
Ég horfði þriðju myndina í Terminator seríunni sem kallast Terminator 3: Rise of the Machines. Í þessari mynd er það aðeins Arnold Schwarzenegger sem hefur reynslu af því að leika í Terminator mynd og er restin af aðalleikurunum ferskir en það eru Nick Stahl, Claire Danes og Kristanna Loken. Þessari mynd leikstýrði Jonathan Mostow ólíkt fyrri myndum en James Cameron hafði leikstýrt þeim báðum. Jonathan Mostow hefur ekki leikstýrt mö

Myndin fjallar um tilraun vélmennisins T-X (Kristanna Loken) að drepa John Connor (Nick Stahl) og Kate Brewster (Claire Danes) en Tortímandinn (Arnold Schwarzenegger) kemur þeim til hjálpar. þau reina að koma í veg fyrir að Skynet nái að koma sér á fót. T-X kemur til fortíðar til að drepa hershöfðingja John Connor úr framtíðinni því vélarnar gátu ekki gert sér til um hvar John var staðsettur í heiminum. Hann hafði gjörsamlega aftengt sig umheiminum og notar ekki síma eða kort. Kate er ein af Hershöfðingjunum en hún er einnig framtíðar eiginkona John. John og Kate hittast fyrir tilviljun sama dag og T-X ætlar að drepa Kate. þau rétt sleppa en Tortímandinn kemur og nær að bjarga þeim. T-X er miklu háþróaðri en aðrir Tortímendur sem hafa komið áður. Hún er með háþróuð vopn í höndunum á sér og getur hakkað sig inní tölvukerfi bíla og annarra tækja og látið þau gera það sem hún vil. Hún getur einnig tekið á sig mynd hvaða manneskju sem hún kemur í snertingu við. John, Kate og Tortímandinn ákveða að fara og reyna að stöðva uppkomu Skynet. En Pabbi Kate er hershöfðingi sem stjórnar Skynet. Þeim tekst ekki að stöðva dómsdag og Skynet er sett á fót. Það var víst ekki hægt að stöðva dómsdag aðeins fresta honum.
Þessi mynd er án efa sú lakasta í seríunni og nær ekki tánum þar sem hinar myndirnar hafa hælanna. Ég t

Eins og í fyrri Terminator myndum er mikið um tæknibrellur. Mér fannst T-X mjög töff persóna og hafði marga skemmtilega fídusa. Mér fannst sammt mörg af atriðunum sem voru sett í myndina aðeins vera sett þar til þess að sína hversu góðir þeir voru að nota tæknibrellur. Þetta er að sjálfsögðu líka málið í Terminator 2 en þar eru þeir að uppgötva nýja tækni. Í þessari mynd er ekkert sem maður hefur ekki séð í einhverri annarri mynd. Ég verð sammt sem áður að segja að það er nú sammt alltaf gaman að sjá Arnold Schwarzenegger í hlutverki Tortímandans. Það voru mörg flott atriði í þessari mynd en að mínu mati var ekkert eitt sem stóð algerlega uppúr sem það besta. Nema kannski þegar T-X er föst við rafalinn og "húðin" á henni fer að leka af það var nokkuð flott. En fyrir utan það þá var þessi mynd ekki með marga hápunkta. Ekki eins og fyrri myndirnar. Eitt finnst mér þó skemmtilegt það er að Dr. Peter Silberman sem er leikinn af Earl Boen skuli hafa verið í öllum þrem myndunum.
Eins og ég sagði áðan þá er þessi mynd ekki nærrum því eins vel skrifuð og þær fyrri. Það er ekkert sem á að koma manni á óvart og ekkert svona hasta la vista

Þessi mynd var allt í lagi ekkert meistaraverk. Hún er ágætis skemmtun en ekkert meira en það. Ég mæli ekkert sérstaklega með henni en eins og ég sagði þá er þetta ágætis skemmtun. myndin fær 6,7 á IMDB.com og nær ekki inna topp 250 myndirnar eins og hinar tvær. Ég vona bara að nýja myndin rífi upp fyrrum metnað fyrri myndanna.
Hér er trailerinn fyrir myndina og eitt atriði úr henni
Trailer
hér sést arnold og T-X berjast
1 ummæli:
Ágæt færsla. 7 stig.
Skrifa ummæli