þriðjudagur, 31. mars 2009

Knowing (Spoiler)


Ég fór að sjá nýjustu mynd Nicolas Cage, Knowing. Auk hans leikur Rose Byrne stórt hlutverk í myndinni. Myndinni er leikstýrt af Alex Proyas en hann hefur leikstýrt myndum á borð við The Crow (1994), Dark City (1998) og I, Robot (2004). Hann gerir ekki margar myndir en þær sem hann tekur sér fyrir hendi eru margt góðar myndir. Þær eru flestar svolítið spes eða alla veganna þær sem ég hef séð, en það eru myndirnar sem ég taldi upp hérna áðan.

Knowing er mynd um mann John Koestler (Nicolas Cage) sem á kemst yfir bréf sem skrifað var fyrir 50 árum. Þetta bréf var sett í tímahylki þegar skóli sonar hans, Caleb Koestler (Chandler Canterbury), var stofnaður. Caleb fær bréfið í hendurnar og John kemst yfir það. Á þessu bréfi eru runur af tölustöfum og fyrir tilviljun kemst John að því að þessir tölustafir tákna dagsetningu stórslys og fjölda þeirra sem deyja í slysinu. Hann fer í gegnum allan listann og kemst að því að hann skráir öll stórslys síðustu 50 ára og að það séu þrír atburðir sem eiga eftir að gerast. Hann er ekki 100% viss á þessu svo hann ákveður að reyna að sjá hvort næsta slys gerist. Á daginn sem slysið á að gerast er hann staddur á þjóðveg og verður vitni að flugslysi þar sem akkúrat fjöldi fólks lést í og stóð á blaðinu. Þar kemst hann einnig að því að þar eru fleiri tölur sem tákna staðsetningu slysanna. John finnur það út að stúlkan sem skrifaði tölurnar er látin en hún á dóttur, Diana Wayland (Rose Byrne), sem John finnur. Þau komast að því að hvíslararnir hafa verið að tala við börnin þeirra og að þeir séu að bjóða þeim leið út. Þau komast einnig að því að heimsendir sé í nánd. John kemst að því hvar best sé að vera þegar heimsendir skellur á en Caleb og dóttur Diana, Abby (Lara Robinson), var rænt af hvíslurunum. John fer á staðinn þar sem hann grunaði son sinn vera. Þar finnur hann strákinn sinn og Abby en þau eru með Hvíslurunum. Við komust að því að hvíslararnir eru í raun geimverur sem hafa komið til þess að sækja þá útvöldu en það eru Caleb og Abby. Þau fara með geimverunum út í geim. Það fara önnur geimskip í loftið allsstaðar um plánetuna. Heimsendir skellur á allir deyja nema þeir útvöldu. Þeim hefur verið komið fyrir á nýrri plánetu sem er mjög gróður sæl og tilbúinn innflutnings.

Ég fór á þessa mynd með engar væntingar. Mig grunaði að þetta væri bara ein önnur vitleysan. Þessi mynd var ekki eins mikil vitleysa og ég hafði búist við. Hún var bara nokkuð góð. Maður var spenntur allan tímann og nagaði neglurnar yfir nokkrum atriðunum. Þó var margt sem var ekki laust við alla vitleysu. Þessi mynd byggði voðalega mikið á tilviljunum. Sonur Johns sem var hin útvaldi fékk þetta bréf. Sem leiddi það af sér að fyrir tilviljun þá fattar John kóðann. Hins vegar er Alex Proyas leikstjórinn og hann er ekki beint hefðbundinn. Söguþráðurinn var nokkuð trúanlegur ef ekki hefði verið fyrir allar tilviljanirnar. Hann heldur manni vel við efnið en þessi endir. Geimverur sem eru að hjálpa mannkyninu að komast undan útdauða. Þegar geimverurnar eru að fara frá jörðinni fá þær á sig einhverja "vængi" þetta voru ekki eiginlegir vængir aðeins útlínur vængja. Það var því greinilegt að þessar geimverur áttu að vera það sem mennirnir höfðu ávalt talið engla. Nýi heimurinn sem krökkunum er komið í minnir óstjórnlega á Eden garðinn. Þetta er því greinilegt nýtt upphaf góðrar framtíðar.

Tæknibrellurnar í þessari mynd voru frábærar þetta var með flottari myndum sem ég hef séð. Flugslys, lestaslis og heimsendir þetta var allt saman gert alveg fáránlega vel. Manni fannst maður vera á staðnum þegar flugvélin hrapaði. Ég verð að segja að ég hef sjaldan séð jafn flott gerða mynd. Myndatakan var einnig alveg frábær og var greinilega hvert skot pælt í þaular.

Ég mæli eindregið með þessari mynd jafnvel þó að það væri ekki nema til þess að sjá hin epísku atriði í myndinni. Eins og ég sagði áðan þá þynnist söguþráðurinn þegar dregur á endann og mætti hún enda á einhvern annan hátt. Geimverur eru eitthvað svo klisjukenndar. Annars var þetta mjög góð mynd. Hún fær sjö af tíu á IMDB.com.

Hér er Trailerinn:

1 ummæli:

Siggi Palli sagði...

Ágæt færsla. 6 stig.