Ég fór að rifja upp góða daga um daginn og horfði á gömlu Batman myndina. Þetta er fyrsta Batman myndin eftir að hún hafði verið gefin út 1966. Þessi mynd prýðir hóp afbragðs leikara eins og Michael Keaton, Jack Nicholson og Kim Basinger. Tim burton leikstýrir myndinni en hann hefur gert fjöldann allan af góðum myndum eins og Beetle Juice, Edward Scissorhands og Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street. Tim Burton hefur verið þekktur að gefa myndum sínum ákveðið "look". Hálfgert teiknimynda "look" og vantar það ekki í Batman.
Batman er um mann, Bruce Wayne (Michael Keaton), sem klæðir sig upp sem leðurblöku og verndar Gotham frá glæpamönnum. Þegar hér er komið við sögu þá neitar lögreglan um tilvist hans. Það verður samt fljótt almanna vitund að hann sé til. Bruce kynnist konu, Vicki Vale (Kim Basinger), hann myndar fljótt tilfinningaleg tengsl við hana. Þegar Batman er að berjast á móti glæpum eitt skiptið þá á hann í því óhappi að ná ekki að bjarga Jack Napier (Jack Nicholson), sem er hægri hönd glæpaforingja í Gotham, að falla ofan í sýru pitt. Við það fall umbreytist hann í Jókerinn. Jókerinn nær að taka yfir starfsemi fyrrum yfirmanns síns með því að drepa hann og fylgi menn hans. Jókerinn fær sama áhuga og Bruce á Viki þegar hann sér mynd af henni, þetta mun valda nokkrum usla. Þegar viki fer að skoða fortíð Bruce kemst hún að því að foreldrar hans voru myrt fyrir framan hann þegar hann var aðeins barn. Jókerinn hefur komið á markaðinn eitur efni sem fær fólk til þess að bókstaflega að deyja úr hlátri. Hann hefur falið vöruna sína í snyrtivörum og fleiru. Hann verður nærgengari Viki og segir henni frá ástúð sinni á henni og að hann vilji vera með henni. Viki líkar það ekki og reynir að flýja þá kemur Batman og bjargar deginum. Bruce og Viki verða nánari og ætlar Bruce að segja henni allt, það er að hann sé Batman. Þau verða fyrir truflun en það er Jókerinn. Hann gerir engum mein en hann segir svolítið "Tell me something, my friend. You ever dance with the devil in the pale moonlight?" en það sagði einmitt morðingi foreldra hans svo jókerinn drap foreldra Bruce. 200 ára afmæli Gotham er að koma og Jókerinn hefur sagst ætla að gefa fólkinu í borginni fullt af peningum. Hann skorar einnig á Batman að koma á hátíðina og mæta sér. Í örfáum orðum þá sigrar Batman Jókerinn í skemmtilegum bardaga upp í kirkju turn.
Þessi mynd var og er æðisleg mynd og var að mínu mati besta Batman myndin þangað til Batman Begins kom út árið 2005 og svo var hún toppuð með The Dark Knight sem kom út 2008. En nóg um þær ég ætla að ræða Batman frá 1989 fæðingar árinu mínu. Ég hef alltaf haft gaman að því að horfa á Batman alveg frá því að vera lítill polli og alveg til dagsins í dag. Skilningur manns á myndinni breytist bara með árunum. Sem krakki er það ofur hetjan sem bjargar öllu sem heillar mann. Núna er það ekki alveg svo einfalt. Þessi mynd hefur bara eitthvað skemmtana gildi frábær leikur frábærra leikara.
Ég veit ekki hvort það var óvart eða bara vegna tækninnar sem var þegar þessi mynd var gerð eða hvort það var þaulhugsað en það eru nokkur atriði í myndinni sem eru greinilega tölvugerð. Atriði sem ég held að þurfi ekki að vera tölvu gerð eins og kastarar að lýsa upp í loftið. Þannig að ég held að þetta hafi verið ákveðið af Tim Burton til þess að gefa myndinni svolítið teiknimyndasögu look. Það eru fleiri atriði svona eins og þegar Batman sést stundum í fjarska. Allt gert fyrir hinn dygga aðdáenda Batman held ég. Ég gæti auðvitað haft rangt fyrir mér og þetta var bara gert af nauðsyn en ég vil ekki trúa því.
Myndin er frábærlega skrifuð og það hvernig Batman er kynntur fyrst til sögunnar það er hreint út sagt frábært. Ég held að það hafi verið ætlað fyrir harða Batman aðdáendur. Þeir hafi átt að halda að þarna væri Bruce með mömmu sinni og pabba á leið í opinn dauðan. En það gerist ekki og þau sleppa, stuttu síðar kemur Batman til sögunnar mjög drungalegur og hræðir líftóruna úr þeim glæpamönnum sem á hans vegi verða. Einnig það tvist að Jack Napier eða Jókerinn skyldi hafa drepið foreldra Bruce. Mér fannst alltaf skemmtileg þetta Quote sem er úr seinast bardaga þeirra Batman og Joker
Fyrst
Batman: I'm going to kill you!
The Joker: You IDIOT! You made me. Remember? You dropped me into that vat of chemicals. That wasn't easy to get over, and don't think that I didn't try.
Batman: I know you did.
og svo
Batman: You killed my parents.
The Joker: What? What? What are you talking about?
Batman: I made you, you made me first.
The Joker: Hey, bat-brain, I mean, I was a kid when I killed your parents. I mean, I say "I made you" you gotta say "you made me." I mean, how childish can you get?
En þetta er að mínu mati mynd sem allir ættu að sjá fyrr eða síðar á ævinni og ef ekki einu sinni þá oftar. Hún fær 7,6 á IMDB.com sem má teljast gott. Þeir sem hafa ekki séð hana farið út á næstu leigu og leigði þessa frábæru mynd.
Hér er trailerinn:
1 ummæli:
7 stig.
Skrifa ummæli