mánudagur, 30. mars 2009

Gran Torino


Ég sá Clint Eastwood slagarann Gran Torino um daginn. Fyrir utan Clint er ekki mikið um fræga leikara í þessari mynd það eru nokkrir þekktir en aðallega eru þetta nokkuð óþekktir leikarar. Clint leikstýrði myndinni líka en hann hefur leikstýrt myndum á borð við Changeling (2008), Million Dollar Baby (2004) og Mystic River (2003). Svo það þykir óhætt að segja að hann sé bara nokkuð góður leikstjóri. Þetta er síðasta myndin sem Clint ætlar að leika í en núna ætlar hann að einbeita sér að því að vera leikstjóri. Ef eitthvað er að dæma hans fyrri verk þá á hann sér góðan frama á þeirri hillu.

Gran Torino er mynd um fyrrum hermann, Walt Kowalski (Clint Eastwood), sem er ný búinn að missa konuna sína. Það flytja Asíubúar í húsið við hlið hans og hann er greinilega mikill rasisti. Hann hefur ekki mikla virðingu fyrir prestinum í hverfis kirkjunni, Father Janovich (Christopher Carley), en hann er mjög ungur maður. Walt Þolir ekki nýju nágrannana sína og skilur ekki af hverju þau hafi þurft að flytja inn í þetta hús. Börn Walts þola hann ekki finnst hann vera of mikið af gamla skólanum. Walt hrekur eitt sinn burt gengi sem er að níðst á dreng nýju nágrananna. Hann ætlar sér ekkert að hjálpa þeim þeir fóru bara inná lóðina hans. Eftir þetta myndast hægt og rólega vinskapur milli Walt og Asíubúanna og fer honum að þykja vænt um þessa nýju vini. Walt á nefnilega ekki mikið af vinum hann situr allan daginn á veröndinni fyrir utan húsið sitt og drekkur bjór. Hann hættir samt aldrei að vera rasisti þótt hann sé orðin vinur þessara Asíubúa.


Þessi mynd var mjög góð og lék Clint einstaklega vel í henni. Hann var gjörsamlega fullkominn fyrir þetta hlutverk. Að vera gamall pirraður kall sem vil bara vera látinn í friði frá um heiminum og njóta þessara síðustu æviára sinna í friði. Það var mikið blótað í þessari mynd og held ég að ég hafi lært alveg helling af nýjum orðum yfir Asíubúa og svertingja á því að horfa á hana. Ekki það að ég muni einhvern tíman nota þessi orð þá var þetta samt hálf skemmtilegur lærdómur.

Þessi mynd er ein af betri verkum Clint og hún hélt manni spenntum og við efnið allan tíman. Clint er nokkuð góður í því að halda manni við efnið í þeim myndum sem hann leikstýrir. Það er einhvernvegin engin dauður punktur í myndum hans. Maður fer ekki að líta á klukkuna og spyrja sig hvað gæti verið mikið eftir af myndinni. Nei, hann hefur einhvern einstakan hæfileika að halda manni við efnið með góðum sögum. Gran torino var það eingin undantekning. Þó að yfir heildina litið hafi ekki alltaf verið allt á fullu þá gat maður ekki beðið eftir að sjá hvað Walt gerð næst. Hann var alveg frábært karakter sem Clint fullkomnaði algerlega með sínum djúpa róm og einhvern veiginn illkvittnislegu augum. Maður sá bara að það átti ekki að abbast uppá þennan náunga. Það var alveg frábært hvernig hann tók Thao (Bee Vang) og hans fjölskildu undir sinn verndar væng og gerði Thao að manni.

Myndin dregur nafn sitt af bíl sem kemur mikið fyrir í myndinni en það er einmitt Ford Gran Torino módel 1972. En Walt hafði einmitt sett stýrið í þennan bíl. Hann vann nefnilega hjá Ford í Fjölda ára. Thao reynir að stela bílnum í upphafi myndarinnar en Walt fyrir gefur honum það og í lokinn erfir hann honum bílinn.

Ég man ekkert sérstaklega eftir myndatökunni en það þýðir bara að hún hafi verið vel heppnuð. Ég hef alla veganna ekkert út á hana að setja.

Þessi mynd var frábær og mæli ég með henni eindregið fyrir alla. Hún fær 8,4 á IMDB.com og er í 78 sæti yfir 250 bestu myndirnar þar. Þeir sem hafa ekki séð aðrar myndir eftir þennan snilling ættu að gera það sem fyrst því hann er snillingur og kann að leikstýra. Clint er að vinn að einni mynd núna en það er saga Nelson Mandela og mun Morgan Freeman fara með hlutverk þess snillings. Hún ber heitið The Human Factor og á alveg örugglega eftir að vera mjög góð. Eða það vona ég alla veganna.

Hér er Trailerinn fyrir Gran Torino:

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Ágætt. 6 stig.