fimmtudagur, 26. febrúar 2009

Notorious


Þetta er mynd með Cary Grant og Ingrid Bergman í aðalhlutverki. Þetta er ástar mynd í hæsta gæðaflokki.
Myndin er um Alicia Huberman(Ingrid Bergman sem er dóttir nasista sem hefur verið kærður fyrir svik gegn bandaríkjunum. T. R. Devilin fær hana í lið með sér til að koma sér fyrir í hóp Þjóðverja sem hafa komið sér upp bækistöðvum í Brasilíu eftir seinni heimsstyrjöldina. Alicia og Devilin verða ástfangin sem er ekki gott fyrir Devilin því hann þarf að setja starfið fram fyrir ástina. Hann biður Alicia að tæla Alexander Sebastian (Claude Rains) sem þekkir Alicia frá því að hann og pabbi hennar voru að vinna saman. Þetta finnst Alicia vera starf sem hentar henni ekki og spyr Devilin hvað hún á að gera en hann er svo kaldur við hana að hún ákveður að slá á þetta og gera starfið. Alicia hittir Alex og verða þau fljótt meira en vinir. Hún kemst að ýmislegu um starfsemi Þjóðverjanna. Alex er yfirsig ástfangin af Alicia og biður hana um að giftast sér eftir svolítinn umhugsunar tíma svarar hún játandi til að klekkja á Devilin. Einnig til að komast nær starfssemi þjóðveganna. Alex kemst að því hver hún er og ákveður með hjálp móður sinnar að eitra fyrir henni svo ekki komist upp um það að hann hafi gifst njósnara. Þetta gengur allt eins og í sögu hjá honum þangað til að Devilin kemur og bjargar Alicia og skilur Alex eftir hjá Þýsku vinunum sínum sem finnst mjög svo grunsamlegt að hann hafi ekki farið með.

Það er sagt að Alfred Hitchcock, sem einmitt leikstýrði Notorious, hafi fundist leikarar nánast óþarfir og ef hann mætti ráða væru þeir eins og nautgripir gerðu allt sem hann sagði og hefðu engan sjálfstæðan vilja. Þessu er ég algerlega ósammála því ég held að ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Ingrid Bergman og Cary Grant þá væri Notorious ekki sú mynd sem hún er í dag.
Ég verð að segja að mér fannst Ingrid Bergman leika einstaklega vel einnig fannst mér að í þessari mynd hafi verið látið leikarana tjá sig meira með tilfinningum sínum frekar en með orðum. Það sést til dæmis algerlega á svipbrigðum Alicia að hún vilji ekki giftast Alex og sú innri barátta sem fer fram er gífurleg. Þessi atriði eru voðalega lítið sagt með orðum heldur er látið leikarana tjá það með andlits hreyfingum og stórkostlegum leik.

Myndatakan í þessari mynd var algerlega óaðfinnanleg og má Hitchcock eiga það að hugsa hvert smáatrið í þaular borgar sig greinilega. Það hafa alveg örugglega ekki allir leikstjórar þennan eiginleika og þolinmæði en það er eitthvað sem hver og einn ætti að taka sér til fyrirmyndar.

Þetta var æðisleg mynd og mæli ég eindregið með henni fyrir alla kvikmynda unnendur. hún er í 114 sæti á IMDB.com með 8,3 í einkunn sem má teljast nokkuð gott.

Hér er svo trailerinn fyrir myndina.



Mér finnst þetta einn skondnasti trailer sem ég hef séð.

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Fín færsla. 5 stig.