sjást ekki.
Myndin var vel skotin og frekar hröð. Hún var samt mjög kjánaleg og mér finnst Joe ekki vera mikið leigumorðingja nafn.

Þessi mynd er endurgerð af samnefndri mynd frá árinu 1999 en hún er frá Tælandi. í þeirri útgáfu er það Jo leigumorðinginn sem er heyrnalaus og verður ástfangin af stúlku sem heyrir. Samkvæmt spjallþráðum á netinu á sú fyrri að vera miklu betri og það kemur mér ekkert á óvart. Ég skoðaði trailerin fyrir þá mynd og hún virðist mjög svipuð Hollywood gerðinni sem þýðir að þeir hafa ekki breitt miklu. Þá spyr ég af hverju að gera endurgerð? Ég hef persónulega aldrei skilið endurgerðir og vil helst að séu ekki gerðar. Nýjasta endurgerðin sem ég veit um er Friday the 13th og ég ætla ekki að sjá hana allavegana ekki í bíó ég mun ekki gefa þessum mönnum minn pening. Sú mynd er í raun endurgerð á fyrstu þrem myndunum en mér finnst þetta alger sóun.

Nicolas Cage leikur aðalhlutverkið í þessari mynd og verð ég að segja að kvikmyndaferill hans er á hraðri niðurleið ef hann ætlar að leika í fleiri myndum á borð við þessa. Myndir eins og Next og Ghost Rider eru engin meistara verk og klárlega alger lægð hjá leikaranum. Hann lék nú samt í National Treasure: Book of Secrets sem var ágætis skemmtun þrátt fyrir það að manni fannst maður vera að horfa á fyrstu myndina aftur aðeins með öðrum hlut sem hann þurfti að ná í. Aftur ekki mjög frumlegt. Ég vil fá að sjá hann aftur í myndum eins og Face-off og Lord Of War. Samkvæmt IMDB.com þá hefur hann mikið á sinni könnu og er með 10 myndir í bígerð. Maður þarf bara að vona að einhver af þeim komi honum aftur á rétta braut.

Þessi mynd var ágætis skemmtun en ef ég hefði borgað mig inná hana í bíó hefði ég orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hún er eins og ég sagði áðan mjög fyrirsjáanleg og ekki frumleg og þegar leið á myndina fór maður að missa áhugann. Samt sem áður þá var hún svo sem allt í lagi. Ég mæli ekkert sérstaklega með henni.

hér er svo trailerinn fyrir myndina.


PS Hvað er mállið með nafnið á myndinni, Bangkok Dangerus, hljómar eins og léleg klámmynd.

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Ágæt færsla. 7 stig.