Eftir að hafa séð fyrstu Batman myndina ákvað ég að sjá mynd númer tvö líka en hún er Batman Returns. Mér finnst þessi mynd vera einhvernvegin sú mynd sem minnst bar á hjá mér. Þetta er alla veganna sú mynd sem ég hef séð sjaldnast fyrir utan Batman and Robin sem er niðurlæging í kvikmyndaformi. Michael Keaton fer aftur með hlutverk Batmans. Það eru fleiri frábærir leikarar í þessari mynd eins og Danny DeVito, Michelle Pfeiffer og Christopher Walken. Tim Burton leikstýrir þessari mynd en hann leikstýrði einnig fyrri Batman myndinni. Hann heldur sinni sérstöðu sem leikstjóri í þessari mynd eins og öllum þeim myndum sem hann gerir.
Batman Returns er um veru Batmans (Michael Keaton) í Gotham. Ólíkt fyrri myndinni þá er Batman orðin opinber verndari Gotham og er komin með kalltæki eða Batman ljósið. Það eru tveir vondir kallar í þessari Batman mynd og eru það Penguin (Danny DeVito) og Catwoman (Michelle Pfeiffer). Eftir þessa mynd hafa alltaf verið tveir vondir kallar. Í þessari mynd er það hin afskræmdi Oswald Cobblepot einnig þekktur sem Penguin sem herjar á íbúa Gotham. Hann er sannfærður af Max Shreck (Christopher Walken) að bjóða sig fram til borgarastjóra það gengur ágætlega þangað til að Bruce nær að eyðileggja það fyrir honum. Einnig er það hin illræmda Catwoman eða Selina Kyle sem ógnar íbúum. Ásinn eigin hátt er hún ekkert það vond hún hjálpar sumum en henni er nokkuð sama um fólkið í kringum sig. Það verður svolítið skemmtilegur ástar leikur í þessari mynd. En Bruce heillast af Selina og hún að honum svo er einhverjir straumar á milli Batmans og Catwoman. Þetta spilar sig svolítið skemmtilega í myndinni.
Þessi mynd er nokkuð góð hún er að mínu mati ekki eins góð og fyrri Batman myndin en þar er þetta allt svo nýtt og frábært. Í þessari mynd er ekki allt eins ferskt. Ég verð nú samt að segja að túlkun Michelle Pfeiffer á Catwoman er alveg frábær. Ég er ekki búin að sjá Catwoman myndina með Halle Berry en ég hef voðalegan lítinn áhuga á að sjá hana. Nema kannski bara til þess að sjá Halle Berry klædda í þröngt leður. Það er bara eitthvað við svona spin of sem mér finnst ekki að ætti að gera. Það er of mörgu breytt og gert að einhverri vitleysu. En nóg um það. Við megum ekki gleyma Danny DeVito sem Penguin en ég held að það séu ekki margir leikarar að honum frátöldum sem hefðu geta gert þetta jafn vel. Hvernig hann fær þennan litla feita afskræmda mann að koma til lífsins það er alveg kostulegt.
Í öllum Batman myndum síðari ára hafa alltaf verið afbragðs leikarar. Mér finnst svolítið fyndið að George Clooney hafi leikið Batman í þeirri hörmung sem Batman and Robin var. Samt sem áður var góður leikara hópur í þeirri mynd Uma Thurman og Arnold Schwarzenegger. Þetta var bara lélegt handrit og ég hef ekki getað horft á hana síðan ég var tíu ára en hún er bara of kjánaleg. Enn menn á borð við Jim carrey og Tommy Lee Jones hafa einnig leikið í þessum myndum.
Núna verð ég samt að segja að nýju Batman myndirnar með Christian Bale eru klárlega miklu betri en hinar myndirnar. Þær gefa Batman einhvern veginn þann möguleika að vera í raun til en í Tim Burton myndunum var þetta flest allt of ótrúlegt til að geta gerst en það er einmitt Tim Burton þekktur fyrir að gera. Mér finnst þessar nýju samt gefa Batman nýtt líf. Líf sem maður vissi ekki að hann átti í sér. Bestu tveir Batmanarnir eru því klárlega Christian Bale og Michael Keaton
En Batman Returns er hörku mynd ekki sú besta í seríunni en líka langt frá því að vera sú versta. Ef þú hefur gaman af Batman þá er þessi mynd skildu sýn. Hún fær 6,9 á IMDB.com sem er ekki svo slæmt en ekkert frammúrskarandi.
Hér er trailerinn fyrir hana:
1 ummæli:
5 stig.
Skrifa ummæli