
Ég fór að sjá nýjustu mynd Nicolas Cage, Knowing. Auk hans leikur Rose Byrne stórt hlutverk í myndinni. Myndinni er leikstýrt af Alex Proyas en hann hefur leikstýrt myndum á borð við The Crow (1994), Dark City (1998) og I, Robot (2004). Hann gerir ekki margar myndir en þær sem hann tekur sér fyrir hendi eru margt góðar myndir. Þær eru flestar svolítið spes eða alla veganna þær sem ég hef séð, en það eru myndirnar sem ég taldi upp hérna áðan.
Knowing er mynd um mann John Koestler (Nicolas Cage) sem á kemst yfir bréf sem skrifað var fyrir 50 árum. Þetta bréf var sett í tímahylki þegar skóli sonar hans, Caleb Koestler (Chandler Canterbury), var stofnaður. Caleb fær bréfið í hendurnar og John kemst yfir það. Á þessu bréfi eru runur af tölustöfum og fyrir tilviljun kemst John að því að þessir tölustafir tákna dagsetningu stórslys og fjölda þeirra sem deyja í slysinu. Hann fer í gegnum allan listann og kemst að því að hann skráir öll stórslys síðustu 50 ára og að það séu þrír atburðir sem eiga eftir að gerast. Hann er ekki 100% viss á þessu svo hann ákveður að reyna að sjá hvort næsta slys gerist. Á daginn sem slysið á að gerast er hann

Ég fór á þessa mynd með engar væntingar. Mig grunaði að þetta væri bara ein önnur vitleysan. Þessi mynd var ekki eins mikil vitleysa og ég hafði búist við. Hún var bara nokkuð góð. Maður var spenntur allan tímann

Tæknibrellurnar í þessari mynd voru frábærar þetta var með flottari myndum sem ég hef séð. Flugslys, lestaslis og heimsendir þetta var allt saman gert alveg fáránlega vel. Manni fannst maður vera á staðnum þegar flugvélin hrapaði. Ég verð að segja að ég hef sjaldan séð jafn flott gerða mynd. Myndatakan var einnig alveg frábær og var greinilega hvert skot pælt í þaular.
Ég mæli eindregið með þessari mynd jafnvel þó að það væri ekki nema til þess að sjá hin epísku atriði í myndinni. Eins og ég sagði áðan þá þynnist söguþráðurinn þegar dregur á endann og mætti hún enda á einhvern annan hátt. Geimverur eru eitthvað svo klisjukenndar. Annars var þetta mjög góð mynd. Hún fær sjö af tíu á IMDB.com.
Hér er Trailerinn:
1 ummæli:
Ágæt færsla. 6 stig.
Skrifa ummæli