
Ég horfði á framhaldið af The Terminator, Terminator 2: Judgment Day, um daginn en eins og í fyrri myndinni þá leika Arnold Schwarzenegger og Linda Hamilton í þessari en í hana bætast við Edward Furlong og Robert Patrick. Þessi frábæri hópur leikara leika aðalhlutverkin í myndinni. Eins og með fyrri myndina þá leikstýrir James Cameron henni.
Myndin fjallar um flótta Sarah (Linda Hamilton) og John Connor (Edward Furlong), með aðstoð Tortímandans (Arnold Schwarzenegger), frá vélmenni gert úr fljótandi málm sem e

Þessi mynd er

Eitt af flottari atriðum myndarinnar gerist í stálverksmiðjunni. Það er þegar fljótandi Nitur flýtur yfir allt og þar á meðal T-1000 og hann hægt og rólega frýs. Með hverju skrefi sem hann tekur brýtur hann af sér fæturna og loks eina höndina. Þar sem hann er málmur þá frýs hann eins og annar málmur. Því næst kemur Tortímandinn og skítur hann í mörg þúsund bita eftir að hafa sagt hina háflegnu línu "hasta la vista, baby". Það sem kemur á eftir er einnig mjög töff en það er þegar bitarnir sem eru frosnir bráðna og koma saman aftur til að mynda heilan T-1000 aftur. Einnig Hefur mér alltaf fundist atriðið þegar þau drepa T-1000 vera eitt af flottari atriðum myndarinnar. Það er þegar honum er hent í fljótandi málminn og tekur á sig mynd allra þeirra sem hann hefur tekið á sér mynd áður. Satt best að segja þá eru öll atriðin þar sem T-1000 kemur fram mjög flott sérstaklega þar sem hann og Tortímandinn eru að berjast.

Eins og fyrri myndin þá er að mínu mati handritið mjög gott. Til dæmis þá á maður að halda að Tortímandinn sé vondi kallinn og það er allt látið líta þannig út. Þar er verið að spila með fyrri reynslu okkar á honum og tekst það mjög vel. Það er ekki fyrr en þegar Tortímandinn T-1000 og John Connor hittast allir saman í fyrsta skipti sem það kemur í rauninni í ljós að Tortímandinn er í raun góði kallinn. Þó að ég haldi að það hafi ekki verið neitt leyndarmál þegar myndin kom út að hann væri góði kallinn. Ég held að það hafi verið nokkuð alvitað. En ef maður veit ekki neitt um þessar myndir og horfir á þær tvær saman í röð þá er þetta frekar vel skrifað saman.
Mér finnst þessi mynd frábær og hef séð hana oftar en einu sinni og mun án efa sjá hana aftur. Ég mæli vel með henni fyrir alla þá sem hafa ekki séð hana og þeir sem hafa séð hana eiga að horfa á hana aftur. Hún fær 8,5 á IMDB.com og er í 62. sæti yfir bestu myndirnar þar.
Hér er trailerinn fyrir myndina og nokkrar aðrar klippur sem mér fannst töff.
Trailer
Bar atriðið
Hasta la vista
1 ummæli:
Fín færsla. 8 stig.
Skrifa ummæli